Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Svona eru riðlarnir í undan­keppni HM

Ísland lenti í riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu, í undankeppni HM karla í fótbolta. Dregið var í dag í beinni útsendingu á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Elías braut bein í Porto

Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson endaði á sjúkrahúsi í gærkvöld, eftir að hafa meiðst þegar tuttugu mínútur voru eftir af leik Midtjylland við Porto í Evrópudeildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist á­fram

Víkingur er jafn Panathinaikos í 18.-19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta nú þegar aðeins lokaumferðin er eftir næsta fimmtudag. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á því að liðið komist áfram í keppninni og spili í umspili í febrúar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fengum við­varanir áður en mörkin komu“

Viktor Örlygur Andrason, fyrirliði Víkings, var svekktur eftir að liðið beið ósigur gegn Djurgården í næstsíðustu umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Mætti syni sínum

Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Steinþór Freyr Þorsteinsson mætti syni sínum, Emil, í Kjarnafæðismótinu í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rann­sókn felld niður í máli Mbappé

Saksóknari í Svíþjóð staðfesti í dag að rannsókn hefði verið hætt í máli franska fótboltamannsins Kylian Mbappé, sem grunaður var um nauðgun í Stokkhólmi í október.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba

Hákon Arnar Haraldsson skoraði glæsilegt sigurmark fyrir Lille í gærkvöld, í 3-2 sigri gegn Sturm Graz í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Manchester City er hins vegar í vanda eftir 2-0 tap gegn Juventus. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar

Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gærkvöld fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðsfélagi hennar og fyrirliði Wolfsburg, Alexandra Popp, var með áhugaverða skýringu á ótrúlegri frammistöðu Sveindísar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Núna erum við allt í einu komnir í drauma­landið“

Víkingar eru í þeirri stórkostlegu stöðu að geta upp úr hádegi í dag tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson á von á mikilli stemningu á Kópavogsvelli en þar verða hundruð sænskra stuðningsmanna Djurgården.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho daðrar við Real Madrid

José Mourinho, þjálfari tyrkneska félagsins Fenerbahce, útilokar það ekki að taka aftur við spænska stórliðinu Real Madrid. Hvort félagið hafi áhuga á því er samt allt önnur saga.

Fótbolti