Stjórn skipuð af ríkinu ekki líkleg til að „rugga bátnum“ hjá Íslandsbanka „Stöðugleiki og stefnufesta“ hefur einkennt rekstur Íslandsbanka frá því að hann var skráður á markað í júní á síðasta ári. Afkoma bankans á öðrum ársfjórðungi, þar sem hann hagnaðist um 5,9 milljarða og arðsemi eiginfjár nam 11,7 prósentum, var örlítið yfir væntingum en annars kom fátt á óvart í uppgjörinu. Innherji 18. ágúst 2022 18:01
Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. Viðskipti innlent 18. ágúst 2022 10:18
Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir hækki um 0,75 þann 24. ágúst næstkomandi þegar peningastefnunefnd Seðlabankans fundar. Stýrivextir fara þá í 5,5 prósent en vextirnir hafa ekki verið hærri síðan árið 2016. Viðskipti innlent 17. ágúst 2022 11:19
Helga Björg, Ingigerður og Páll Vignir í nýjum hlutverkum hjá Sýn Helga Björg Antonsdóttir, Páll Vignir Jónsson og Ingigerður Guðmundsdóttir hafa ýmist verið ráðin til starfa hjá Sýn eða taka við nýjum störfum hjá fyrirtækinu. Helga Björg hefur verið ráðin markaðsstjóri Vodafone, Ingigerður sem nýr öryggis- og gæðastjóri og Páll Vignir nýr forstöðumaður fjölmiðlalausna. Viðskipti innlent 16. ágúst 2022 14:09
Vekjum íslenska markaðinn! Lífeyrissjóðir hér á landi spila stórt hlutverk, sérstaklega á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi að mestu leyti haldið markaðnum á floti árin eftir hrun og spilað stórt hlutverk í endurreisn íslensks fjármálakerfis og hlutabréfamarkaðar, er mikilvægt að almenningur taki aukinn þátt. Það mun bæði gera markaðinn skilvirkari og auka dýpt hans. Skoðun 16. ágúst 2022 13:30
Stjórn Coripharma setti skráningaráform á ís Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Coripharma, sem hóf sölu á sínu fyrsta lyfi í Evrópu sumarið 2021, er ekki í virkum undirbúningi fyrir skráningu á hlutabréfamarkað eins og staðan er í dag, að því er kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Innherja. Innherji 16. ágúst 2022 08:54
Skýrslunni skilað um næstu mánaðamót Búist er við að Ríkisendurskoðun skili skýrslu sinni um sölu á rúmlega 22 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka um næstu mánaðamót. Viðskipti innlent 15. ágúst 2022 10:16
Skiptir mestu að „fá botn í söluna á Mílu,“ segir stjórnarformaður Símans Það sem skiptir mestu í rekstri Símans þessi misserin er að „fá botn í söluna á Mílu,“ segir stjórnarformaður og stærsti hluthafi fjarskiptafélagsins. Gangi viðskiptin eftir má vænta þess að boðað verði til hluthafafundar í haust þar sem sagt verði frá því hvernig til standi að ráðstafa söluandvirðinu á Mílu sem hefur nú þegar lækkað um fimm milljarða frá því sem fyrst var samið um við franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian. Innherji 15. ágúst 2022 09:57
Alvotech stefnir á aðalmarkað Stjórn Alvotech hefur samþykkt áætlun um að undirbúa skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi. Viðskipti innlent 12. ágúst 2022 08:37
Áframhaldandi sáttaviðræður milli Ardian og Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur fallist á ósk Ardian um framlengdan frest á rannsókn samruna Ardian og Mílu. Fresturinn var framlengdur um tuttugu daga og rennur því út þann 15. september næstkomandi. Viðskipti innlent 11. ágúst 2022 19:33
SKEL vill gera Orkuna og Skeljung skráningarhæf SKEL fjárfestingafélag hefur ákveðið haga rekstri Orkunnar og Skeljungs með þeim hætti að félögin verði skráningarhæf á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í nýbirtu árshlutauppgjöri félagsins. Innherji 11. ágúst 2022 18:54
Markaðsvirði Símans hefur lækkað um 12,4 milljarða frá tilkynningu SKE Markaðsvirði Símans hefur minnkað um 12,4 milljarða króna frá hádegi í gær þegar Samkeppniseftirlitið birti umsagnir keppinauta fjarskiptafyrirtækisins um söluna á Mílu til franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. Innherji 10. ágúst 2022 16:30
Ellert hættir hjá Gildi og fer yfir til Marels Ellert Guðjónsson, sem hefur verið sjóðstjóri í eignastýringu Gildis lífeyrissjóðs frá því í ársbyrjun 2020, hefur látið að störfum hjá sjóðnum og ráðið sig yfir til Marels. Þar mun hann gegna starfi fjárfestatengils hjá stærsta félaginu í Kauphöllinni. Klinkið 10. ágúst 2022 15:49
Gögn sýna viðspyrnu Icelandair Greining sem Ferðamálastofa hefur unnið sýnir að Icelandair hafi náð einna bestri viðspyrnu norræna flugfélaga í sumar, í fjölda farþega talið. Viðskipti innlent 10. ágúst 2022 14:03
Ekki hlutverk eftirlitsins að vernda Ljósleiðarann, segir Ardian Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian og Síminn telja ljóst af umsögn Ljósleiðarans um söluna á Mílu að innviðafyrirtækið, sem er í opinberri eigu, vilji atbeina Samkeppniseftirlitsins til þess að takmarka samkeppni og verja „markaðsráðandi stöðu sína“. Þetta kemur ítrekað fram í athugasemdum fyrirtækjanna tveggja um umsögn Ljósleiðarans. Innherji 10. ágúst 2022 10:55
Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald? Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Í lögum um stjórn fiskveiða er þetta orðað með eins skýrum hætti og hægt er. Þar segir að úthlutun veiðiheimilda myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði yfir veiðiheimildum. Löggjafinn gæti ekki verið skýrari: heimild til að veiða jafngildi ekki eign yfir heimildunum. Skoðun 10. ágúst 2022 08:01
Stærsta innviðasala Íslandssögunnar hangir á bláþræði Kaupin á Mílu eru um margt prófsteinn á það hvort erlendir langtímafjárfestar megi – hafi þeir á annað borð áhuga á með hliðsjón af flækjustiginu sem því oft fylgir – eiga í alvöru viðskiptum hér á landi þar sem ekki er verið að tjalda til einnar nætur, heldur áratuga, líkt og er ætlun Ardian. Þessa dagana erum við fá að svarið við þeirri spurningu. Umræðan 9. ágúst 2022 15:47
Keppinautar vilja skerða einkakaup milli Símans og Mílu til muna Keppinautar Símasamstæðunnar telja að fyrirhugaður einkakaupasamningur á milli Símans og Mílu til 17 ára hafi skaðleg áhrif á samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði og því þurfi að stytta lengd samningsins til muna. Þetta kemur fram í umsögnum fjarskiptafyrirtækja um tillögur franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian um skilyrði vegna kaupanna á Mílu. Innherji 9. ágúst 2022 12:57
„Þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar“ Um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hafa áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Auka þurfi traust til sjávarútvegsins, en það verði ekki gert öðruvísi en með breytingum á regluverki. Innlent 8. ágúst 2022 20:14
Play flutti fleiri í júlí en allt árið 2021 Flugfélagið Play flutti 109.937 í júlí sem er fjórðungsaukning frá farþegafjölda í júní. Fjöldi farþega í júlí 2022 er meiri en samanlagður fjöldi allra farþega sem Play flutti á árinu 2021. Viðskipti innlent 8. ágúst 2022 10:26
Farþegar Icelandair yfir hálfa milljón í fyrsta sinn frá upphafi faraldurs Icelandair flutti yfir hálfa milljón farþega í millilandaflugi í nýliðnum júlí. Fjöldi farþega hefur ekki farið yfir hálfa milljón síðan á háannatíma árið 2019 áður en áhrifa heimsfararaldurs kórónuveiru fór að gæta í flugrekstri. Viðskipti innlent 8. ágúst 2022 09:58
Hækkar verðmat á Arion og segir efnahagsumhverfið „vinna með bankastarfsemi“ Uppgjör Arion banka á öðrum ársfjórðungi, þar sem félagið skilaði rúmlega 9,7 milljarða króna hagnaði, var „allt samkvæmt áætlun“ en afkoman litaðist mjög af erfiðum aðstæðum á hlutabréfamörkuðum en á móti var yfir sex milljarða hagnaður af sölu eigna á fjórðungum. Innherji 8. ágúst 2022 09:39
Stoðir töpuðu nærri fimm milljörðum samhliða verðhruni á mörkuðum Stoðir, eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins, tapaði rúmlega 4,7 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs samhliða miklum óróa á verðbréfamörkuðum þar sem virði helstu skráðra eigna félagsins lækkaði verulega. Á sama tímabili í fyrra skiluðu Stoðir hins vegar hagnaði upp á 12,6 milljarða króna og á öllu árinu var hagnaður félagsins tæplega 20 milljarðar. Innherji 7. ágúst 2022 13:34
Hilmar Þór íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar Sýnar Hilmar Þór Kristinsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fasta sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins. Þetta staðfestir Hilmar Þór í samtali við Innherja. Innherji 5. ágúst 2022 13:53
Stjórn Sýnar boðar til hluthafafundar Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar að kröfu Gavia Invest ehf, sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. Viðskipti innlent 4. ágúst 2022 15:36
Íslandsbanki hyggst ekki að selja í kísilverinu til „skemmri tíma litið“ Íslandsbanki hefur ekki fyrirætlanir um að selja hlut sinn í Bakkastakki, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um hlut bankans og lífeyrissjóða í kísilveri PCC á Bakka, til skemmri tíma litið. Þetta kemur fram í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Innherja. Innherji 4. ágúst 2022 14:00
Frostaskjól selur félagi Rannveigar og Hilmars allt sitt í Sýn Frostaskjól ehf. hefur selt Fasta ehf. 3,35 prósent hlut sinn í Sýn auk 4,35 prósent hluta sem félagið átti í framvirkum samningum. Fasti er í eigu helmingseigenda Frostaskjóls en Róbert Wessmann á hinn helminginn. Viðskipti innlent 4. ágúst 2022 11:33
Samherji færir hlutinn í Högum yfir í fjárfestingafélag Samherji hefur flutt 4,5 prósenta eignarhlut sinn í Högum, sem er metinn á 3,7 milljarða króna miðað við gengi bréfanna í dag, yfir í fjárfestingafélagið Kaldbak. Innherji 4. ágúst 2022 10:55
Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. Viðskipti innlent 4. ágúst 2022 10:15
Hlutabréf Eimskips ná fyrri hæðum eftir afkomukipp hjá Maersk Hlutabréfaverð Eimskips hækkaði um 5,5 prósent í Kauphöllinni í dag og er gengi bréfanna komið aftur í sögulegt hámark eins og gerðist í lok apríl. Innherji 3. ágúst 2022 16:10