„Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. janúar 2025 21:38 Jakob Örn fer yfir málin. Vísir/Anton Brink KR lagði Þór í miklum spennuleik í Bónus-deild karla í kvöld en fyrir leikinn voru liðin í 6. og 7. sæti en eru nú jöfn að stigum og KR með yfirhöndina innbyrðis eftir að hafa unnið bæði einvígi liðanna. Jakob Örn Sigurðsson, þjálfari KR, var virkilega sáttur í leikslok og hrósaði liðsheildinni þar sem fjölmargir leikmenn voru að leggja í púkkið. „Bara geggjaður leikur, geggjaður körfuboltaleikur. Mikið fram og til baka. Ég er bara mjög ánægður með hvernig við stigum upp í lokin og í seinni hálfleik. Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur. Þetta var ekki einhver einn eða tveir. Allir sem voru inn á voru að skila einhverju framlagi. Þannig að bara geggjaður sigur.“ KR endaði fyrstu tvo leikhlutuna á flautukörfum. Litlu hlutirnir virtust vera að detta með liðinu en í seinni hálfleik fór allt á fullt sóknarlega. „Mér fannst við varnarlega vera svolítið á hælunum í fyrri hálfleik ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég var ekki nógu sáttur við að við vorum eftir á í öllum þeirra aðgerðum. Við vorum að bregðast við og þeir voru að komast framhjá okkur og gátu svolítið valið sendingar og skot. Ég var ekki nógu sáttur við það en í seinni hálfleik var þetta allt annað varnarlega.“ „Við gerðum rosalega vel á Tomsick og bara vorum miklu virkari. Vorum meira líkamlegir, þeir voru ekki að fá þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá í fyrri hálfleik og ég var bara mjög ánægður með það. Það er lykillinn, þannig fengum við þennan hraða leik sem við viljum spila. Náðum góðum varnarstoppum, náðum boltanum og keyrðum í bakið á þeim.“ Hraður leikur er það sem Jakob leggur upp með en hann var ekkert endilega viss um að Þórsarar hefðu verið ósáttir með þennan mikla hraða, en leikurinn var á köflum eins og borðtennisleikur fram og til baka. „Ég er ekkert viss um það, ég held að þeir séu líka alveg sáttir við að hlaupa upp og niður. En klárlega er þetta eitthvað sem mér finnst við þrífast í. Sóknarlega erum við frábærir, liðið er svolítið sett saman með það í huga að spila hratt. Við erum með leikmenn sem líður vel á opnum velli, keyra upp með boltann og skapa þannig. Hentar okkur rosa vel að spila svona leik.“ Má ekki færa þennan sigur til bókar sem algjöran lykilsigur, í jafnri deild gegn liðinu sem var í næsta sæti fyrir ofan KR? „Alveg klárlega, alveg klárlega. Hver umferð í þessari deild býður uppá rosalega mikilvæga leiki. Annað hvort ferðu upp um tvö þrjú sæti eða dettur bara niður um fimm. Þetta er það jafnt. Auðvitað er þetta risa sigur fyrir okkur, bæði að jafna þá og eigum innbyrðis á þá. En það eru fleiri svona leikir að koma núna, við eigum Álftanes, við eigum Keflavík svo það er mjög mikilvægt að við höldum rétt á spöðunum núna og höldum fókus.“ Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Jakob Örn Sigurðsson, þjálfari KR, var virkilega sáttur í leikslok og hrósaði liðsheildinni þar sem fjölmargir leikmenn voru að leggja í púkkið. „Bara geggjaður leikur, geggjaður körfuboltaleikur. Mikið fram og til baka. Ég er bara mjög ánægður með hvernig við stigum upp í lokin og í seinni hálfleik. Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur. Þetta var ekki einhver einn eða tveir. Allir sem voru inn á voru að skila einhverju framlagi. Þannig að bara geggjaður sigur.“ KR endaði fyrstu tvo leikhlutuna á flautukörfum. Litlu hlutirnir virtust vera að detta með liðinu en í seinni hálfleik fór allt á fullt sóknarlega. „Mér fannst við varnarlega vera svolítið á hælunum í fyrri hálfleik ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég var ekki nógu sáttur við að við vorum eftir á í öllum þeirra aðgerðum. Við vorum að bregðast við og þeir voru að komast framhjá okkur og gátu svolítið valið sendingar og skot. Ég var ekki nógu sáttur við það en í seinni hálfleik var þetta allt annað varnarlega.“ „Við gerðum rosalega vel á Tomsick og bara vorum miklu virkari. Vorum meira líkamlegir, þeir voru ekki að fá þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá í fyrri hálfleik og ég var bara mjög ánægður með það. Það er lykillinn, þannig fengum við þennan hraða leik sem við viljum spila. Náðum góðum varnarstoppum, náðum boltanum og keyrðum í bakið á þeim.“ Hraður leikur er það sem Jakob leggur upp með en hann var ekkert endilega viss um að Þórsarar hefðu verið ósáttir með þennan mikla hraða, en leikurinn var á köflum eins og borðtennisleikur fram og til baka. „Ég er ekkert viss um það, ég held að þeir séu líka alveg sáttir við að hlaupa upp og niður. En klárlega er þetta eitthvað sem mér finnst við þrífast í. Sóknarlega erum við frábærir, liðið er svolítið sett saman með það í huga að spila hratt. Við erum með leikmenn sem líður vel á opnum velli, keyra upp með boltann og skapa þannig. Hentar okkur rosa vel að spila svona leik.“ Má ekki færa þennan sigur til bókar sem algjöran lykilsigur, í jafnri deild gegn liðinu sem var í næsta sæti fyrir ofan KR? „Alveg klárlega, alveg klárlega. Hver umferð í þessari deild býður uppá rosalega mikilvæga leiki. Annað hvort ferðu upp um tvö þrjú sæti eða dettur bara niður um fimm. Þetta er það jafnt. Auðvitað er þetta risa sigur fyrir okkur, bæði að jafna þá og eigum innbyrðis á þá. En það eru fleiri svona leikir að koma núna, við eigum Álftanes, við eigum Keflavík svo það er mjög mikilvægt að við höldum rétt á spöðunum núna og höldum fókus.“
Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti