Óskað eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar Undirskriftasöfnun er farin af stað þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld gefi hinum hvítrússnesku Alinu Kolyuzhnaya og Dariu Novitskaya leyfi til að dvelja áfram á Íslandi. Innlent 8. maí 2022 15:36
Óvæntir tónleikar með Bono og The Edge í Kænugarði Írska rokkstjörnurnar Bono og The Edge úr hljómsveitinni U2 gerðu sér lítið fyrir og tróðu upp í neðanjarðarlestarstöð í Kænugarði í dag. Tónlist 8. maí 2022 14:44
77 ár liðin frá endalokum Þriðja ríkisins Þann 8. maí árið 1945 skrifaði Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undir uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja og batt þannig lok á þátttöku Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni. Erlent 8. maí 2022 10:26
Vaktin: Flugskeyti Rússa hafi lagt kirkjugarð í rúst Serhiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir að um 60 manns gætu hafa látist í sprengjuárás sem var gerð á skóla í þorpinu Bilohorivka. Erlent 8. maí 2022 07:39
„Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússlands verður útrýmt“ „Ég er sannfærður um að fyrr eða síðar mun það renna upp fyrir leiðtogum Vesturlanda að án raunverulegrar samvinnu og virðingu fyrir rússneskum hagsmunum getur heimurinn ekki haldið áfram að vera eins og hann er í dag.“ Erlent 7. maí 2022 20:19
Gengur ekki að útgangspunkturinn verði að Rússum líði vel Forseti Íslands segir að útgangspunktur í friðarviðræðum um Úkraínu geti ekki verið sá að láta valdhöfum í Moskvu líða vel. Rússar studdu fyrstu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um stríðið, sem gefin var út í gær. Innlent 7. maí 2022 12:01
Vaktin: Yfirmaður CIA segir ekki mega vanmeta hættuna á notkun kjarnorkuvopna Í nótt tilkynntu ítölsk stjórnvöld að snekkja hafi verið gerð upptæk þar í landi. Snekkjan er með tengsl við rússneska ríkið og talið er að eigandi hennar sé Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Erlent 7. maí 2022 07:32
Guðni hrifnari af tungumálatilburðum Selenskí en sínum eigin Volodimir Selenski Úkraínuforseti segir Íslendinga berjast við eldgos og jarðskjálfta, en Úkraínumenn við ógn innrásarhers. Hann hvatti íslenska alþingismenn í dag til að auka þrýsting á Rússland og halda áfram mannúðaraðstoðinni. Innlent 6. maí 2022 19:10
Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ Innlent 6. maí 2022 14:43
Sögulegt ávarp Selenskís á Alþingi Það var söguleg stund á Alþingi á eftir þegar Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu ávarpaði Alþingi og íslensku þjóðina. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp á Alþingi. Innlent 6. maí 2022 13:30
Sögulegt ávarp í þingsal Úkraínuforseti ávarpar Alþingi í dag í gegnum fjarfundarbúnað í sérstakri athöfn. Þetta er í fyrsta skipti sem slík athöfn fer fram í þingsal. Forseti Alþingis segir um sögulegan viðburð að ræða. Innlent 6. maí 2022 12:01
Vaktin: Gagnárásir Úkraínumanna við Kharkiv verða sífellt umfangsmeiri Evrópusambandið hyggst bæta Alina Kabaevu, fyrrverandi fimleikastjörnu, á lista yfir þá einstaklinga sem sæta refsiaðgerðum en hún er sögð vera kærasta Vladimir Pútíns Rússlandsforseta. Erlent 6. maí 2022 06:31
Afstaða Abramovich ekki breyst | Vill ekki fá lánið borgað til baka Roman Abramovich, eigandi Chelsea, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann vilji fá það fjármagn sem hann hafi „lánað“ Chelsea á meðan hann var eigandi félagsins til baka þegar salan á félaginu gengur í gegn. Enski boltinn 5. maí 2022 20:45
Úkraínuforseti segir að Rússum verði refsað fyrir dómstólum og á vígvellinum Rússar hafa haldið uppi sprengjuárásum á Azov stáliðjuverið í þrjá sólarhringa samfleytt og komið í veg fyrir að fleiri óbreyttir borgarar komist þaðan. Úkraínuforseti segir Rússa verða látna svara fyrir glæpi sína fyrir dómstólum og á vígvellinum en hann ávarpar Alþingi Íslendinga á morgun. Erlent 5. maí 2022 20:31
Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. Innlent 5. maí 2022 20:01
Selenskí ávarpar íslensku þjóðina á morgun Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina á morgun klukkan 14 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í streymi á Vísi og sömuleiðis á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Innlent 5. maí 2022 14:06
