Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 0-1 | Þróttarar enn án sigurs Þróttur tók á móti Víkingi í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna á Avis-vellinum í Laugardal í kvöld. Nýliðarnir úr Fossvogi tóku stigin þrjú í kvöld með 1-0 sigri og leita Þróttarar enn að fyrsta sigrinum í deildinni. Íslenski boltinn 15. maí 2024 17:15
Illa orðað samningsákvæði varð KA að falli Óvandvirkni við samningagerð virðist hafa reynst KA dýrkeypt í dómsmáli liðsins og Arnars Grétarssonar, fyrrum þjálfara liðsins, ef rýnt er í dóm Héraðsdóms. KA var í gær dæmt til að greiða Arnari tæpar níu milljónir í vangoldin laun vegna samningsákvæðis sem sneri að bónusgreiðslum. Íslenski boltinn 15. maí 2024 11:05
Albert gáttaður á Lárusi Orra: „Hvað meinarðu? Hvað er í gangi hérna?“ Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason eru ekki alltaf sammála og voru það svo sannarlega ekki þegar þeir fjölluðu um leik Víkings og FH í Bestu deild karla í Stúkunni á mánudaginn. Íslenski boltinn 15. maí 2024 10:01
„Þegar við skorum að þá er gaman“ „Ég er ægilega ánægður, mér fannst liðið bara flott í þessum leik á móti erfiðu liði,“ sagði Jóhann Kristinn þjálfari Þór/KA eftir 4-0 sigur á Keflavík á Akureyri í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 14. maí 2024 21:30
„Þetta var eins og handboltaleikur“ FH tapaði í kvöld gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ. Eftir ótrúlegar upphafsmínútur þar sem staðan var 4-1 eftir korter fyrir heimakonum þá bitu Hafnfirðingar frá sér í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn niður í eitt mark. Lokatölur 4-3. Íslenski boltinn 14. maí 2024 21:15
„Fórum af bensíngjöfinni í staðin fyrir að gefa í” Valur lagði Tindastól með þremur mörkum gegn einu þegar þessi lið mættust í 5.umferð Bestu deild kvenna í dag. Fanndís Friðriksdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö af mörkum Íslandsmeistaranna sem lentu nokkuð óvænt undir. Íslenski boltinn 14. maí 2024 20:10
Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - FH 4-3 | Markasúpa í Garðabænum Stjarnan fékk FH í heimsókn á Samsungvöllinn í kvöld, í 5. umferð Bestu deildar kvenna. Boðið var upp á markasúpu en fyrstu fimm mörk leiksins komu á fyrsta korterinu. Lauk leiknum með sigri heimakvenna 4-3. Íslenski boltinn 14. maí 2024 19:55
Uppgjör og viðtöl: Þór/KA - Keflavík 4-0 | Heimakonur ekki í vandræðum Þór/KA vann góðan 4-0 heimasigur á Keflavík í 5. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Akureyri í dag. Fyrir leikinn var Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar með níu stig en gestirnir í botnsætinu án stiga. Íslenski boltinn 14. maí 2024 19:55
Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 3-1 | Meistararnir lentu undir en komu til baka Tindastóll hafði unnið tvo leiki í röð í Bestu deild kvenna þegar liðið mætti Val, ríkjandi Íslandsmeisturum, á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komust yfir en meistararnir svöruðu með þremur mörkum og hafa nú unnið alla fimm leiki sína til þessa í deildinni. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 14. maí 2024 19:25
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. Innlent 14. maí 2024 18:30
KA dæmt til að greiða Arnari tæpar ellefu milljónir Knattspyrnufélag Akureyrar þarf að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi þjálfara meistaraflokks karla, ellefu milljónir króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra sem kveðinn var upp í dag. Íslenski boltinn 14. maí 2024 15:06
Heiðruðu mömmur leikmanna á sérstakan hátt HK heiðraði mæður leikmanna sinna í gær þegar byrjunarliðið var tilkynnt á miðlum félagsins fyrir leik Kópavogsliðsins í Lengjudeildinni. Íslenski boltinn 14. maí 2024 14:00
„Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. Íslenski boltinn 14. maí 2024 10:30
„Búinn að vera tilfinningarússibani“ Fótboltamaðurinn Jón Guðni Fjóluson hefur sigrast á miklu mótlæti síðustu misseri og náði í gær að komast aftur á völlinn eftir langt hlé. Íslenski boltinn 14. maí 2024 08:00
„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. Íslenski boltinn 14. maí 2024 07:32
