Segja tvöfalt ofris hafa valdið því að flugmenn misstu stjórn Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar, en þeir voru báðir reynslumiklir og virtir flugmenn. Innlent 7. janúar 2014 20:30
Missti soninn í flugslysi: „Af hverju megum við ekki sjá?“ Kristín Dýrfjörð, móðir Sturlu Þórs Friðrikssonar sem fórst í flugslysi í Skerjafirði árið 2000, segir birtingu myndbands af flugslysinu við Hlíðarfjall mikilvæga. Innlent 7. janúar 2014 15:28
Ostaflutningar töfðu sjúkraflug Sjúklingur er sagður hafa þurft að bíða í klukkustund á Egilsstöðum eftir sjúkraflugi á vegum Mýflugs en flugvélin tafðist þar sem verið var að flytja hálft tonn af osti fyrir Bónus. Innlent 7. janúar 2014 12:40
Læknir óttaðist um líf sitt og spáði að sjúkraflug Mýflugs myndi enda illa Fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Hann hafi verið hætt kominn í lágflugi Leifs Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Mýflugs. Innlent 7. janúar 2014 07:00
Eins og kýrnar á vorin hjá Mýflugi Menningin meðal starfsmanna Mýflugs virðist vera fremur frjálsleg varðandi flug sem ekki tengist hefðbundnum verkefnum. Framkvæmdastjórinn segir hins vegar starfsumhverfið í besta lagi. Innlent 7. janúar 2014 07:00
Viðkvæmt en brýnt Banaslys í flugi er eðli málsins samkvæmt viðkvæmt mál. Það þarf að sýna minningu látinna virðingu og tillitssemi gagnvart aðstandendum. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að dregið verði rækilega fram í dagsljósið hvað olli hinu skelfilega slysi – til þess að hægt sé að læra af því og koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Fastir pennar 7. janúar 2014 07:00
Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. Innlent 6. janúar 2014 21:48
Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. Innlent 6. janúar 2014 17:00
Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. Innlent 6. janúar 2014 15:30
Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. Innlent 6. janúar 2014 13:44
„Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. Innlent 6. janúar 2014 10:15
Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar. Innlent 6. janúar 2014 09:17
Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt Innlent 6. janúar 2014 07:00
Bráðabirgðaskýrsla um flugslysið: Flak og hreyflar skoðaðir frekar Skrokkur vélarinnar brotnaði og hafnaði um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð, segir í skýrslunni. Innlent 4. október 2013 15:53
Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. Innlent 27. ágúst 2013 12:03
Kominn heim eftir flugslysið Flugmaðurinn sem lifði af flugslysið þar sem sjúkraflugvél Mýflugs fórst á braut akstursíþróttafélags Akureyrar fimmta ágúst síðastliðinn hefur nú verið útskrifaður af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Innlent 14. ágúst 2013 07:00
Flakið flutt til Reykjavíkur í dag Flugmaðurinn sem lifði af þegar flugvél brotlenti við Akureyri á mánudaginn hefur áður lent í flugslysi. Það slys bar upp sama mánaðardag, eða fimmta ágúst, árið 2001. Innlent 8. ágúst 2013 18:30
Flugmaðurinn enn á sjúkrahúsi Flugmaður Mýflugs sem lifði af flugslysið á Akureyri er enn til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri en er ekki í lífshættu. Áætlun liggur fyrir um útskrift hans af sjúkrahúsinu, að sögn eiginkonu hans. Innlent 7. ágúst 2013 19:07
Fórnarlamba flugslyssins minnst Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. Innlent 7. ágúst 2013 10:31
„Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. Innlent 6. ágúst 2013 19:13
Nöfn mannanna sem létust í flugslysinu Páll Steindór Steindórsson, 46 ára, og Pétur Róbert Tryggvason, 35 ára. Innlent 6. ágúst 2013 15:44
Þriðji maðurinn er ekki í lífshættu Maðurinn sem lifði flugslysið af er ekki talinn vera í lífshættu. Hann var flugmaður vélarinnar. Innlent 5. ágúst 2013 17:09
60-70 manns leituðu áfallahjálpar Tíu manna áfallahjálparteymi Rauða krossins á Norðurlandi hlúir nú að aðstandendum og sjónarvottum eftir flugslys nálægt Akureyri í dag Innlent 5. ágúst 2013 16:56
Mildi þykir að fleiri hafi ekki slasast Mildi þykir að fleiri hafi ekki slasast þegar flugvélin brotlenti á Akureyri á öðrum tímanum í dag. Vélin brotlenti við endann á akstursíþróttabraut Bílaklúbbs Akureyrar en keppni í götuspyrnu átti að hefjast þar klukkan tvö. Innlent 5. ágúst 2013 15:37
„Tók krappa beygju, svo kom mikill hávaði og stórt svart ský“ "Ég var ekki það nálægt þegar flugvélin fór niður en ég sá í hana yfir trén. Hún flaug í norður og var lágt á lofti. Svo tók hún krappa beygju og hvarf bak við trén. Svo kom mikill hávaði og það birtist stórt svart ský bara nánast um leið," Innlent 5. ágúst 2013 15:18
Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Innlent 5. ágúst 2013 14:00
Öllum frá Iceland Express sagt upp störfum hjá Wow Flugfreyjum og flugmönnum sem störfuðu fyrir Iceland Express hefur verið sagt upp störfum. Fólkið hafði ekki unnið síðan Wow Air tók reksturinn yfir fyrr í október. Nýr flugrekandi líklega kynntur í dag. Viðskipti innlent 30. október 2012 08:00
Matthías Imsland hættur hjá WOW Matthías Imsland, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Wow air, hefur látið af störfum hjá félaginu, að því er fram kemur í á Viðskiptablaðinu. Matthías var einn helsti driffjöðurinn að stofnun Wow air en hann var áður forstjóri Iceland Express. Skúli Mogensen, eigandi WOW, keypti fyrr í vikunni allan rekstur Iceland Express og sagði þá viðbúið að eitthvað starfsfólk myndi missa vinnuna. Viðskipti innlent 25. október 2012 10:59
Wow air kaupir Iceland Express Skúli Mogensen lagði enn meira fé inn í Wow air til að geta keypt Iceland Express. Kaupverðið ekki gefið upp. Pálmi Haraldsson sá ekki fram á annað en tap í "núverandi samkeppnisumhverfi“. Viðskipti 24. október 2012 06:00