

Meistaradeildin
Keppni hinna bestu í Evrópu.
Leikirnir

Lúsifer gæti auðveldlega stolið senunni í leik Real Madrid og Man. Utd í kvöld
Evrópumeistararnir á síðustu leiktíð mætast í kvöld í árlegum Súperbikar UEFA þar sem sigurvegarar Meistaradeildarinnar og sigurvegarar Evrópudeildarinnar spila um hvort liðið er meistari meistaranna í Evrópuboltanum.

Stuðningsmenn PSG fjölmenntu og tóku vel á móti Neymar | Myndir
Neymar var í dag kynntur sem nýr leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain og hélt um leið sin fyrsta blaðamannafund og fór í sína fyrstu myndatöku í búningi PSG.

Liverpool mætir Hoffenheim
Liverpool datt ekki beint í lukkupottinn þegar dregið var í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag.

Neymar: Ég þurfti nýja áskorun
Brasilíumaðurinn Neymar hefur útskýrt þá ákvörðun sína að yfirgefa Barcelona og semja við franska félagið Paris Saint Germain.

Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG
Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona.

Matthías varamaður er Rosenborg tapaði fyrir Celtic | Þessi lið komust áfram
Rosenborg er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap fyrir skoska liðinu Celtic í kvöld.

Davíð um atvikið undir lokin: Bara út í hött
"Þetta er heldur betur svekkjandi, sérstaklega þar sem við spiluðum fínan leik,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir tapið gegn Maribor í kvöld. FH tapaði 1-0 í Kaplakrika og því einvíginu 2-0.

Heimir: Við fáum eitt tækifæri í viðbót
"Það er alltaf fúlt að tapa fótboltaleikjum en við reyndum allt sem við gátum,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tapið gegn Maribor í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. FH tapaði 1-0 á heimavelli og því einvíginu 2-0.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Maribor 0-1 | Bitlausir FH-ingar úr leik
Maribor er komið áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir 0-1 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Slóvenarnir unnu báða leikina 1-0.

Bergsveinn: Stærsti leikur sem ég hef spilað
Bergsveinn Ólafsson og félagar í FH taka á móti slóvenska liðinu Maribor í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Davíð Þór: Eru stressaðir þótt við séum að spila í deildabikarnum í júlí
Það er gríðarlega mikið undir í seinni leik FH og Maribor í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld
Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri.

Áttum okkur á því að þetta er risaleikur
FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum.

Teigurinn: Þvílíka gullið sem fer í Hafnarfjörðinn ef FH kemst áfram
Á miðvikudaginn mæta Íslandsmeistarar FH Maribor frá Slóveníu í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Sjáðu sigurmark Maribor gegn FH
FH-ingar eru í ágætum málum eftir aðeins 1-0 tap í Slóveníu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

FH-ingar töpuðu með minnsta mun út í Slóveníu
Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld fyrri leik sínum á móti slóvenska liðinu NK Maribor í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

UEFA lengir bann Bailly 74 dögum eftir rauða spjaldið
Eric Bailly, varnamaður Manchester United, þarf að taka út þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar í maí.

Norskur sparkfræðingur: Eina sem Bendtner gerir betur en Matthías er að tyggja tyggjó
Norskir fjölmiðlamenn og sparkfræðingar hafa verið afar duglegir að gagnrýna danska framherjann Nicklas Bendtner á þessu tímabili en Daninn kom til norsku meistarana í Rosenborg fyrir tímabilið.

Matthías skaut Rosenborg áfram í Meistaradeildinni
Norsku meistararnir í Rosenborg eru komnir áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eins og Íslandsmeistarar FH.

Þórarinn Ingi um dýfurnar: Það þarf stundum að beita brögðum í þessu
Þórarinn Ingi Valdimarsson og félagar hans í FH unnu í gær gríðarlega mikilvægan sigur í Færeyjum sem tryggði FH sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Eftir leikinn hefur FH-liðið verið gagnrýnt fyrir leikræna tilburði.

FH-ingar slógu Götustrákana út
FH er komið áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á Víkingi frá Götu í Færeyjum í kvöld.

FH fer annaðhvort til Slóveníu eða Bosníu
Í morgun varð ljóst hvaða lið bíður FH í næstu umferð takist þeim að slá Víkinga frá Götu úr annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

Emil Páls: Röð mistaka sem á ekki að gerast í svona leik
FH gerði 1-1 jafntefli við Víking í Götu frá Færeyjum í undankeppni Meistardeildar Evrópu í kvöld. Emil Pálsson skoraði mark FH í leiknum og var svekktur með að hafa misst leikinn í jafntefli.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Víkingur í Götu 1-1 | FH-ingar urðu að sætta sig við jafntefli
Víkingur Götu fer með útivallarmark í seinni leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Rosenborg gerði jafntefli við FH-banana
Rosenborg gerði 1-1 jafntefli við Dundalk á útivelli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum
FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld.

„FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband
Fyrirliði Víkings í Götu líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við framherja West Ham.

Fyrirliði Víkings: Frétti að Gunnar Nielsen er byrjaður að vinna í fyrsta skipti á ævinni
Atli Gregersen, fyrirliði Víkings í Götu, er góðvinur Gunnars Nielsen sem er víst ekki þekktur fyrir að vinna venjulega dagvinnu með fótboltanum eins og samlandar sínir

Þorvaldur dæmir í Meistaradeildinni á morgun
Þorvaldur Árnason og þrír astoðarmenn hans eru komnir til Svíþjóðar þar sem þeir sjá um dómgæsluna í leik í Meistaradeildinni á morgun.

FH fer til Færeyja eftir frægðarför Víkinganna til Kósóvó
Íslandsmeistarar FH mæta Víkingi úr Götu í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.