Vildi hætta strax og fá laun í eitt og hálft ár Flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að láta Jacob Schram, forstjóra fyrirtækisins, vinna út allan uppsagnarfrest sinn en honum var sagt upp í gærmorgun eftir aðeins eitt og hálft ár í starfi. Viðskipti erlent 22. júní 2021 23:21
Kjarasamningarnir sögð ein af forsendum framtíðarmöguleika Play Þeir kjarasamningar sem stjórnendur Play hafa gert við flugmenn og áhöfn eru ein af grunnstoðum rekstraráætlunar félagsins og framtíðarmöguleika. Viðskipti innlent 22. júní 2021 13:29
Forstjóri Play og stjórnarmenn til rannsóknar Forstjóri Play og einn stjórnarmanna félagsins hafa verið til rannsóknar hjá skattayfirvöldum og þá er annar stjórnarmeðlimur til rannsóknar hjá ákæruvaldinu í tengslum við söluna á Skeljungi. Viðskipti innlent 22. júní 2021 11:36
Kynntu allar upplýsingar varðandi hlutafjárútboð Play Hlutafjárútboð Fly Play hf. fara fram í lok vikunnar. Play bauð til kynningarfundar í tengslum við útboðin í morgun þar sem farið var yfir helstu upplýsingar. Viðskipti innlent 22. júní 2021 10:17
Segir verðmætar flugrekstrarhandbækur horfnar og krefst skýrslutöku Athafnakonan Michele Ballarin hefur óskað eftir því að teknar verði vitnaskýrslur af ellefu einstaklingum sem tengjast WOW air, vegna flugrekstrarhandbóka sem eru sagðar horfnar. Viðskipti innlent 22. júní 2021 07:14
Gagnrýnir aðkomu Boga Nils að auglýsingu Kvenréttindafélagsins Sólveig Anna Jónsdóttir gagnrýnir aðkomu Boga Nils Bogasonar að auglýsingu Kvenréttindafélags Íslands. Hún sakar hann um að hafa leitt aðför gegn kvennastétt fyrir ári síðan. Innlent 20. júní 2021 15:05
Ballarin laug í þætti Kveiks og ýtti undir samsæriskenningar Michelle Roosevelt Edwards, eða Michelle Ballarin, laug um það að eiga 30 milljóna Bandaríkjadala setur í Virginíu, í viðtali við Kveik í febrúar á síðasta ári. Setrið er í eigu fjárfestisins David B. Ford, sem dó á síðasta ári, og segist ekkja hans ekki hafa hugmynd um hvernig Edwards komst inn í húsið. Erlent 20. júní 2021 10:03
Með kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók um síðastliðna helgi erlendan karlmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að grunur vaknaði hjá tollvörðum að viðkomandi hefði fíkniefni meðferðis. Innlent 16. júní 2021 11:36
Fimm teymi komust áfram í samkeppni um þróunina við Keflavíkurflugvöll til 2050 Fimm fjölþjóðleg teymi hafa verið valin til áframhaldandi þátttöku í forvali Kadeco um þróunaráætlun fyrir stórt svæði umhverfis Keflavíkurflugvöll. Viðskipti innlent 16. júní 2021 09:48
Fögnuðu fyrstu útskriftinni með oddaflugi yfir eldgosið Fyrsta svokallaða oddaflugið yfir eldgosið í Geldingadölum var farið í gærkvöld, þegar flugkennarar Flugakademíu Íslands fylktu liði frá Reykjavíkurflugvelli. Rúmlega þrjátíu manns útskrifuðust frá skólanum í vikunni. Innlent 15. júní 2021 20:01
Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. Viðskipti innlent 15. júní 2021 16:42
Ný framsókn fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi Skóflustungan sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók fyrir nýrri flugstöð á Akureyri í dag markar tímamót í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Skoðun 15. júní 2021 16:01
Hlutafjárútboð Play hefst í næstu viku Hlutafjárútboð Play fyrir skráningu félagsins á First North markaðinn hefst þann 24. júní klukkan 10. Útboðið mun standa yfir í rúman sólarhring en lokað verður fyrir kaup klukkan 16 föstudaginn 25. júní. Viðskipti innlent 14. júní 2021 14:13
Ein af vélum Play orðin leikhæf Búið er að mála eina af flugvélum sem prýða mun flota flugfélagsins Play með einkennislitum og merki félagsins. Í dag eru ellefu dagar í fyrsta flug félagsins þann 24. júní til Lundúna. Viðskipti innlent 13. júní 2021 23:03
Icelandair Group losar sig við Iceland Travel Icelandair Group og Nordic Visitor undirrituðu í dag samning um kaup þess síðarnefnda á 100 prósent hlut Icelandair Group í Iceland Travel. Viðskipti innlent 11. júní 2021 18:09
