Loftslag eða lífskjör: bæði betra Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 25. september 2024 07:02 Viðskiptaráð skilaði í síðustu viku inn umsögn til umhverfis- orku- og loftslagsráðherra um uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þar mátum við efnahagsleg áhrif þeirra 150 loftslagsaðgerða sem þar má finna. Niðurstaðan var sú að tvær af hverjum þremur aðgerðum hefðu neikvæð efnahagsleg áhrif. Umsögnin vakti sterk viðbrögð. Formaður Loftslagsráðs lýsti yfir vonbrigðum með afstöðu ráðsins auk þess sem landsþekktur rithöfundur kallaði eftir því að fyrirtæki segi sig úr Viðskiptaráði. Förum nánar yfir þessa gagnrýni. Forgangsraða ætti aðgerðum Því hefur verið haldið fram að Viðskiptaráð sé á móti því að ráðist verði í loftslagsaðgerðirnar 150. Það er ekki rétt. Viðskiptaráð hefur hvergi tekið afstöðu til þess hvort ráðast eigi í aðgerðirnar. Ráðið lagði mat á efnahagsleg áhrif þeirra, en það mat var ekki framkvæmt í aðgerðaráætluninni sjálfri. Matið leiddi í ljós að 97 af 150 aðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif, ýmist vegna aukinna opinberra útgjalda, hærri skatta eða gjalda, aukinnar reglubyrði eða nýrra takmarkana og banna. Ekki var lagt mat á ávinning aðgerðanna í formi samdráttar í losun, enda hefur Viðskiptaráð ekki forsendur til þess og slíkt mat liggur aðeins fyrir í litlum hluta aðgerða. Með þessu mati varpaði Viðskiptaráð ljósi á þá staðreynd að mörgum aðgerðunum fylgir kostnaður. Ráðið benti í umsögn sinni á að mikilvægt væri að taka tillit til þessa kostnaðar í umfangsmiklum aðgerðapökkum stjórnvalda. Þetta rímar við lög um loftslagsmál, þar sem kveðið er á um að aðgerðum skuli fylgja „mat á áætluðum kostnaði ásamt mati á loftslagsávinningi.“ Allir ættu að vera sammála um mikilvægi þess að þetta mat fari fram. Það gerir stjórnvöldum kleift að forgangsraða þeim aðgerðum sem skila mestum samdrætti í útblæstri með minnstum eða jafnvel engum tilkostnaði. Þannig geta stjórnvöld náð loftslagsmarkmiðum Íslands með sem hagkvæmustum hætti. Breytt nálgun Evrópusambandsins Tillaga Viðskiptaráðs kallast á við nýja áherslu Evrópusambandsins í málaflokknum. Í nýlegri skýrslu Mario Draghi, sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn ESB, er lögð áhersla á að horft sé til samkeppnishæfni álfunnar. Í skýrslunni er ESB hvatt til þess að lágmarka neikvæð efnahagsleg áhrif loftslagsaðgerða. Verði það ekki gert muni það bitna á lífsgæðum í álfunni til lengri tíma litið. Boðskapur Draghi rímar vel við reynslu Íslands undanfarin ár: kraftmikið efnahagslíf er besti undirbúningurinn gagnvart stórum áskorunum. Sé ríkjum alvara í því að takast á við loftslagsvandann er mikilvægt að þau skapi svigrúm fyrir atvinnulífið til fjárfestinga í grænum lausnum og orkuskiptum, en bindi það ekki í óhóflegri skattheimtu eða óþarfa reglubyrði. Þannig getur græn nýsköpun og orkuöflun leitt af sér umhverfisvænni framleiðslu þjóða samhliða því að lífsgæði aukast. Tökum tillit til kostnaðar og ávinnings Viðskiptaráð hefur hvergi gert ágreining um að draga eigi úr losun og standast þannig alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Ráðið hefur lagt sitt af mörkum í umræðu um málaflokkinn á síðustu árum. Umsögn ráðsins um loftslagsaðgerðir stjórnvalda er hluti af því. Ef breið samstaða og árangur á að nást um aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er nauðsynlegt að þar sé bæði tekið tillit til kostnaðar og ávinnings. Þannig getum við fundið farsælustu leiðina til að draga úr losun á sama tíma og við bætum lífskjör þeirra sem hér búa. