Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 14:36 Perla Ruth Albertsdóttir verður ekki með Íslandi í komandi leikjum en greindi frá skilaboðunum í hlaðvarpsviðtali. Getty/Christina Pahnke Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn. Fjölmargur hefur gagnrýnt komandi leiki vegna framgangs Ísraela gagnvart Palestínumönnum undanfarna mánuði og ásakana um þjóðarmorð. Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn, segir Kristinn. „Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ segir Kristinn enn fremur. Leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum á Ásvöllum í samræmi við tilmæli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Áhættugreining lögregluembættisins segi til um að vísast sé að áhorfendum verði ekki hleypt á leikinn. Auglýsingum vegna leiksins hefur þá verið haldið í lágmarki, sem og aðgengi fjölmiðla að leikmönnum liðsins. Leikmönnum borist skilaboð á samfélagsmiðlum Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Selfoss og íslenska landsliðsins, átti að spila leikina tvo en dró sig úr hópi Íslands í vikunni þar sem hún er ólétt. Perla snerti á leikjunum og aðdraganda þeirra í samtali við Silju Úlfarsdóttur í hlaðvarpinu Klefinn. „Við leikmenn höfum lítið verið að spá í þessu. HSÍ er bara að sjá um þetta og við leikmenn erum að hugsa um að spila þessa leiki og komast á HM. Sigurvegarinn kemst á HM og það er það eina sem við erum að hugsa um,“ segir Perla Ruth. Perla greinir frá því að leikmönnum hafi borist ýmis skilaboð og merkingar á samfélagsmiðlinum Instagram. „Þetta er smá flókið út af þessu Ísraelsdæmi og það voru ákveðnir leikmenn í liðinu fengu skilaboð þegar það var dregið. Við vorum taggaðar í myndbönd á Instagram um að þessir leikmenn (íslenska landsliðsins) væru að styðja Ísrael því við ætluðum að spila þessa leiki. Við vorum taggaðar í ljót myndbönd af stríðsástandinu,“ „Við leikmenn erum bara að hugsa um leikinn, ætlum að mæta klárar, spila handbolta og koma Íslandi á HM,“ segir Perla Ruth enn fremur. Fyrri leikur liðanna fer fram í tómum Ásvöllum annað kvöld klukkan 19:30 og sá síðari í sömu höll sólarhring síðar. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Fjölmargur hefur gagnrýnt komandi leiki vegna framgangs Ísraela gagnvart Palestínumönnum undanfarna mánuði og ásakana um þjóðarmorð. Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn, segir Kristinn. „Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim,“ segir Kristinn enn fremur. Leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum á Ásvöllum í samræmi við tilmæli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Áhættugreining lögregluembættisins segi til um að vísast sé að áhorfendum verði ekki hleypt á leikinn. Auglýsingum vegna leiksins hefur þá verið haldið í lágmarki, sem og aðgengi fjölmiðla að leikmönnum liðsins. Leikmönnum borist skilaboð á samfélagsmiðlum Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Selfoss og íslenska landsliðsins, átti að spila leikina tvo en dró sig úr hópi Íslands í vikunni þar sem hún er ólétt. Perla snerti á leikjunum og aðdraganda þeirra í samtali við Silju Úlfarsdóttur í hlaðvarpinu Klefinn. „Við leikmenn höfum lítið verið að spá í þessu. HSÍ er bara að sjá um þetta og við leikmenn erum að hugsa um að spila þessa leiki og komast á HM. Sigurvegarinn kemst á HM og það er það eina sem við erum að hugsa um,“ segir Perla Ruth. Perla greinir frá því að leikmönnum hafi borist ýmis skilaboð og merkingar á samfélagsmiðlinum Instagram. „Þetta er smá flókið út af þessu Ísraelsdæmi og það voru ákveðnir leikmenn í liðinu fengu skilaboð þegar það var dregið. Við vorum taggaðar í myndbönd á Instagram um að þessir leikmenn (íslenska landsliðsins) væru að styðja Ísrael því við ætluðum að spila þessa leiki. Við vorum taggaðar í ljót myndbönd af stríðsástandinu,“ „Við leikmenn erum bara að hugsa um leikinn, ætlum að mæta klárar, spila handbolta og koma Íslandi á HM,“ segir Perla Ruth enn fremur. Fyrri leikur liðanna fer fram í tómum Ásvöllum annað kvöld klukkan 19:30 og sá síðari í sömu höll sólarhring síðar.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira