Að vera hrædd um líf sitt árið 2023 Fólk sem fætt er upp úr miðri 20. öld man vel hættuna á kjarnorkustyrjöld sem spáð var í kalda stríðinu. Skoðun 11. ágúst 2023 11:01
Ari Helgason: Fjárfestingar vísisjóða í loftlagstækni farið hratt vaxandi Fjárfestingar vísisjóða hafa aukist hvað mest á undanförnum tveimur til þremur árum á sviði loftlagstækni. Hluti af tækifærinu við að stofna vísisjóð í London sem einblínir á loftlagsmál er að evrópskum fyrirtækjum á þessum vettvangi vantar meira fé og stuðning til að vaxa. Það er mun meira fjármagn í Bandaríkjunum til að dreifa á þessu sviði, segir Ari Helgason, einn af stofnendum vísisjóðsins Transition. Innherji 10. ágúst 2023 14:49
Kanna hvort fleira eigi þátt í methita Vísindamenn skoða nú möguleikann á því hvort að fleiri þættir en loftslagsbreytingar af völdum manna og El niño-veðurfyrirbrigðið beri ábyrgð á fordæmalausum hita í sumar. Risaeldgos í Kyrrahafi og minni skipamengun er á meðal þess sem kemur til greina. Erlent 9. ágúst 2023 11:08
Öflugt jökulhlaup skolaði burt heilu húsunum Engan sakaði þegar jökulhlaup hreif með sér íbúðarhús við bakka Mendenhall-árinnar í Juneau í Alaska í Bandaríkjunum um helgina. Hlaupið var mun kröftugra en fyrri flóð sem hafa orðið á undanförnum árum. Erlent 8. ágúst 2023 11:21
Stefnir í hlýjasta árið frá upphafi eftir funheita sumarmánuði Vaxandi líkur er á því að árið í ár verði það hlýjasta frá upphafi mælinga eftir fordæmalaust heita júní- og júlímánuði. Veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafi og hnattræn hlýnun af völdum manna leggjast nú á eitt um að þrýsta meðalhita jarðar upp í nýjar hæðir. Erlent 8. ágúst 2023 09:32
Nýtt app lætur vita hvenær maturinn rennur út Nýtt app gerir fólki kleift að sporna við matarsóun á heimilinu með því að fylla allt inn sem er til á heimilinu og skrá hvenær það rennur út. Appið lætur svo vita. Minnkar rusl og sparar pening segir hönnuður appsins, sem er aðeins 11 ára. Innlent 7. ágúst 2023 09:32
Ekki sama hitabylgja í sjónum við Ísland Ekki er sama hitabylgja í sjónum við Ísland og til dæmis í Miðjarðarhafi. Nýtt met var slegið í vikunni þegar meðalhiti sjávar mældist 20,9 gráður. Innlent 4. ágúst 2023 13:00
Heimshöfin heitari en nokkru sinni fyrr Hiti sjávar hefur aldrei verið hærri en meðalhiti sjávar á allri jörðinni náði 20.9 stigum í vikunni sem er að líða. Erlent 4. ágúst 2023 08:54
Aukin borun eftir eldsneyti samrýmist loftslagsmarkmiðum Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að veita um hundrað ný leyfi fyrir borun eftir olíu og gasi á Norðursjó. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfisverndarsamtökum sem segja hana atlögu að þeim loftslagsskuldbindingum sem Bretar hafi gengist undir. Erlent 31. júlí 2023 13:21
Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. Erlent 31. júlí 2023 11:27
Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. Erlent 27. júlí 2023 20:57
Búið að aflétta öllum takmörkunum á sölu íslenskra upprunaábyrgða Umhverfisstofnun Þýskalands (UBA) hefur aflétt banni við sölu upprunaábyrgða raforku frá Íslandi til Þýskalands. Bannið var sett á vegna gruns um að vinnsla grænnar orku væri tvítalin hér á landi en athugun stofnunarinnar hefur leitt í ljós að svo sé ekki. Viðskipti innlent 27. júlí 2023 14:40
Komi til þess að hægi á hringrásarkerfi Atlantshafsins verði það tímabundið Umdeilt er hvort lóðrétt hringrásarkerfi Atlantshafsins stöðvist fyrir lok aldarinnar eins og spáð er fyrir í nýrri rannsókn. Haf- og veðurfræðingur segir að komi til þess að hægi á kerfinu bendi allt til að það verði aðeins tímabundið. Innlent 26. júlí 2023 12:31
„Eitthvað sem við munum aldrei gleyma“ Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur. Innlent 26. júlí 2023 09:00
Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. Erlent 25. júlí 2023 22:42
Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír. Erlent 25. júlí 2023 11:17
Áhrif mannsins á hitabylgjurnar í sumar kortlögð Hitabylgjur sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“, ef ekki hefðu komið til loftslagsbreytingar af manna völdum. Erlent 25. júlí 2023 07:33
Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. Erlent 24. júlí 2023 08:54
Óskemmtileg skemmtiferðaskip Það er öfugsnúið að þegar hver stórborgin á fætur annarri úti heimi eru að banna komur skemmtiferðaskipa, þar á meðal Amsterdam og Feneyjar - þá séum við Íslendingar að bæta í, nú síðast Reykjanesbær. Skoðun 22. júlí 2023 12:00
Heimagert ekki endilega betra Það er ekki launungarmál að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Einföldun regluverks og aukið gagnsæi við ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða eru mikilvægar vörður á leið okkar að loftslagsmarkmiðum Íslands. Skoðun 20. júlí 2023 17:00
Ekkert samkomulag í höfn en ákveðin skref tekin fram á við Ekkert samkomulag náðist í viðræðum erindreka Bandaríkjanna og Kína um loftslagsmál sem staðið hafa yfir í Pekíng. John Kerry, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, sagðist hins vegar fagna því að viðræður væru hafnar á ný. Erlent 20. júlí 2023 09:34
Eigi að taka meðvitaðar ákvarðanir og sleppa samviskubitinu Framkvæmdastjóri Landverndar segir að fólk eigi ekki endilega að vera með samviskubit vegna flugferða erlendis heldur taka meðvitaðar ákvarðanir um ferðir sínar, takmarka þær og taka þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Innlent 19. júlí 2023 22:53
Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. Erlent 19. júlí 2023 08:55
Birgitta ætlar aldrei aftur af landi brott: „Fólk þarf að fara að vakna“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er hætt að fljúga og segir það vera sitt framlag í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Hún segir fáa vilja horfast í augu við að massatúrismi sé vandamál og segist ekki eiga eftir að sakna þess að fara til útlanda, íslensk náttúra komi þar til bjargar. Innlent 19. júlí 2023 06:45
46 gráður á Ítalíu og varað við versnandi hitabylgju á norðurhveli jarðar Skæð hitabylgja herjar áfram á fólk víða um heim og virðist lítið lát vera á hitanum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin varar við því að hitabylgjan færist í aukana á norðurhveli jarðar í þessari viku með hærri næturhita og meiri hættu á hjartaáföllum og dauðsföllum. Erlent 18. júlí 2023 12:48
Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. Erlent 17. júlí 2023 07:48
Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. Innlent 16. júlí 2023 23:05
Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. Erlent 16. júlí 2023 12:08
Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. Erlent 15. júlí 2023 22:48
Dauðsföllum vegna mikils hita fjölgar hratt Dauðsföll vegna hita voru 40 prósent fleiri í fyrrasumar en meðaltal síðustu sex ára. Sérfræðingar segja að ástandið eigi bara eftir að versna verði ekki brugðist við loftslagsbreytingum af krafti. Erlent 15. júlí 2023 11:50