Olíufyrirtæki skila methagnaði í skugga verðhækkana Alþjóðlegir orkurisar hafa stórgrætt á umfangsmiklum hækkunum á mörkuðum fyrir gas og olíu að undanförnu og skiluðu mörg hver methagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Viðskipti erlent 5. maí 2022 11:40
Vaktin: Sökktu Moskvu með hjálp Bandaríkjanna Úkraínuher hefur tekist að fella fjölda rússneskra herforingja með því að nýta upplýsingar frá öryggisyfirvöldum í Bandaríkjunum. Upplýsingarnar hafa meðal annars snúið að staðsetningu færanlegra höfuðstöðva Rússa í Úkraínu. Erlent 5. maí 2022 06:36
Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. Innlent 4. maí 2022 19:32
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. Innlent 4. maí 2022 12:28
Vaktin: Gera enn árásir á lestarkerfi Úkraínu Hvítrússar hófu skyndilega umfangsmiklar hernaðaræfingar í morgun sem þeir segja ætlað að prófa viðbúnað heraflans. Varnarmálaráðuneytið segir nágrannaríkjunum ekki stafa hætt af æfingunum né Evrópu yfirhöfuð. Erlent 4. maí 2022 07:05
Lýsa helvíti á jörð í Mariupol Óbreyttir borgarar sem komust frá Mariupol um helgina lýsa aðstæðum þar sem algeru helvíti. Rússar hafa byrjað árásir á stáliðjuver borgarinnar á ný. Forsætisráðherra Bretlands sagðist sannfærður um sigur Úkraínu í stríðinu við Rússa þegar hann ávarpaði þing landsins í dag. Erlent 3. maí 2022 19:20
Vaktin: Sagði Úkraínumenn gera Rússa að fíflum Frans páfi segist ekki hafa í hyggju að heimsækja Kænugarð en hann sé viljugur til að hitta Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta sagði hann í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera, þar sem hann líkti átökunum í Úkraínu við þjóðarmorðið í Rúanda. Erlent 3. maí 2022 07:26
Heimurinn farinn að átta sig á að bregðast þurfi við: „Þetta gengur lengra en tvíhliða stríð og smáar skærur“ Sendiherra Georgíu gagnvart Íslandi segir mikilvægt að Georgía fái aðild að Atlantshafsbandalaginu, ekki síst í ljósi ástandsins í Úkraínu. Georgíumenn finni til með Úkraínumönnum á hátt sem aðeins þeir sem hafa lent í innrásarhernum geta gert. Ljóst sé að fleiri lönd séu í hættu takist ekki að stöðva Rússa. Erlent 2. maí 2022 20:01
Sendifulltrúi Rauða krossins kominn til Lviv í Úkraínu Orri Gunnarsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og verkfræðingur verður að störfum í Lviv í Úkraínu næstu tvo mánuði sem samræmingaraðili við gerð skýla fyrir fólk á vergangi innan Úkraínu. Heimsmarkmiðin 2. maí 2022 11:19
Náðir þú að pakka? Neyðarsöfnun UN Women fyrir konur og stúlkur á flótta „Við megum ekki sofna á verðinum gagnvart því sem er að eiga sér stað í heiminum í þessum töluðu orðum. Raunveruleikinn er sá sem hann er þó þol okkar gagnvart fréttum af stríðinu dvíni og því gríðarlega mikilvægt að tryggja að hjálparsamtök hafi áfram bolmagn til að veita lífsbjargandi aðstoð,“ segir María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women á Íslandi en samtökin hafa hrundið af stað neyðarstöfnuninni „Náðir þú að pakka?“ Samstarf 2. maí 2022 09:46
Vaktin: Rússar sóttu ekkert fram í dag Um hundrað almennum borgurum var bjargað frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól í gær. „Tveir mánuðir af myrkri. Þegar við vorum komin í rútuna sagði ég við eiginmann minn: „Vasya, þurfum við ekki lengur að nota vasaljós til að fara á klósettið?“ segir ein þeirra sem var bjargað. Erlent 2. maí 2022 06:51
Styrkja tengslin við Ísland og ræða aðild að NATO í ljósi stríðsins Georgísk sendinefnd er nú stödd á hér á landi til að styrkja tengslin milli landanna og ræða aðild Georgíu að Atlantshafsbandalaginu. Formaður utanríkismálanefndar þingsins þar í landi segir það mikilvægt, ekki síst í ljósi stöðunnar í Úkraínu. Innlent 1. maí 2022 23:01
Flóðið í Demydiv sem bjargaði Kænugarði Bænum Demydiv í Úkraínu var fórnað til að stöðva för rússneskra skriðdreka. Samt sem áður eru íbúar bæjarins ánægðir og segjast hafa bjargað Kænugarði. Erlent 1. maí 2022 16:19
„Hvernig ætlar Öryggisráðið að refsa Rússum þegar Rússarnir sjálfir hafa neitunarvald?“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að það skorti pólitíska forystu innan alþjóðasamtaka heimsins. Hún segir að efnahagsþvinganir gegn Rússum þurfi að vera harðari. Innlent 1. maí 2022 12:04