Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Seðlabankastjóri segir útlit fyrir að fasteignamarkaðurinn sé á leið í nokkuð jafnvægi. Ekki hefur verið slakað á lántökuskilyrðum en það kunni að verða tekið til skoðunar á árinu. Gjaldeyrisforði bankans sé vel í stakk búinn til að bregðast við ytri aðstæðum. Viðskipti innlent 24.9.2025 11:50
Styrkjum stöðu leigjenda Leigumarkaður fasteigna hér á landi er tiltölulega óþroskaður í samanburði við löndin í kringum okkur. Á undanförnum áratug hefur verkalýðshreyfingin staðið að uppbyggingu leiguíbúða þar sem húsnæði er byggt á hagkvæman hátt, án hagnaðarsjónarmiða. Skoðun 24.9.2025 08:00
Framlengja gistiheimildina fram á vor Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið að framlengja heimild hollvina til þess að gista í eignum félagsins í Grindavík. Gistiheimildin gildir nú til 31. mars 2026. Innlent 22.9.2025 14:29
Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Framsóknarflokkurinn lagði fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær um að reglur er varða fjölda bílastæða við nýbyggingar verði endurskoðaðar. Borgarfulltrúi sakar flokka sem hafa stýrt undanfarin ár um of stífar reglur hvað varði fjölda bílastæða. Innlent 17. september 2025 21:26
Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Langar fasteignakeðjur tefja fyrir fyrir viðskiptum á markaði og geta slitnað auðveldlega, enda eru dæmi um að sjö eða fleiri eignir séu á bak við eina sölu. Formaður Félags fasteignasala kallar eftir þjóðarátaki hjá kaupendum til að breyta markaðnum; selja fyrst, kaupa svo! Viðskipti innlent 16. september 2025 22:04
Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Samdráttur er hafinn í byggingariðnaði eftir fjögurra ára samfellt vaxtarskeið og við blasir mögulegur efnahagslegur vítahringur vegna sveiflna í greininni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á stöðu í byggingariðnaði sem byggir meðal annars á gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. Samtökin vænta þess að um sautján prósent samdráttur verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Viðskipti innlent 11. september 2025 08:11
Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sextíu þúsund fermetrar í eigu eða leigu ríkisins standa nú tómir. Rúmlega fjórðungur þeirra stendur auður vegna staðfestra tilvika af raka og myglu. Heildarverðmæti fermetranna eru tæplega ellefu milljarðar króna. Innlent 6. september 2025 15:25
Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Óprúttnir aðilar hafa gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Dýnur sem fundust í kjallara hússins og þvag á gólfinu bendi til þess að umræddir menn hafi haldið til í húsinu í óleyfi. Innlent 5. september 2025 12:43
Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Opnað hefur verið fyrir umsóknir að nýju 2500 fermetra húsnæði við Hlemm þar sem skapandi fólk býðst leiga á ódýrri aðstöðu. Óhagnaðardrifna sjálfseignarstofnunin Haus sér um rekstur rýmisins en Haraldur Þorleifsson er einn forsvarsmanna þess. Menning 5. september 2025 11:48
Útlit fyrir að vöxtur í íbúðalánum lífeyrissjóða verði vel yfir 100 milljarðar á árinu Með vaxandi ásókn heimilanna í verðtryggð húsnæðislán frá lífeyrissjóðunum, sem bjóða betri kjör en bankarnir nú um stundir, er útlit fyrir að útlánaaukningin á þessu ári muni nema samtals vel á annað hundrað milljarða. Það mun að óbreyttu takmarka svigrúm lífeyrissjóðanna til fjárfestinga í öðrum eignum. Innherjamolar 5. september 2025 11:13
Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Ryð, sót og veggjakrot, brotnar rúður og flögnuð málning. Þetta er meðal þess sem blasir við nú á lóðinni við Borgartún 34-36 sem snýr að Kringlumýrarbraut. Eldur kom upp í húsinu í sumar en það er í mikilli niðurníðslu og hefur ekki verið í notkun um hríð. Húsin á lóðinni sem byggð voru á árunum 1958 til 1978 fá senn að fjúka en á lóðinni eiga að rísa hundrað nýjar íbúðir. Innlent 5. september 2025 07:18
„Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla. Innlent 4. september 2025 23:41
„Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir mannskæðan bruna á Bræðraborgarstíg fyrir fimm árum enn liggja þungt á slökkviliðsmönnum. Sérstök ráðstefna fór fram á Grand hótel í morgun vegna þessara tímamóta þar sem fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðsins, Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar fóru yfir breytingar síðustu fimm ára. Innlent 4. september 2025 13:23
Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Ívar Halldórsson lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Ívar starfaði áður í rúm ellefu ár hjá Neytendasamtökunum, bæði sem lögfræðingur og stjórnandi ECC á Íslandi. Innlent 2. september 2025 10:13
„Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Verktaki segir Reykjavíkurborg verða að bregðast betur við slæmri stöðu á húsnæðismarkaði. Hann segir sig og kollega sína í verktakabransanum einnig geta litið í eigin barm. Viðskipti innlent 31. ágúst 2025 20:32
Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á greiðslumati til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þá stefnir hún á að einfalda regluverk í kringum íbúðauppbyggingu og skorar á verktaka að lækka verð á óseldum íbúðum. Innlent 30. ágúst 2025 19:18
Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu. Skoðun 28. ágúst 2025 08:02
Húsnæðisbæturnar sem hurfu Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) birtist áhugaverð samantekt á þróun húsnæðisbóta og leiguverðs. Þar kemur fram að hlutfall húsnæðisbóta af leiguverði er nú orðið hér um bil það sama og í júlí 2023, þrátt fyrir að húsnæðisbætur hafi verið hækkaðar um 25% í júní 2024. Með öðrum orðum þá bætti bótahækkunin hag leigjenda aðeins til skamms tíma og hafa áhrifin gengið til baka á einu ári vegna leiguverðshækkana í kjölfarið. Skoðun 28. ágúst 2025 07:32
Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Víða um land hefur verið ráðist að grunnkerfum sveitarfélaga undir möntrunni: „Við höfum ekki efni á þessu lengur.“ Hvort sem það eru heilsugæslur, skurðstofur, fæðingardeildir, skólastarf, sundlaugar eða nú síðast félagsheimilin, þá er stefnan alltaf sú sama. Þau hús sem gera samfélagið lifandi og gerir fólki kleift að lifa þar með reisn skulu fjúka í nafni „sparnaðar“ og „hagkvæmni.” Skoðun 25. ágúst 2025 21:02
Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem felur í sér að frítekjumörk húsnæðisbóta hækka frá og með 1. september næstkomandi. Hækkunin er gerð vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi sama dag. Innlent 25. ágúst 2025 16:30
Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Það eiga að vera sjálfsögð réttindi ungs fólks á Íslandi að geta komið sér þaki yfir höfuðið. Það eru liðin fjögur ár síðan þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Skoðun 25. ágúst 2025 07:01
Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Öryrkjabandalagið og aðrir sem áhuga hafa á aðgengismálum hreyfihamlaðra hafa undanfarna daga lýst áhyggjum af stefnu borgaryfirvalda í málaflokknum. Fyrir helgi barst borgarfulltrúum ályktun málefnahóps ÖBÍ þar sem bent var á að drög að skipulagi bílahúsa uppfylli „ekki lágmarkskröfur um aðgengi og virðast ítrekað ganga gegn réttindum fatlaðs fólks samkvæmt landslögum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands“. Skoðun 24. ágúst 2025 22:00
Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra. Innlent 23. ágúst 2025 21:26
Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina meðvitaða um ábyrgð sína í efnahagsmálum en spáð er aukinni verðbólgu næstu mánuði. Unnið sé í aðgerðapakka í húsnæðismálum og að áherslur ríkisstjórnarinnar muni sjást í haust. Innlent 22. ágúst 2025 20:27