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð skilaði í síðustu viku inn umsögn til umhverfis- orku- og loftslagsráðherra um uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þar mátum við efnahagsleg áhrif þeirra 150 loftslagsaðgerða sem þar má finna. Niðurstaðan var sú að tvær af hverjum þremur aðgerðum hefðu neikvæð efnahagsleg áhrif. Umsögnin vakti sterk viðbrögð. Formaður Loftslagsráðs lýsti yfir vonbrigðum með afstöðu ráðsins auk þess sem landsþekktur rithöfundur kallaði eftir því að fyrirtæki segi sig úr Viðskiptaráði. Förum nánar yfir þessa gagnrýni. Forgangsraða ætti aðgerðum Því hefur verið haldið fram að Viðskiptaráð sé á móti því að ráðist verði í loftslagsaðgerðirnar 150. Það er ekki rétt. Viðskiptaráð hefur hvergi tekið afstöðu til þess hvort ráðast eigi í aðgerðirnar. Ráðið lagði mat á efnahagsleg áhrif þeirra, en það mat var ekki framkvæmt í aðgerðaráætluninni sjálfri. Matið leiddi í ljós að 97 af 150 aðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif, ýmist vegna aukinna opinberra útgjalda, hærri skatta eða gjalda, aukinnar reglubyrði eða nýrra takmarkana og banna. Ekki var lagt mat á ávinning aðgerðanna í formi samdráttar í losun, enda hefur Viðskiptaráð ekki forsendur til þess og slíkt mat liggur aðeins fyrir í litlum hluta aðgerða. Með þessu mati varpaði Viðskiptaráð ljósi á þá staðreynd að mörgum aðgerðunum fylgir kostnaður. Ráðið benti í umsögn sinni á að mikilvægt væri að taka tillit til þessa kostnaðar í umfangsmiklum aðgerðapökkum stjórnvalda. Þetta rímar við lög um loftslagsmál, þar sem kveðið er á um að aðgerðum skuli fylgja „mat á áætluðum kostnaði ásamt mati á loftslagsávinningi.“ Allir ættu að vera sammála um mikilvægi þess að þetta mat fari fram. Það gerir stjórnvöldum kleift að forgangsraða þeim aðgerðum sem skila mestum samdrætti í útblæstri með minnstum eða jafnvel engum tilkostnaði. Þannig geta stjórnvöld náð loftslagsmarkmiðum Íslands með sem hagkvæmustum hætti. Breytt nálgun Evrópusambandsins Tillaga Viðskiptaráðs kallast á við nýja áherslu Evrópusambandsins í málaflokknum. Í nýlegri skýrslu Mario Draghi, sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn ESB, er lögð áhersla á að horft sé til samkeppnishæfni álfunnar. Í skýrslunni er ESB hvatt til þess að lágmarka neikvæð efnahagsleg áhrif loftslagsaðgerða. Verði það ekki gert muni það bitna á lífsgæðum í álfunni til lengri tíma litið. Boðskapur Draghi rímar vel við reynslu Íslands undanfarin ár: kraftmikið efnahagslíf er besti undirbúningurinn gagnvart stórum áskorunum. Sé ríkjum alvara í því að takast á við loftslagsvandann er mikilvægt að þau skapi svigrúm fyrir atvinnulífið til fjárfestinga í grænum lausnum og orkuskiptum, en bindi það ekki í óhóflegri skattheimtu eða óþarfa reglubyrði. Þannig getur græn nýsköpun og orkuöflun leitt af sér umhverfisvænni framleiðslu þjóða samhliða því að lífsgæði aukast. Tökum tillit til kostnaðar og ávinnings Viðskiptaráð hefur hvergi gert ágreining um að draga eigi úr losun og standast þannig alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Ráðið hefur lagt sitt af mörkum í umræðu um málaflokkinn á síðustu árum. Umsögn ráðsins um loftslagsaðgerðir stjórnvalda er hluti af því. Ef breið samstaða og árangur á að nást um aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er nauðsynlegt að þar sé bæði tekið tillit til kostnaðar og ávinnings. Þannig getum við fundið farsælustu leiðina til að draga úr losun á sama tíma og við bætum lífskjör þeirra sem hér búa. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun