Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Kvennakarfan verður í brennidepli í þriðja þætti Kanans sem verður sýndur í kvöld. Þar verður meðal annars rætt við fyrrverandi leikmann Keflavíkur sem starfar við þjálfun í NBA. Körfubolti 8. desember 2024 10:00
Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Aþena féll úr leik í VÍS bikarkeppni kvenna í körfubolta fyrr í dag. Öll önnur lið úrvalsdeildarinnar, sem mættu liðum úr næstefstu deild, unnu nokkuð þægilega sigra í sínum leikjum. Körfubolti 7. desember 2024 21:42
„Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Njarðvík tók á móti ríkjandi bikarmeisturum Keflavík í 16-liða úrslitum VÍS bikarsins. Það var ljóst að um mikinn baráttuleik yrði að ræða og voru það stelpurnar í Njarðvík sem slógu út nágranna sína í Keflavík með minnsta mun 76-75. Körfubolti 7. desember 2024 18:38
Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Njarðvík vann 76-75 og sló ríkjandi bikarmeistara Keflavíkur úr leik í sextán liða úrslitum VÍS bikars kvenna. Brittany Dinkins reyndist hetja Njarðvíkur, hún kom liðinu yfir með vítaskoti þegar aðeins 5,1 sekúnda var eftir og stal svo boltanum í lokasókn Keflavíkur. Körfubolti 7. desember 2024 18:00
Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Úrvalsdeildarliðið Aþena tapaði 68-72 á heimavelli gegn fyrstu deildar liði Ármanns í sextán liða úrslitum VÍS bikars kvenna. Fjórir leikmenn Ármanns spiluðu allar fjörutíu mínúturnar. Körfubolti 7. desember 2024 16:30
Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds telja að Keflvíkingar hafi dottið í lukkupottinn með því að semja við Ty-Shon Alexander. Hann átti stórleik gegn Tindastóli í gær. Körfubolti 7. desember 2024 13:33
LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Ekkert gengur hjá Los Angeles Lakers en í nótt tapaði liðið enn einum leiknum í NBA-deildinni í körfubolta, þrátt fyrir að stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis hafi skorað næstum því áttatíu stig samtals. Körfubolti 7. desember 2024 12:45
Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Keflavík tók á móti Tindastól í Blue höllinni í kvöld þegar síðustu leikir 9. umferðar Bónus deild karla kláruðust. Það gekk allt upp hjá heimamönnum í kvöld var það fljótt ljóst í hvað stefndi. Keflavík stóð uppi sem sigurvegari með 27 stigum, 120-93. Körfubolti 6. desember 2024 22:55
„Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Keflavík tók á móti Tindastól í Blue höllinni í kvöld í lokaleik níundu umferðar Bónus deild karla. Keflvíkingar hittu frábærlega úr sínum skotum og fóru með 27 stiga sigur, 120-93. Annar af tveimur nýju leikmönnum Keflvíkur var glaður í leikslok. Körfubolti 6. desember 2024 22:33
Njarðvíkingar bæta við sig Evans Ganapamo er genginn í raðir Njarðvíkur. Hann er tveggja metra þrítugur bakvörður. Körfubolti 6. desember 2024 22:24
„Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Stjarnan vann öruggan og nokkuð þægilegan útisigur í kvöld í nágrannaslag gegn Álftanesi, 77-97. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, var sérstaklega ánægður með varnarleikinn að þessu sinni. Körfubolti 6. desember 2024 21:17
Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Eftir næstum fimmtíu mínútna töf er leikur Keflavíkur og Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta hafinn. Vandræði með skot- og leikklukku komu í veg fyrir að leikurinn gæti hafist á réttum tíma. Körfubolti 6. desember 2024 20:20
Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Álftanes tók á móti einu heitasta liði landsins í nágrannaslag í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Forsetahöllina. Heimamenn unnu báða slagina um Garðabæ í fyrra en eins og Kjartan Atli, þjálfari Álftaness benti á fyrir leik er ansi breytt Stjörnulið sem mætir til leiks í ár og það átti heldur betur eftir að koma á daginn. Körfubolti 6. desember 2024 18:15
Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Nikola Jokic hjá Denver Nuggets komst í nótt upp fyrir Magic Johnson á listanum yfir flestar þrennur í sögu NBA deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 6. desember 2024 16:45
Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Valsmenn töpuðu öðrum leiknum í röð í gærkvöldi og um leið í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í Bónus deildinni í körfubolta. Fyrir vikið sitja Íslandsmeistarar í fallsæti deildarinnar. Körfubolti 6. desember 2024 10:30
Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Teitur Örlygsson var afar sannspár fyrir leiki gærkvöldsins í Bónus deild karla í körfubolta. Körfubolti 6. desember 2024 08:54
Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Bandarískir körfuboltamenn settu skemmtilegan svip á íslenska menningu undir lok síðustu aldar, þegar NBA-æðið var í hæstu hæðum, eins og rifjað er vandlega upp í þáttaröðinni Kaninn. Körfubolti 6. desember 2024 08:02
Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Valkyrjur eru mikið fréttum á Íslandi eftir alþingiskosningarnar á dögunum en hinum megin við hafið má einnig finna nýjar valkyrjur. Körfubolti 6. desember 2024 07:32
Benedikt í bann Þjálfari Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta, Benedikt Guðmundsson, hefur verið dæmdur í eins leiks bann. Körfubolti 5. desember 2024 23:17
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Njarðvík tók á móti Grindavík í IceMar-höllinni í Njarðvík þegar níunda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína í kvöld. Bæði lið eru í harðri baráttu um að halda í við topp deildarinnar. Það fór svo að Njarðvík hafði betur í spennandi leik, 94-87. Körfubolti 5. desember 2024 22:20
„Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Njarðvík vann gríðarlega sterkan og góðan 94-87 heimasigur gegn Grindavík í kvöld þegar liðin mættust í IceMar-höllinni í níundu umferð Bónus deild karla í kvöld. Þjálfari liðsins var sáttur í leikslok. Körfubolti 5. desember 2024 22:04
„Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Borche Ilievski fagnaði vel og innilega eftir sigur ÍR á KR í kvöld. Þetta er þriðji sigur ÍR í röð og annar sigurinn eftir að Borche tók við stjórn ÍR-liðsins. Körfubolti 5. desember 2024 22:00
Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd Haukar eru komnir á blað. Já þið lásuð rétt, Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla. Haukar lögðu Valsmenn á útivelli 97-104 í 9. umferði deildarinnar og eru komnir með fyrstu stigin sín þennan veturinn. Körfubolti 5. desember 2024 22:00
„Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ „Þetta er frábær tilfinning, ég er ánægður að vera mættur aftur til Íslands eftir smá tíma í burtu. Þetta var sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti. Mér líður eins og við Þór þurftum á hvorum öðrum að halda,“ sagði Nikolas Tomsick, sem er snúinn aftur til Þórs Þorlákshafnar og lék með liðinu í 106-84 heimasigri gegn Hetti í kvöld. Körfubolti 5. desember 2024 21:35
Emil: Stundum þarf breytingar Emil Barja er í afleysingavinnu hjá meistaraflokki Hauka í körfuknattleik og það hefur haft góð áhrif á liðið sem vann Val í hörkuleik í 9. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Hann var mjög ánægður með sína menn en mun ekki vera í umræðunni um að taka starfið að sér. Körfubolti 5. desember 2024 21:14
Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík ÍR vann sinn þriðja sigur í röð í Bónus-deildinni í körfuknattleik þegar þeir lögðu KR 97-95 í miklum spennuleik í Vesturbænum. Körfubolti 5. desember 2024 21:06
Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Þór Þorlákshöfn vann öruggan 106-84 sigur gegn Hetti í níundu umferð Bónus deildar karla. Höttur hefur nú tapað þremur leikjum í röð, eins og Þór hafði gert fyrir þennan leik. Körfubolti 5. desember 2024 21:00
Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Adomas Drungilas, Litháinn öflugi í toppliði Tindastóls í Bónus-deild karla í körfubolta, er að öllum líkindum á leið í leikbann. Það verður þó ekki strax og nær hann að spila tvo mikilvæga leiki við Keflavík áður en að því kemur. Körfubolti 5. desember 2024 12:32
Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Þór Þorlákshöfn hefur tryggt sér góðan liðsstyrk því félagið hefur endurheimt körfuboltamanninn öfluga Nikolas Tomsick. Samningur hans við félagið gildir út tímabilið. Körfubolti 5. desember 2024 11:58
Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ „Íþróttir skipta okkur ótrúlegu máli. Þetta er eitthvað sem við sækjum okkar identity í og við erum mjög stolt af því að vera íþróttabær,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í fyrstu stiklunni úr heimildarþáttunum Grindavík eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór. Lífið 5. desember 2024 09:48