Sjáðu rauðu spjöld KR-inga, mark beint úr horni og öll hin mörkin í gær Víkingur, Breiðablik og HK fögnuðu öll sigri í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar þrír síðustu leikirnir fóru fram í sjöttu umferðinni. Nú má sjá mörkin úr þessum leikjum hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 13. maí 2024 09:00
„Það er eitt að vera góður og annað að fá eitthvað fyrir það“ Víkingur batt enda á sigurgöngu FH með 2-0 sigri í toppslag deildarinnar í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði margt jákvætt hægt að taka úr leiknum en var óánægður með hvernig hans lið brást við þegar Víkingur missti mann af velli. Íslenski boltinn 12. maí 2024 22:01
Uppgjörið og viðtöl: Víkingur R. - FH 2-0 | FH fatast flugið en Víkingur aftur á beinu brautinni Víkingur vann 2-0 gegn FH í toppslag Bestu deildar karla. Liðin voru jöfn að stigum í efsta sæti deildarinnar fyrir leik en Víkingur vermir nú toppsætið þegar sex umferðir hafa verið spilaðar. Íslenski boltinn 12. maí 2024 21:00
Uppgjör: Fylkir - Breiðablik 0-3 | Öruggur sigur Blika á lánlausum Fylkismönnum Breiðablik gerði góða ferð í Árbæinn í kvöld þar sem Fylkismenn tóku á móti þeim í Bestu deildinni. Fyrirfram hefði mátt búast við áhugaverðri viðureign þar sem bæði lið þurftu sigur eftir tap í síðustu umferð. Íslenski boltinn 12. maí 2024 18:30
Uppgjör: KR-HK 1-2 | Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. Íslenski boltinn 12. maí 2024 16:15
Meiðslavandræði Vestra virðast engan enda ætla að taka Nýliðar Vestra í Bestu deildinni hafa heldur betur fengið vænan skammt af meiðslavandræðum í upphafi frumraunar sinnar í Bestu deildinni. Félagið greindi frá því í morgun að miðjumaðurinn Fatai Gbadamosi sé rifbeinsbrotinn og verður hann frá í tólf vikur. Íslenski boltinn 12. maí 2024 12:01
Patrick til bjargar eftir klúður Gylfa og klaufamörk á Akranesi Viktor Jónsson og Patrick Pedersen eru tveir markahæstu leikmenn Bestu deildar karla í fótbolta og þeir voru báðir á skotskónum í gær þegar tveir leikir fóru fram í sjöttu umferð. Mörkin má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 12. maí 2024 09:59
Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök. Íslenski boltinn 11. maí 2024 16:15
Uppgjörið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna. Íslenski boltinn 11. maí 2024 15:57
Sjáðu frábært spil skila tveimur mörkum í Garðabæ Mörkin tvö í Garðabæ í gær, þegar Stjarnan og Fram gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sjöttu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta, voru ekki sérstaklega ólík. Mörkin má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 11. maí 2024 09:42
„Við erum helvíti seigir“ „Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið sanngjörn úrslit því mér fannst við vera betri,“ byrjaði Óli Valur Ómarsson, leikmaður Stjörnunnar, að segja eftir jafntefli liðsins gegn Fram. Íslenski boltinn 10. maí 2024 22:23
Bragi Karl tryggði ÍR-ingum stig á elleftu stundu Bragi Karl Bjarkason var hetja ÍR þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Grindavík í 2. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Þá vann Grótta Keflavík, 1-0. Íslenski boltinn 10. maí 2024 21:35
Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fram 1-1 | Aftur komu Rúnarsmenn til baka Annan útileikinn í röð gerði Fram 1-1 jafntefli eftir að hafa lent undir. Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar fóru með stig úr Garðabænum eftir leikinn gegn Stjörnumönnum í kvöld. Íslenski boltinn 10. maí 2024 21:12
Oliver með þrennu gegn gömlu félögunum Oliver Heiðarsson skoraði þrennu þegar ÍBV sigraði Þrótt, 4-2, í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Þá vann Fjölnir Leikni, 1-0. Íslenski boltinn 10. maí 2024 20:00
Sextán ára stelpa skoraði í Bestu eftir stoðsendingu frá einni fimmtán ára Táningarnir Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir bjuggu til mark fyrir Tindastól í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær og meðalaldurinn við gerð marksins var því ekki mjög hár. Íslenski boltinn 10. maí 2024 12:31