Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Öruggir sigrar hjá Fram og ÍBV

Fram og ÍBV unnu örugga sigra í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Fram vann sjö marka sigur gegn nýliðum ÍR og ÍBV lagði Hauka með átta marka mun.

Handbolti
Fréttamynd

Fékk sparkið eftir að­eins tvo mánuði í starfi

Ian Marko Fog hefur verið rekinn úr starfi þjálfara danska meistara­liðsins GOG í hand­bolta eftir að­eins tvo mánuði og fimm leiki í starfi. Frá þessu er greint á vef danska ríkis­út­varpsins en Snorri Steinn Guð­jóns­son, nú­verandi lands­liðs­þjálfari Ís­lands var á sínum tíma orðaður við starfið.

Handbolti
Fréttamynd

Ný þjóðar­höll mun aldrei rísa árið 2025

Ljóst er að ný þjóðar­höll fyrir innan­hús­í­þróttir mun ekki rísa árið 2025 líkt og stefnt hafði verið að. Hægt hefur verið á verk­efninu og segist Gunnar Einars­son, for­maður fram­kvæmda­nefndar um þjóðar­höll, nú vonast til að þjóðar­höll verði risin í fyrsta lagi í árs­lok 2026.

Sport
Fréttamynd

Lúkas um vél­mennið hann föður sinn: „Veit ekki hvernig hann fer að þessu“

Lúkas Peters­son, mark­vörður ís­lenska u21 árs lands­liðsins í fót­bolta og þýska fé­lagsins Hof­fen­heim, er að upp­lifa sér­staka tíma í Þýska­landi núna. Hann býr nú þar einn eftir að fjöl­skylda hans fluttist bú­ferlum heim til Ís­lands þar sem að Alexander Peters­son, faðir Lúkasar spilar með hand­bolta­liði Vals.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við vorum slakir sóknar­lega“

Önnur um­ferð Olís-deildar karla fór af stað með stór­leik í Origo-höllinni þar sem Valur og FH áttust við í kvöld. Leikurinn endaði með eins marks sigri Vals­manna, 27-26. Sigur­steinn Arn­dal, þjálfari FH, telur að það séu þó nokkur at­riði sem megi bæta í leik sinna manna.

Handbolti
Fréttamynd

Elvar Örn magnaður í sigri á meisturunum

Elvar Örn Jónsson var markahæstur í liði Melsungen sem vann frábæran útisigur á meisturum Kiel í þýska handboltanum í dag. Þá var Ómar Ingi Magnússon markahæstur hjá Magdeburg sem vann sigur í sínum leik.

Handbolti
Fréttamynd

„Á að vera besti hornamaðurinn í deildinni“

Hákon Daði Styrmisson sá sæng sína uppreidda hjá Gummersbach eftir að liðið fékk nýjan vinstri hornamann í sumar. Hann er genginn í raðir Eintracht Hagen í þýsku B-deildinni þar sem hann kveðst fullviss um að hann muni standa sig vel.

Handbolti
Fréttamynd

Fram marði Gróttu

Fram vann Gróttu með eins marks mun, 26-25, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta fyrr í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Gott að ná að spila svona mikið“

Alexander Petersson spilaði rúman hálftíma og skoraði þrjú mörk þegar hann spilaði fyrsta deildarleik sinn fyrir Val. Alexander sagði að sigur Valsliðsins gegn Víkingi hefði getað verið stærri. 

Handbolti