Innrás er orð síðasta árs hjá Árnastofnun Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 19:12 Innrás Rússa í Úkraínu virðist hafa litað málnotkun Íslendinga á árinu sem leið. AP Innrás er orð ársins 2022 hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Lesendur Rúv völdu þriðju vaktina hins vegar orð ársins. Tilkynnt var um orð ársins þegar menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins voru afhent í dag. Orð ársins 2022 eru tvö, annars vegar innrás og hins vegar þriðja vaktin, að því er segir í fréttatilkynningu. Orðið innrás var valið af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með því að bera saman tíðni orða nýliðins árs og áranna á undan í Risamálheildinni. Með því var unnt að kalla fram lista yfir ný orð eða orð sem komu mun oftar fyrir á liðnu ári en árin á undan. „Orðið innrás náði mestu flugi árið 2022 og er um leið lýsandi fyrir samtímann og umræðuna, sem hefur verið lituð af hernaði Rússa í Úkraínu undanfarið ár,“ segir í tilkynningu. Þriðja vaktin hlaut náð lesenda Í tilkynningu segir að orðið, eða orðin, þriðja vaktin hafi hlotið afgerandi kosningu lesenda ruv.is. Leitað hafi verið til almennings um tillögur og um 240 orð borist. Kosningin hafi staðið um fimmtán orð úr þeim tillögum. „Þriðja vaktin er auðvitað ekki eitt orð heldur eitt hugtak. Það stendur fyrir þá hugrænu byrði í fjölskyldu- og heimilishaldi sem lendir aðallega á öðrum makanum. Í gagnkynja samböndum lendir hún oft frekar á konum en körlum,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þriðja vaktin hafi hlotið þriðjung atkvæða í kosningunni með tvöfalt fleiri atkvæði en sögnin rampa sem hafi verið í öðru sæti, tenetásur hafi verið í þriðja sæti. Meðal annarra orða sem stungið var upp á voru armslengd, mathöll, húðrútína og tilboðskvíði. Aðalsteinn Ásberg hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir meðal annars: „Aðalsteinn Ásberg hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir verk sín, m.a. í tvígang viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Íslands, í tvígang hefur hann hlotið verðlaun fyrir barnabækur sínar á vegum Íslandsdeildar IBBY-verðlaunanna auk fjölda annarra verðlauna sem of langt mál væri að telja upp hér en þó má nefna að á síðasta ári var Aðalsteinn Ásberg tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna. Einnig má nefna að Aðalsteinn var um tíma framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda og enginn hefur gegnt lengur formennsku í Rithöfundasambandi Íslands en Aðalsteinn var formaður í átta ár.“ Þá hlaut Vintage Caravan Krókinn 2022 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu sem leið. „Á síðasta ári lék hljómsveitin á 70 tónleikum í 21 landi, heiðruðu plötuna Lifun með Trúbroti á stórkostlegum tónleikum í Hörpu og hlutu þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna svo eitthvað sé nefnt. Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves í haust og það er óhætt að fullyrða að bandið sé í góðu formi,“ segir í tilkynningu. Íslensk fræði Íslensk tunga Ríkisútvarpið Fréttir ársins 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Tilkynnt var um orð ársins þegar menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins voru afhent í dag. Orð ársins 2022 eru tvö, annars vegar innrás og hins vegar þriðja vaktin, að því er segir í fréttatilkynningu. Orðið innrás var valið af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með því að bera saman tíðni orða nýliðins árs og áranna á undan í Risamálheildinni. Með því var unnt að kalla fram lista yfir ný orð eða orð sem komu mun oftar fyrir á liðnu ári en árin á undan. „Orðið innrás náði mestu flugi árið 2022 og er um leið lýsandi fyrir samtímann og umræðuna, sem hefur verið lituð af hernaði Rússa í Úkraínu undanfarið ár,“ segir í tilkynningu. Þriðja vaktin hlaut náð lesenda Í tilkynningu segir að orðið, eða orðin, þriðja vaktin hafi hlotið afgerandi kosningu lesenda ruv.is. Leitað hafi verið til almennings um tillögur og um 240 orð borist. Kosningin hafi staðið um fimmtán orð úr þeim tillögum. „Þriðja vaktin er auðvitað ekki eitt orð heldur eitt hugtak. Það stendur fyrir þá hugrænu byrði í fjölskyldu- og heimilishaldi sem lendir aðallega á öðrum makanum. Í gagnkynja samböndum lendir hún oft frekar á konum en körlum,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þriðja vaktin hafi hlotið þriðjung atkvæða í kosningunni með tvöfalt fleiri atkvæði en sögnin rampa sem hafi verið í öðru sæti, tenetásur hafi verið í þriðja sæti. Meðal annarra orða sem stungið var upp á voru armslengd, mathöll, húðrútína og tilboðskvíði. Aðalsteinn Ásberg hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir meðal annars: „Aðalsteinn Ásberg hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir verk sín, m.a. í tvígang viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Íslands, í tvígang hefur hann hlotið verðlaun fyrir barnabækur sínar á vegum Íslandsdeildar IBBY-verðlaunanna auk fjölda annarra verðlauna sem of langt mál væri að telja upp hér en þó má nefna að á síðasta ári var Aðalsteinn Ásberg tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna. Einnig má nefna að Aðalsteinn var um tíma framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda og enginn hefur gegnt lengur formennsku í Rithöfundasambandi Íslands en Aðalsteinn var formaður í átta ár.“ Þá hlaut Vintage Caravan Krókinn 2022 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu sem leið. „Á síðasta ári lék hljómsveitin á 70 tónleikum í 21 landi, heiðruðu plötuna Lifun með Trúbroti á stórkostlegum tónleikum í Hörpu og hlutu þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna svo eitthvað sé nefnt. Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves í haust og það er óhætt að fullyrða að bandið sé í góðu formi,“ segir í tilkynningu.
Íslensk fræði Íslensk tunga Ríkisútvarpið Fréttir ársins 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira