

Körfubolti
Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Arnar Guðjónsson: Aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég
Arnar Guðjónsson var eðlilega svekktur með 73-77 tap Stjörnunnar gegn Grindavík. Hann kvaðst fullur tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina en taldi liðið ekki eiga mikinn möguleika á titlinum. Eftir tímabilið lætur hann af störfum, en Arnar vildi ekki uppljóstra hver eftirmaður hans verður.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 70-69 | Ótrúlegur endir á deildarkeppninni
Deildarmeistarar Keflavíkur komu í veg fyrir að Njarðvík myndi tryggja sér 2. sæti A-deildar Subway-deild kvenna í körfubolta með eins stigs sigri í stórskemmtilegum leik.

„Frábært að vera spila á móti erkifjendunum í hörku leik“
Keflavík lagði nágranna sína í Njarðvík af velli með eins stigs mun í miklum baráttuleik 70-69 í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Heimaliðið er fyrir lifandi löngu búið að tryggja sér toppsæti deildarinnar og deildarmeistaratitilinn á meðan gestirnir lifðu í voninni um að enda í 2. sæti.

Umfjöllun: Stjarnan - Grindavík 73-77 | Gestirnir náðu öðru sætinu
Grindavík sótti 77-73 sigur gegn Stjörnunni úr Garðabænum í síðustu umferð Subway deildar kvenna. Sigurinn og samhliða tap Njarðvíkur fleytti Grindavík upp í 2. sæti deildarinnar. Þær mæta því Þór Akureyri í úrslitakeppninni. Stjarnan var föst í fimmta sætinu fyrir leik og mætir Haukum í úrslitakeppninni.

Tryggvi Snær öflugur í sigri sem dugði þó ekki til
Bilbao er úr leik í Evrópubikar FIBA þrátt fyrir níu stiga sigur á Chemnitz frá Þýskalandi. Tryggvi Snær Hlinason átti mjög góðan leik í liði Bilbao.

Hár, atvik og djammari ársins: „Býr á Króknum en missir ekki úr helgi í Reykjavík“
Strákarnir í Körfuboltakvöldi Extra veittu ýmsar óvenjulegar viðurkenningar í síðasta þætti sínum fyrir lok deildakeppninnar í Subway-deild karla í körfubolta.

Opnar sig um morðhótanir, árásir og hótanir eftir titilinn
Angel Reese, leikmaður LSU Tigers í bandaríska háskólakörfuboltanum, hefur opnað sig um pressuna sem fylgir frægðinni eftir að hún vann deildarmeistaratitilinn með liði sínu á síðasta ári.

Embiid með 24 stig í endurkomunni
Joel Embiid skoraði 24 stig fyrir Philadelphia 76ers er liðið vann nauman fjögurra stiga sigur gegn Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Hamar/Þór upp í efstu deild á meðan Aþena og KR fara í umspil
Hamar/Þór tryggði sér í kvöld sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð með sigri á Ármanni. Aþena og KR mættust í leik sem hefði getað skilað sigurliðinu upp hefði Hamar/Þór tapað sínum leik. Bæði lið fara nú í umspil um sæti í Subway-deildinni ásamt Tindastól og Snæfelli.

„Betri en hann var nokkurn tímann með Njarðvík“
„Það er þessi reynslubolti í Hauki Helga Pálssyni sem er svolítið að ganga frá þessum leik,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, eftir að Álftanes lagði Hauka í Ólafssal.

„Vill frekar eyða tíma með krökkunum mínum“
Rajon Rondo hefur endanlega staðfest að körfuboltaskórnir eru komnir upp í hillu. Hann varð tvisvar NBA-meistari en segist nú frekar vilja eyða tíma með börnunum sínum.

Rugluð frammistaða Clark skaut Iowa í undanúrslit og kveikti í samfélagsmiðlum
Iowa Hawkeyes er komið í undanúrslit (e. Final Four) í Marsfárinu í Bandaríkjunum en þar mætast bestu háskóla-körfuboltalið landsins. Um var að ræða liðin sem mættust í úrslitum í fyrra og þar hafði LSU betur.

Úrslitaleikir 1. deildarinnar í beinni
Stöð 2 Sport mun fylgjast með spennunni í lokaumferð 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

„Ef ég hefði sagt nei við þessu hefði ég séð eftir því alla ævi“
Körfuboltaþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson segist hafa lært mikið af dvöl sinni í Þýskalandi. Hann ætlar sér stóra hluti í þjálfun.

