Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Nýtt skipulag „auki líkur á rekstrarbata“ og metur Sýn 27% yfir markaðsgengi

Hagræðingaraðgerðir og breytingar á skipulagi Sýnar hafa mikil jákvæð áhrif á verðmat félagsins til hækkunar, að sögn hlutabréfagreinenda. Hann telur að nýtt skipulag, sem geri upplýsingagjöf skýrari og auðveldi kennitölusamanburð við önnur fjarskiptafyrirtæki, muni „skerpa fókus stjórnenda og auka líkur á rekstrarbata“ í náinni framtíð.

Innherji
Fréttamynd

Kr. í Þor­láks­höfn og Vík verða að Krónunni

Verslununum Kr. í Þorlákshöfn og Vík í Mýrdal hefur verið breytt í Krónuverslanir. Verðið þar breytist í dag og verða verslunirnar teknar í gegn eftir áramót. Verslunarstjórinn í Þorlákshöfn segir breytingarnar muna öllu fyrir bæjarbúa. 

Neytendur
Fréttamynd

Ísrael fyrsta Asíuríkið í leiðakerfi Icelandair

Icelandair hefur í fyrsta sinn sett Asíuríki inn í áætlun sína og hyggst hefja beint flug til Ísraels næsta vor. Meginástæðan er mikill áhugi Ísraelsmanna á Íslandi en helsta forsendan er að Boeing Max-þotan hefur reynst langdrægari en reiknað var með.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eftir þungt ár er far­ið að rofa til varð­and­i verð­bólg­u­horf­ur er­lend­is

Eftir þungt ár er farið að rofa til varðandi verðbólguhorfur erlendis. Bandaríski Seðlabankinn er því kominn nær endastöð þegar litið er til vaxtahækkana. Almennt eru betri verðbólguhorfur erlendis jákvæðar fyrir vöruverðbólgu á Íslandi en veiking krónunnar síðustu mánuði vinnur gegn þessari þróun að einhverju leyti, segir sjóðstjóri hjá Akta.

Innherji
Fréttamynd

Hefur engu við yfirlýsinguna að bæta

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf hefur engu við yfirlýsingu, sem send var frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd félagsins, að bæta. Allt hafi komið fram í henni sem snýr að málinu. Kona sjómannsins segist ósátt með „ópersónulega“ yfirlýsingu. 

Innlent
Fréttamynd

Endurheimt dráttarbeislisins kannski sögulok Geysisslyssins

Merkum flugsöguminjum, sem tengjast Geysisslysinu á Vatnajökli, hefur verið bjargað til byggða eftir að hafa legið uppi á hálendi í meira en sjötíu ár. Sonur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, sótti gripina núna í vetrarbyrjun ásamt félaga sínum í þriggja daga leiðangri að rótum Síðujökuls.

Innlent
Fréttamynd

„Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“

Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn.

Innlent
Fréttamynd

Viðar Er­lings­son tekur við Marel Software Solutions

Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Marel Software Solutions.Hann mun bera ábyrgð á framtíðarsýn og stefnu hugbúnaðarlausna Marel á heimsvísu. Í því felst meðal annars að tryggja stöðu félagsins sem lykilsölu- og þjónustuaðila á sviði stafrænna lausna í matvælavinnslu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Viðskipti
Fréttamynd

Nýtt tölvukerfi Nasdaq „að öllu leyti háð ákvörðunum erlendra aðila“

Nýtt tölvukerfi Nasdaq fyrir verðbréfaskráningu og -uppgjör sem hefur verið innleitt hérlendis er nú rekið frá Lettlandi en hýst í Svíþjóð. Það er „að öllu leyti háð ákvörðunum erlendra aðila.“ Mikið samstarf er þó milli seðlabanka Lettlands og Íslands og eru kröfurnar hinar sömu og gerðar voru þegar kerfið var rekið á Íslandi. Kerfi Verðbréfamiðstöðvar Íslands er hins vegar alfarið á Íslandi.

Innherji
Fréttamynd

Play aldrei verið stund­vísara

Flugfélagið Play flutti fjórum sinnum fleiri farþega í nóvember á þessu ári en í sama mánuði á síðasta ári. Sætanýting var tæplega áttatíu prósent og stundvísi rúmlega 98 prósent. Aldrei hafa vélar félagsins verið jafn stundvísar.

Viðskipti innlent