„Ekki leika þennan leik“ Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2025 13:47 Óvænt hefur Kristinn Hrafnsson nú skorað á stelpurnar í íslenska landsliðinu í handbolta að spila ekki við ísraelska liðið. vísir/samsett Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið. Kristinn segir að honum sé illa við að rita þetta bréf en samviska hans leyfi honum ekki annað. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn.“ Kristinn rekur að þar sem almenn herskylda sé í Ísrael liggi fyrir að konurnar sem þær íslensku munu mæta hafi skartað herbúningi Ísraelshers og bera þar með ábyrgð á miskunnarlausum ódæðisverkum á Gaza. „Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim.“ Kristinn biður handboltakonurnar íslensku um að sleppa því að mæta í leikinn. Hann viti að þetta sé stór bón en þær eigi að líta á þetta sem tækifæri, möguleika á að senda kröftug skilboð til heimsins alls. „Þið fórnið ef til vill stórmóti en vinnið í staðinn titilinn að vera kyndilberar samvisku þjóðanna. Þið getið brotið ísinn í þessu óheyrilega meðvirknisástandi sem leyfir að ógeðsleg ódæðisverk séu framin án þess að nokkur hreyfi legg eða lið.“ Pistill Kristins er lengri en hann má lesa í meðfylgjandi tengli: Kristinn lýkur svo pistli sínum, hinu opna bréfi, á að skora á íslensku handboltakonurnar: „Samviska þjóðanna er núna að steyta á flæðiskeri vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Vegna skefjalausra drápa í fordæmalausu morðæði. Verið hinar heppnu og gangið af velli. Áfram þið! Áfram Ísland! Ekki leika þennan leik.“ Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Samfélagsmiðlar HSÍ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Kristinn segir að honum sé illa við að rita þetta bréf en samviska hans leyfi honum ekki annað. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn.“ Kristinn rekur að þar sem almenn herskylda sé í Ísrael liggi fyrir að konurnar sem þær íslensku munu mæta hafi skartað herbúningi Ísraelshers og bera þar með ábyrgð á miskunnarlausum ódæðisverkum á Gaza. „Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim.“ Kristinn biður handboltakonurnar íslensku um að sleppa því að mæta í leikinn. Hann viti að þetta sé stór bón en þær eigi að líta á þetta sem tækifæri, möguleika á að senda kröftug skilboð til heimsins alls. „Þið fórnið ef til vill stórmóti en vinnið í staðinn titilinn að vera kyndilberar samvisku þjóðanna. Þið getið brotið ísinn í þessu óheyrilega meðvirknisástandi sem leyfir að ógeðsleg ódæðisverk séu framin án þess að nokkur hreyfi legg eða lið.“ Pistill Kristins er lengri en hann má lesa í meðfylgjandi tengli: Kristinn lýkur svo pistli sínum, hinu opna bréfi, á að skora á íslensku handboltakonurnar: „Samviska þjóðanna er núna að steyta á flæðiskeri vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Vegna skefjalausra drápa í fordæmalausu morðæði. Verið hinar heppnu og gangið af velli. Áfram þið! Áfram Ísland! Ekki leika þennan leik.“
Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Samfélagsmiðlar HSÍ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira