
Hringir inn jólin með virðuleika og reisn
Skjöldur Sigurjónsson veitingamaður hefur í fórum sínum forláta, upptrekkta klukku sem prýddi stofu alþýðuheimilis í byrjun síðustu aldar. Gripinn fékk hann í arf eftir ömmu sína og afa og hefur hún elt hann allar götur frá því að hann hóf búskap fyrir einum tuttugu árum.