Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Bombardier hættir smíði farþegavéla

Kanadíska fyrirtækið Bombardier hefur ákveðið að hætta smíði farþegaflugvéla og selt frá sér framleiðslueiningarnar. Forstjóri Flugfélags Íslands, sem notar Bombardier-vélar í innanlandsfluginu, býst ekki við að þetta muni trufla þeirra rekstur.

Innlent
Fréttamynd

Horfa þarf til Hvassahraunsmöguleika

Taka þarf mið af mögulegri uppbyggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni í mati á umhverfis­áhrifum stækkunar Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrir verkefnið sem birt var á vef stofnunarinnar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Stefna Isavia og vilja lægri greiðslur 

Kynnisferðir vilja að greiðslur þeirra til Isavia verði lækkaðar vegna ákvörðunar ríkisfyrirtækisins um að stöðva tímabundið gjaldtöku á fjarstæðum við Keflavíkurflugvöll. Hafi leitt til mismununar og röskunar á samkeppni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neituðu að hlutast til um ákvarðanir Isavia

Tveimur dögum áður en WOW fór í þrot höfnuðu fulltrúar þriggja ráðuneyta óskum stjórnar WOW um að "hlutast til um“ að Isavia félli frá heimild til að kyrrsetja leiguþotur. Átti sú ákvörðun að gilda í næstu þrjátíu daga

Innlent
Fréttamynd

100 ára flugsaga Íslands

Þann 3. september árið 1919 hóf fyrsta flugvélin sig til lofts á Íslandi og gerðist það í Vatnsmýrinni. Flugmálafélagið, Þristavinafélagið og Isavia hafa minnst þessara tímamóta en fjölmenni var á hinum árlega flugdegi.

Lífið
Fréttamynd

Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu.

Innlent