
Björgvin um sparkið í höfuð Péturs: Allir hoppa aðeins lengra og aldrei viljaverk
Björgvin Páll Gústavsson var flottur í marki Hauka í gærkvöldi þegar liðið fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu í Olís deild karla í handbolta með fimm marka útisigri á Stjörnunni. Björgvin var líka í aðalhlutverki í umdeildasta atviki leiksins.