

Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.
Scream 4 er fínasta framhaldsmynd. Courteney Cox, David Arquette og allt gamla gengið fær ágætis pláss í myndinni en aðeins hefur verið yngt upp í leikhópnum.
Steve Sampling bregst ekki bogalistin á sinni fjórðu plötu. Steve fer nokkuð víða á The Optimist og sýnir á sér nýjar hliðar. Það eru hæggeng lög, en líka hraðari og dansvænni stykki inni á milli. Oft tekst Steve vel upp. Ég nefni sem dæmi titillagið The Optimist sem grúvar sérstakleg vel, Distorted Contact sem stigmagnast skemmtilega og Fuck Yeah!, en í því er nett Gusgus-stemning. Á heildina litið ágæt plata frá áhugaverðum listamanni.
Niðurstaða: Ágætur reyfari þar sem hröð atburðarás og hrollvekjandi lýsingar af hremmingum fórnarlambsins sjá til þess að spennan heldur dampi til enda.
Niðurstaða: Heildin er helst til áferðarfalleg og gæti verið áleitnari. Engu að síður vönduð og vel unnin sýning, áhorfandinn nýtur þess að rýna í smágerðar myndir og lesa ljóð.
Lágstemmd og óvenjuleg mynd um mann sem maður vill síður þekkja. Paul Giamatti heldur myndinni þó vel fyrir ofan meðalmennskuna.
Síðasta sýning Íslensku óperunnar í Gamla bíói olli vonbrigðum. Maður varð ekki var við listrænan metnað. Fjórir söngvarar fluttu aðallega aríur af topp tíu listanum, og allt meðspil var í höndunum á einum píanóleikara.
Heimurinn er á hraðleið til helvítis og hvað gera þá allir heilvita ökuþórar? Jú, þeir skella upp kappakstursbrautum á brennandi rústum siðmenningarinnar og keppa síðan sín á milli um hver sé tæpastur á geði. Þetta er í raun plottið í Motorstorm Apocalypse.
Enn ein gæðaplatan frá Megasi og Senuþjófunum. Kiddi og hinir þjófarnir vita greinilega alveg hvernig á að krydda og kokka Megasarlög til þess að þau komi vel út.
Það er ekki hægt að þræta fyrir það að í Bioware-flokknum eru snillingar þegar kemur að því að búa til góða RPG-tölvuleiki sem skarta spennandi sögu, endalausum möguleikum í spilun og heillandi heimi sem leikmenn geta gleymt sér í tímunum saman. Það þarf ekki að gera annað en að líta á titla á borð við Mass Effect og Dragon Age Origins til að sannfærast um að Bioware kann sitt fag.
The Strokes er mikilvægasta hljómsveit síðustu ára. Engin hljómsveit sem var stofnuð um eða eftir aldamót hefur haft jafn mikil áhrif á tónlistarheiminn og The Strokes hafði með fyrstu plötunni sinni, Is This it. The Strokes er líka mjög stöðug hljómsveit; gaf út þrjár plötur á árunum 2001 til 2006 – allar góðar – og nú er sú fjórða komin út.
Wu-Tang meðlimurinn Ghostface Killah brást ekki aðdáendum sínum á fínum tónleikum á Nasa á laugardagskvöldið.
Niðurstaða: Ágætis mynd með boðskap sem á fullt erindi í íslenskan samtíma.
Niðurstaða: Furðuleg froða sem hefði getað verið miklu betri. Núllstilling á heila áhorfandans gerir mögulega gæfumuninn.
Niðurstaða: Innantómt verk og alltof mikið lagt á tvo ágæta leikara að reyna að ljá því líf.
Niðurstaða: Fín frumsmíð frá efnilegri sveit með fyrirmyndirnar á hreinu.
Á heildina litið stóð hljómsveitin sig vel en tónleikarnir náður engu flugi vegna tæknilegra örðugleika.
Eftir svona bíóferð langar mig helst að setja upp snobbskeifuna og lýsa því yfir að hasarmyndir séu dauðar. Það væri þó ekki alveg sanngjarnt því að þrátt fyrir almennt minnkandi gæði þeirra má enn finna einstaka fagurt blóm innan um alla njólana. En garðurinn í heild sinni er í órækt og það er kominn tími til að kantskera og slá.
Allir synir mínir er fantagóð sýning á allan hátt! Leikritið er flutt í leikstjórn Stefáns Baldurssonar sem velur fremur hefðbundna nálgun með raunsæjum leik.
Hasarmyndir nútímans eru flestar í stjórnlausum og þreytandi rallígír. The Mechanic er gamall karl á Volvo með stóðið á eftir sér.
Tvær ókunnugar manneskjur eiga í stuttu ástarævintýri í erlendri stórborg og ákveða að stofna til nánari kynna eftir heimkomu til Íslands. En þolir sambandið þrúgandi sumarbústaðarferð til Þingvalla og í meira lagi afskiptasama fjölskyldu sem líst misvel á ráðahaginn?
Marvel vs. Capcom 3 er afbragðs slagsmálaleikur og nær frábærlega að höfða til jafnt teiknimyndasögu- sem tölvuleikjanörda.
Þótt platan sé vel heppnuð og það megi hafa gaman af henni þá hljómar hún samt of mikið eins og þetta séu stílæfingar,- eins og Groundfloor eigi enn eftir að finna sína fjöl tónlistarlega séð. Ég spái því að það komi á næstu plötu.
Killzone 3 er virkilega góður leikur og skyldueign fyrir þá sem vilja sjá hvernig næfurþunnri sögu leikjaseríunnar vindur áfram. Leikurinn er í raun adrenalínsprengja frá upphafi til enda og það er varla hægt að kvarta undan því.
Another Year er bráðfyndin mynd um dapurlegt fólk. Sérstaklega ljúf með rauðvíni.
Þrátt fyrir digurbarkalega yfirlýsingu í titlinum þá kemst The King of Limbs ekki með tærnar þar sem síðasta plata Radiohead, In Rainbows, hefur hælana.
Niðurstaða: Björt og melódísk raftónlistarplata.
Fín leikhúspoppplata úr verksmiðju Memfismafíunnar.
Þú munt hlæja, þú munt gráta, og á köflum muntu kúgast. 127 Hours er allra besta mynd síðasta árs.
Aðdáendur Coen-bræðra fá heilmikið fyrir sinn snúð. Andi Fargo og Blood Simple svífur yfir vötnum. Lebowski-sprellið bíður betri tíma.
Á heildina litið flott frumsmíð frá hljómsveit sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Fín innlifun frá Heavy Experience.