Fella niður þrjár ferðir til Lundúna Flugfélagið Play hefur fellt niður þrjár ferðir til Lundúna í byrjun júlímánðar vegna þess að Bretar virðast orðnir hræddir við að ferðast eftir að hafa lent óvænt í sóttkví við heimkomuna frá öðrum löndum að sögn forstjóra félagsins. Innlent 11. júní 2021 12:42
Hætta að skima bólusetta og börn um mánaðamótin Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnarlæknis að halda óbreyttu fyrirkomulagi sóttvarnaraðgerða á landamærum til 1. júlí næstkomandi. Innlent 11. júní 2021 11:38
Stjórnvöld koma hvergi nálægt nýrri skimunarstöð við flugvöllinn Ný einkarekin skimunarstöð fyrir Covid-19 hefur verið opnuð í Reykjanesbæ, skammt frá flugvellinum. Hún er sérstaklega hugsuð fyrir ferðamenn sem þurfa að fara í sýnatöku fyrir brottför úr landinu. Þar verða notuð skyndipróf sem gefa niðurstöðu á fimmtán mínútum. Innlent 10. júní 2021 13:53
Strigaskór og þægindi einkenna búninga flugáhafna Play Flugfélagið Play fékk hjónin Gunna Hilmarsson og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur til þess að hanna búninga flugáhafna félagsins. Gunni vann á dögunum Indriðaverðlaun fatahönnunarfélags Íslandsn fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. Tíska og hönnun 8. júní 2021 20:01
Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. Erlent 8. júní 2021 12:09
Fjöldi farþega milli landa tvöfaldast milli mánaða Fjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair í maí var rúmlega tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Félagið hefur aukið flugframboð sitt að undanförnu í takt við aukna eftirspurn eftir flugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem vísar til flutningatalna sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Viðskipti innlent 7. júní 2021 18:36
Vél Harris snúið við vegna tæknilegs vandamáls Flugvél varaforseta Bandaríkjanna, Kamölu Harris, var snúið við skömmu eftir flugtak í dag vegna tæknilegra vandamála. Harris var á leið í sína fyrstu opinberu embættisferð út fyrir landsteinana en vélin átti að fljúga til Gvatemala. Innlent 6. júní 2021 21:34
Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands. Erlent 5. júní 2021 09:09
Ábyrgð á eftirliti með vottorðum færð yfir á flugfélög Flugfélög sem fljúga til Íslands verða frá og með næsta laugardegi að neita þeim um flutning til landsins sem geta ekki sýnt fram á fullgilt vottorð um bólusetningu fyrir Covid-19, fyrri sýkingu eða neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Innlent 3. júní 2021 14:26
Nadine fer til Play Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni hefur ráðið sig til flugfélagsins Play sem samskiptastjóri fyrirtækisins. Hún hættir störfum á fréttastofunni í sumar. Viðskipti innlent 3. júní 2021 10:02
Verkalýðshreyfingin óttast gullgrafaraæði innan ferðaþjónustunnar Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar er ekki sérlega spennt fyrir því að ferðaþjónustan fari aftur á fullt. Þau eru viss um að brotum á vinnumarkaði taki aftur að fjölga mjög á næstu mánuðum. Innlent 3. júní 2021 06:01
Innlit inn í nýja sýnatökugáminn á Keflavíkurflugvelli Nýr sýnatökugámur var tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn vonar að afkastageta aukist um helming en með auknum straumi ferðamanna sé þó spurning hvenær starfsemin sprengi utan af sér þessa nýju aðstöðu. Innlent 2. júní 2021 21:54
Sérfræðingar uggandi yfir andlegri heilsu flugáhafna Sérfræðingar segja hættu á því að flugfélög horfi ekki til andlegrar heilsu og velferðar flugmanna og annara áhafnameðlima nú þegar allt kapp er lagt á að koma vélum aftur í loftið. Erlent 2. júní 2021 13:18
Langþreyttir flugmenn Landhelgisgæslunnar Flugmenn Landhelgisgæslu Íslands hafa verið samningslausir í nærri eitt og hálft ár, eða frá árslokum 2019. Samninganefnd Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur gengið illa að fá fundi með samninganefnd ríkisins og er kjarasamningurinn nú kominn á borð ríkissáttasemjara. Skoðun 2. júní 2021 12:01
Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. Viðskipti innlent 2. júní 2021 11:30