Stóðu og klöppuðu fyrir James eftir afrek sem aðeins Jordan hafði náð
LeBron James setti niður níu þriggja stiga skot fyrir Los Angeles Lakers og var hylltur af heimafólki í New York í gærkvöld, eftir 116-104 sigur Lakers á Brooklyn Nets í NBA-deildinni.

Stóru málin krufin til mergjar í Framlengingunni
Það var langur föstudagur í fyrradag og því viðeigandi að skella í framlengingu í Körfuboltakvöldi. Þeir Ómar Örn og Sævar Sævarssynir (ekki bræður) voru seinþreyttir til vandræða og voru sammála um margt.

Eitthvað verður undan að láta í Texas
Tvö heitustu lið NBA-deildarinnar mætast í kvöld klukkan 23:00 þegar Dallas Mavericks sækja Houston Rockets heim. Heimamenn í Houston hafa unnið ellefu leiki í röð en Dallas sex.

Tvö Íslendingalið í Þýskalandi með áttunda sigurinn í röð
Þýska handboltaliðið Magdeburg og þýska körfuboltaliðið Alba Berlin héldu bæði sigurgöngu sinni áfram í dag en íslenskir leikmenn eru í aðalhlutverki hjá báðum liðum.

Þurfti að taka hring úr nefi sínu í miðjum leik
Körfuboltakonan Hannah Hidalgo hjá Notre Dame háskólaliðinu var búin að spila allt tímabilið og tvo leiki í úrslitakeppninni bandaríska háskólaboltans með hring í nefinu. Í leik í sextán liða úrslitunum gerðu dómararnir allt í einu athugasemd við nefhringinn hennar.

Skelfileg titilvörn Tindastóls: „Rosalega fljótir að verða litlir í sér“
Íslandsmeistarar Tindastóls misstu sigur sér úr greipum gegn Hetti í næstsíðustu umferð Subway deildar karla. Titilvörn þeirra er nú í mikilli hættu og útlit er fyrir að liðið komist ekki inn í úrslitakeppnina.

Tilþrifin: „Eini Daninn í heiminum sem kann að troða“
Að venju voru bestu tilþrif umferðarinnar valin af sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds.

PAOK með öruggan sigur gegn botnliðinu
Elvar Már Friðriksson og félagar í PAOK unnu öruggan 87-63 sigur gegn neðsta liði grísku úrvalsdeildarinnar, Apollon Patras.

Nýliðinn Wemby með 40-20 leik í NBA
Það dugði ekki New York Knicks liðinu í nótt að bakvörðurinn Jalen Brunson skoraði 61 stig á móti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta.

Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild
Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3.

Sætin sem liðin geta tryggt sér í lokaumferð Subway deildar karla
Subway deild karla í körfubolta hefur líklegast aldrei verið jafnari eða meira spennandi. Það sést vel á því hvað mikið getur breyst í töflunni í lokaleik liðanna á fimmtudagskvöldið kemur.

Versti vítaskotstíll NBA-deildarinnar fundinn
Að skjóta vítaskotum í körfubolta er ákveðin kúnst. Meðan þeir bestu klikka varla af línunni eru aðrir sem eiga í stökustu vandræðum með að viðhalda góðri nýtingu þaðan. Moses Brown, leikmaður Portland Trail Blazers, er sannarlega einn af þeim.

Ótrúleg mynd sem sýnir breytinguna á NBA-deildinni síðustu tuttugu árin
Það má með sanni segja að Stephen Curry hafi umbreytt NBA-deildinni í körfubolta. Síðan hann skaust fram á sjónarsviðið með sínum ótrúlegu þriggja stiga skotum hefur deildin færst meira í þann stíl heldur en það sem áður var.

Kallaði dómarana og fjölskyldur þeirra tíkur
Kelly Oubre Jr., leikmaður 76ers í NBA-deildinni, vandaði dómurunum í leik 76ers og Clippers aðfararnótt fimmtudags ekki kveðjunnar en hann kallaði hvern og einn þeirra tík og nokkra úr stjórfjölskyldum þeirra einnig.

Martin og félagar fengu skell gegn Fenerbahce
Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin sáu aldrei til sólar í kvöld þegar liðið sótti tyrkenska liðið Fenerbahce heim í EuroLeague keppninni en lokatölur leiksins urðu 103-68.

Meiðsli herja áfram á Ball-bræðurna
NBA-bræðurnir LaMelo og Lonzo Ball eru óheppnari en flestir þegar kemur að meiðslum. Sá fyrrnefndi mun ekki spila á meira á leiktíðinni á meðan Lonzo hefur ekki spilað síðan í janúar 2022.