Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Fylgst með lyfjaprófum á Jamaíka

Lyfjamál frjálsíþróttamanna frá Jamaíku eru nú undir smásjánni alþjóða lyfjaeftirlitsnefndinni. Hún er á leið til Jamaíka þar sem fylgst verður með því hvernig Jamaíka stendur að þessum málum.

Sport
Fréttamynd

Ekkert merkilegri með sig

Aníta Hinriksdóttir var valin sú efnilegasta í Evrópu og móðir hennar Bryndís Ernstsdóttir er stolt af stelpunnni sinni.

Sport
Fréttamynd

Aníta efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu

ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir, Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi kvenna, var í kvöld valin vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta í kvennaflokki, Rising Star, af Frjálsíþróttasambandi Evrópu. Hún er því að mati sérfræðinga og áhugamanna efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu.

Sport
Fréttamynd

Verður Aníta kosin vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta?

ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir, Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi kvenna, fær að vita það í kvöld hvort hún hafi verið kosin vonarstjarna Frjálsíþróttasambands Evrópu í kvennaflokki, Rising Star. Verðlaunin verða veitt í Tallinn í Eistlandi í kvöld á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Evrópu, EAA.

Sport
Fréttamynd

Sigurður fullkomnar þríeykið

Sigurður Haraldsson, formaður mannvirkjanefndar FRÍ, lauk í byrjun september námskeiði og prófi sem veitir honum alþjóðleg dómararéttindi í frjálsíþróttum.

Sport
Fréttamynd

Helen í 25. sæti í Berlínarmaraþoninu

Helen Ólafsdóttir úr ÍR náði næstbesta árangri íslenskra kvenna frá upphafi þegar hún kom í mark á 2:52,30 klukkustundum í Berlínarmaraþoninu á sunnudaginn. Hún hafnaði í 25. sæti í kvennaflokki.

Sport
Fréttamynd

Tóku við fyrstu miðunum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, tóku við fyrstu miðunum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í happdrætti frjálsíþróttahreyfingarinnar.

Sport
Fréttamynd

Usain Bolt íhugaði að hætta

Fótfráasti maður veraldar, Usain Bolt frá Jamaíka, íhugaði að leggja skóna á hilluna árið 2006. Síðan hefur hann unnið sex gullverðlaun á Ólympíuleikum og átta á heimsmeistaramótum.

Sport
Fréttamynd

Verður Aníta vonarstjarnan?

Á miðnætti var opnuð kosning á vegum evrópska frjálsíþróttasambandsins þar sem kosið er um besta frjálsíþróttafólkið á þessu ári.

Sport
Fréttamynd

Ben Johnson berst nú gegn ólöglegri lyfjanotkun

Kanadamaðurinn Ben Johnson breyttist úr hetju í skúrk á einu augabragði á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 þegar hann vann 100 metra hlaupið á nýju heimsmeti en féll síðan á lyfjaprófi nokkrum tímum síðar.

Sport
Fréttamynd

Velti fyrir sér að hætta í frjálsum

Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur hafið æfingar á ný eftir árs hlé. Íslandsmeistarinn í sjöþraut greindist með brjósklos í baki um áramótin en er nú meiðslalaus. Hún hlakkar til að mæta efnilegasta sjöþrautarhópi Íslandssögunnar en stillir væntingum í hóf.

Sport
Fréttamynd

ÍR bikarmeistari í frjálsum

ÍR-ingar sigruðu í 48. bikarkeppni FRÍ, bæði í karla- og kvennaflokki og þar að leiðandi í heildarstigakeppninni einnig. Þeir hlutu samtals 174,5 stig. FH varð í öðru sæti með 166 stig og lið Norðlendinga í því þriðja með 150 stig. HSK var með 120,5 stig og Breiðablik með 118 stig í 5. sæti.

Sport
Fréttamynd

Það erum jú við sem þurfum að keppa í þessu

Frjálsíþróttafólk er ekki alltof sátt við þá ákvörðun Frjálsíþróttasambands Íslands um að fresta bikarkeppni FRÍ um einn dag vegna slæmrar veðurspár. Frjálsíþróttafólk hefur tjáð óánægju sína inn á fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambandsins en ákvörðunin var tekin aðeins degi áður en keppnin átti að fara fram.

Sport
Fréttamynd

Bikarkeppni FRÍ frestað um einn dag

Vegna slæms veðurútlits hefur Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands, sem átti að hefjast kl. 18 á morgun föstudag, verið frestað til kl. 16 á laugardag.

Sport
Fréttamynd

Metþátttaka í 30. Reykjavíkurmaraþoninu

Metþátttaka er í 30. Reykjavíkurmaraþoninu en þegar skráningu lauk seint í gærkvöldi höfðu 14,139 skráð sig til keppni, 729 fleiri en í fyrra. Keppt er í 4 vegalengdum og er mettþáttaka í öllum flokkum.

Sport
Fréttamynd

Hafdís blómstraði í Belgíu

Hafdís Sigurðardóttir stóð sig vel á móti í Belgíu í gærkvöldi en hún stökk 6,25 metra í langstökki á Grand Prix-móti í Mouscron.

Sport
Fréttamynd

Gay var á sterum

Það hefur nú komið í ljós að efnið sem felli bandaríska spretthlauparann Tyson Gay á lyfjaprófi var ólöglegt steraefni. Gay féll á tveimur lyfjaprófum sem voru tekin á svipuðum tíma.

Sport
Fréttamynd

Aníta aðeins frá sínu besta

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR hafnaði í áttunda sæti í 800 metra hlaupi á Demantamóti í Stokkhólmi í kvöld. Aníta var nokkuð frá sínu besta en hún hljóp á 2:02,17 mínútum.

Sport
Fréttamynd

Of mikil fjárhagsleg áhætta

Evrópubikarkeppni landsliða í 3. deild í frjálsum íþróttum fer ekki fram hér á landi á næsta ári þrátt fyrir ósk Frjálsíþróttasambands Evrópu (EAA). Stjórn Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) segir fjárhagslega áhættu of mikla.

Sport
Fréttamynd

Þokkalega erfitt að fylgjast með af hliðarlínunni

Tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson hefur verið frá æfingum og keppni síðan í vetur vegna meiðsla á hásin. ÍR-ingurinn er að hefja uppbyggingartímabil sitt eftir langa hvíld og telur stöðuna vera nokkuð góða.

Sport