„Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir mannskæðan bruna á Bræðraborgarstíg fyrir fimm árum enn liggja þungt á slökkviliðsmönnum. Sérstök ráðstefna fór fram á Grand hótel í morgun vegna þessara tímamóta þar sem fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðsins, Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar fóru yfir breytingar síðustu fimm ára. Innlent 4.9.2025 13:23
Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Ívar Halldórsson lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Ívar starfaði áður í rúm ellefu ár hjá Neytendasamtökunum, bæði sem lögfræðingur og stjórnandi ECC á Íslandi. Innlent 2.9.2025 10:13
„Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Verktaki segir Reykjavíkurborg verða að bregðast betur við slæmri stöðu á húsnæðismarkaði. Hann segir sig og kollega sína í verktakabransanum einnig geta litið í eigin barm. Viðskipti innlent 31.8.2025 20:32
Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Öryrkjabandalagið og aðrir sem áhuga hafa á aðgengismálum hreyfihamlaðra hafa undanfarna daga lýst áhyggjum af stefnu borgaryfirvalda í málaflokknum. Fyrir helgi barst borgarfulltrúum ályktun málefnahóps ÖBÍ þar sem bent var á að drög að skipulagi bílahúsa uppfylli „ekki lágmarkskröfur um aðgengi og virðast ítrekað ganga gegn réttindum fatlaðs fólks samkvæmt landslögum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands“. Skoðun 24. ágúst 2025 22:00
Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra. Innlent 23. ágúst 2025 21:26
Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina meðvitaða um ábyrgð sína í efnahagsmálum en spáð er aukinni verðbólgu næstu mánuði. Unnið sé í aðgerðapakka í húsnæðismálum og að áherslur ríkisstjórnarinnar muni sjást í haust. Innlent 22. ágúst 2025 20:27
„Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Í haust opnar BM Vallá nýja steypustöð í Reykjanesbæ. Um er að ræða steypustöð sem er hönnuð með áherslu á gæði, skilvirkni og háþróaða framleiðslutækni. Með opnun steypustöðvarinnar styrkir fyrirtækið þjónustu sína á Suðurnesjum og styður við framkvæmda- og atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Samhliða innleiðir BM Vallá nýjar lausnir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og stuðla að betri nýtingu hráefna. Samstarf 22. ágúst 2025 11:57
„Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Formaður Eflingar segir ekki fræðilegan möguleika fyrir félagsfólk Eflingar að komast inn á húsnæðismarkaðinn og ömurlegt sé að hærra leiguverð éti upp hækkun húsnæðisbóta. Hún segir takmörkun á skammtímaleigu vera þá aðgerð sem slá muni hraðast á misræmi framboðs og eftirspurnar eftir húsnæði. Innlent 21. ágúst 2025 19:00
„Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Framboð húsnæðis á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa segir fjármálaráðherra. Hann segir húsnæðismál ríkisstjórnar, sem náðu ekki fram á vorþingi, verða í forgangi í haust. Viðskipti innlent 21. ágúst 2025 13:31
Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Leiguverðshækkanir hafa leitt til þess að hlutfall húsnæðisbóta af leigu er komið ansi nálægt því sem það var áður en grunnfjárhæðir húsnæðisbóta voru hækkaðar um fjórðung í fyrra. Innlent 21. ágúst 2025 08:37
Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Rúmlega einn af hverjum átta kaupsamningum sem gerðir voru í júní voru um íbúð í nýbyggingu. Þinglýstir kaupsamningar voru 991, þar af 132 um nýjar íbúðir. Innlent 21. ágúst 2025 07:07
Hver eru rökin fyrir því að lækka vexti um 25 punkta, þvert á spár greinenda? Greinendur reikna fastlega með því að vöxtum verði haldið óbreyttum þegar peningastefnunefnd kynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn enda ekki útlit fyrir að verðbólgan lækki á næstunni. Þótt spennan sé lítil með sjálfa vaxtaákvörðunina verður áhugaverðara að heyra tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar og þá hafa hagfræðingar Arion banka jafnframt týnt til helstu rök fyrir því að halda áfram með vaxtalækkunarferlið. Innherjamolar 18. ágúst 2025 10:13
„Það bjó enginn í húsinu“ Enginn býr í hesthúsinu sem brann í Hafnarfirði um helgina að sögn hestamanns sem leigir húsið undir hrossin sín. Dæmi hafi þó komið upp um að fólk dvelji í hesthúsum á svæðinu. Hestarnir hans voru blessunarlega ekki inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en hann er miður sín yfir tjóninu enda hafi margir munir „fuðrað upp“ í brunanum. Innlent 17. ágúst 2025 16:37
„Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Hús í Laugarneshverfi hafa orðið fyrir skemmdum vegna sprenginga í tengslum við framkvæmdir við Grand Hótel. Óljóst er hver ber ábyrgðina og svör frá Reykjavíkurborg og tryggingafélögum hafa verið óljós. Innlent 15. ágúst 2025 20:55
Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Páll Pálsson fasteignasali segir að mjög margt bendi til þess að eftir nokkur ár verði mikill fasteignaskortur á Íslandi. Umtalsverður samdráttur sé væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu, og mikill undirliggjandi þrýstingur sé á markaðnum frá ungu fólki sem bíður hagstæðari lánakjara. Viðskipti innlent 9. ágúst 2025 13:47
Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Umtalsverður samdráttur er væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu. Verktakar kvarta yfir háum fjármagnskostnaði og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir vítahring hafa myndast. Innlent 9. ágúst 2025 00:22
Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Dæmi eru um að fólk í greiðsluerfiðleikum geti ekki lækkað afborganir af lánum þar sem það kemst ekki í gegnum greiðslumat. Formaður Neytendasamtakanna segir málið galið og vill breytingar. Neytendur 29. júlí 2025 21:29
Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert hægt að gera í málum tveggja manna, sem hafa ítrekað verið teknir fyrir húsbrot, nema hlutaðeigandi eigendur kæri þá. Fólk haldi oft að ekki þurfi að aðhafast frekar en að hringja á lögreglu og kæri því ekki. Innlent 28. júlí 2025 13:11
Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tókust á um þéttingu byggðar og húsnæðismál borgarinnar. Meðal þess sem kom upp voru heimsborgir á við Kaupmannahöfn en fyrrum borgarstjórinn hvatti Píratann til að flytja þangað. Innlent 25. júlí 2025 11:53
Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. Innlent 23. júlí 2025 19:30
„Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. Innlent 23. júlí 2025 13:23
56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Alls segjast 56 prósent landsmanna vera neikvæð gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt könnun Prósents dagana 1. til 21. júlí. Innlent 23. júlí 2025 08:32
Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Meirihluti bæjarráðs Kópavogs samþykkti í síðustu viku, með þremur atkvæðum gegn tveimur, að fallast á endurupptöku ákvörðunar bæjarstjórnar frá því í fyrra, þegar hún hafnaði því að auglýsa tillögu um breytt skipulag lóðanna Nónsmára 11-17 og Nónsmára 1-9. Innlent 22. júlí 2025 07:45
„Þær eru bara of dýrar“ Fasteignasali segir gjá hafa myndast milli verðs á nýbyggingum og eldri fasteignum sem verður til þess að nýjar íbúðir seljist í mun minna magni. Áttatíu prósent einstaklinga komast ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. Neytendur 21. júlí 2025 13:10
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent