Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðju­skyni

Skagamenn eru spenntir fyrir því að byrja að spila heimaleiki sína í Bónus-deildinni í körfubolta í nýju og glæsilegu íþróttahúsi við Jaðarsbakka á Akranesi. Andri Már Eggertsson, eða Nablinn, kvaddi gamla salinn við Vesturgötu í beinni útsendingu á föstudagskvöld eftir draumaendi ÍA.

Körfubolti
Fréttamynd

Tryggvi lykil­maður í sigri Bilbao

Tryggvi Snær Hlinason var ásamt Slóvenanum Martin Krampelj með flesta framlagspunkta fyrir Bilbao Basket í tíu stiga sigri gegn Andorra í kvöld, 81-71, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar skoraði tólf í naumu tapi

Íslenski landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson skoraði tólf stig fyrir Anwil Wloclawek er liðið mátti þola naumt tveggja stiga tap gegn Szczecin í pólsku deildinni í körfubolta í dag, 92-94.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við erum ekki á góðum stað“

ÍR sigraði Stjörnuna 91-93  í fjórðu umferð Bónus deildar karla í kvöld. Íslandsmeistararnir í Stjörnunni byrjaðu leikinn afskaplega vel en viðsnúningur ÍR-inga varð þeim að falli.

Sport
Fréttamynd

Nær fimm­tán árum og ætlar með Ís­land á HM

Enginn hefur þjálfað íslenskt körfuboltalandslið eins lengi og Kanadamaðurinn Craig Pedersen sem eftir að hafa stýrt karlalandsliðinu í ellefu ár hefur nú skrifað undir samning sem gildir til ársins 2029. Hann segist enn eiga verki ólokið.

Körfubolti
Fréttamynd

Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ

Mál Kristófers Acox vegna auglýsingar á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hefur fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis.

Körfubolti
Fréttamynd

Daníel: Ég fór í smá ævin­týra starf­semi

Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur var ánægður með sigur sinna manna gegn nýliðum Ármanns í kvöld 4. umferð Bónus deildar karla. Hann segir að leikurinn hafi verið krefjandi en hann fagni því að geta farið með sigur af hólmi geng kraftmiklu liði Ármanns. Leiknum lauk með 94-107 sigri Keflvíkinga.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vonandi verður allt á upp­leið úr þessu“

Njarðvíkingar unnu gríðarlega góðan heimasigur gegn sterku liði Tindastóls þegar liðin mættust í IceMar-höllinni í kvöld. Mario Matasovic átti flottan leik fyrir heimamenn sem unnu átta stiga sigur 98-90.

Sport
Fréttamynd

Átti sumar engu öðru líkt

Franski körfuboltamaðurinn Victor Wembanyama missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla en önnur lið í deildinni ættu að óttast uppfærðu útgáfuna af geimverunni Wemby ef marka má hans fyrsta leik á nýju tímabili.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég ætla kenna þreytu um“

Haukar töpuðu gegn Keflavík í Blue-höllinni í kvöld 94-84. Þetta var annað tap Hauka í röð og Emil Barja, þjálfari Hauka, var svekktur með byrjun liðsins.

Sport