

Meistaradeildin
Keppni hinna bestu í Evrópu.
Leikirnir

Sjáðu öll 100 Evrópumörk Ronaldos | Myndband
Cristiano Ronaldo náði þeim einstaka árangri í gærkvöldi að skora sitt hundraðasta mark í Evrópukeppnum á ferlinum.

„Komið fram við okkur eins og bjórdós hefði verið kastað í rútuna“
Forráðamenn Borussia Dortmund eru ekki sáttir með að hafa þurft að spila leikinn gegn Monaco í 8-liða úrslitum Meistaradeild Evrópu í dag.

Umdeild vítaspyrna réði úrslitum á Vicenté Calderón | Sjáðu markið
Mark Antoines Griezmann úr vítaspyrnu réði úrslitum í fyrri leik Atlético Madrid og Leicester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Ronaldo örlagavaldurinn í München | Sjáðu mörkin
Cristiano Ronaldo reyndist örlagavaldurinn í fyrri leik Bayern München og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 1-2 sigri og fiskaði auk þess Javi Martínez af velli.

Mbappe hélt uppteknum hætti gegn Dortmund | Sjáðu mörkin
Franska undrabarnið Kylian Mbappe skoraði tvívegis þegar Monaco bar sigurorð af Borussia Dortmund, 2-3, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag.

Shakespeare segist ekki hafa stungið Ranieri í bakið
Craig Shakespeare, stjóri Leicester, segir að hann og fyrrum stjóri Leicester, Claudio Ranieri, hafi aldrei rifist á sínum starfsferli saman, en Shakespeare var aðstoðarmaður Ranieri.

Bartra gæti misst af restinni af tímabilinu vegna sprengjunnar
Marc Bartra, miðvörður Borussia Dortmund, missir af fyrri leik liðsins gegn Monaco í átta liða úrslitum vegna meiðsla sem hann hlaut í gær. Hann gæti misst af restinni af tímabilinu.

Kennslustund í hvernig stuðningsfólk á að koma fram
Giorgio Marchetti, mótastjóri UEFA, segir að það að UEFA kunni mikið að meta það hvernig stuðningsmenn Borussia Dortmund og Mónakó brugðust vel í erfiðum aðstæðum í Dortmund í gær.

Stuðningsmenn Dortmund sýndu Mónakó-fólkinu mikinn höfðingsskap
Ekkert varð að leik Borussia Dortmund og Mónakó í Meistaradeildinni í gærkvöldi eftir að sprengjur sprungu við rútu Borussia Dortmund á leiðinni í leikinn. Leiknum var frestað um sólarhring en það voru ekki bara slæmar fréttir frá Þýskalandi í gær.

Juventus í frábærum málum eftir 3-0 sigur á Börsungum
Juventus er komið hálfa leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir glæsilegan sigur á Barcelona í kvöld.

Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar
Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins.

Er Real Madrid tilbúið að selja bæði Bale og Ronaldo?
Spænska blaðið Don Balon slær því upp í morgun að bæði forseti Real Madrid, Florentino Perez og knattspyrnustjórinn, Zinedine Zidane, séu það óánægðir með frammistöðu tveggja stærstu stjarna liðsins að þeir séu til sölu í sumar.

Hinn ungi Julian Nagelsmann á leið með Hoffenheim í Meistaradeildina
Hoffenheim steig stórt skref í átta að Meistaradeildarfótbolta á næsta tímabili þegar liðið vann tveggja marka útisigur á Hertha Berlin, 3-1, í þýsku bundesligunni í kvöld.

Sara Björk og félagar úr leik í Meistaradeildinni
Þýska liðið Wolfsburg er úr leik í Meistaradeildinni þrátt fyrir 1-0 sigur á útivelli í seinni leik sínum á móti franska liðinu Olympique Lyonnais í átta liða úrslitum Meistaradeildinni.

Segja Manchester United tilbúið að borga ofurlaun og metfé fyrir Neymar
Spænska blaðið Sport slær því upp í morgun að Brasilíumaðurinn Neymar sé að öllum líkindum að fara klæðast búningi Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Svona eru sigurlíkur liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar
Fólkið á bandarísku tölfræðisíðunni FiveThirtyEight keppist við að reikna út líkur á öllu mögulegu og ómögulegu og það kemur ekkert á óvart að búið sé að reikna út sigurlíkurnar í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Evrópumeistararnir mæta Bayern München
Evrópumeistarar Real Madrid mæta Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Shakespeare: Vardy er enginn svindlari
Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, hefur komið framherja sínum til varnar eftir að franski leikmaðurinn Samir Nasri kallaði Jamie Vardy svindlara.

Zidane: Enginn þjálfari vill mæta Leicester
Englandsmeistarar Leicester City halda uppi heiðri enskrar knattspyrnu í Meistaradeildinni og stóru liðin viðurkenna nú hvert af öðru að þau vilji alls ekki mæta liðinu í átta liða úrslitum keppninnar.

Nasri: Vardy er svindlari
Franski miðjumaðurinn Samir Nasri hjá Sevilla var allt annað en sáttur við framherja Leicester, Jamie Vardy, eftir að sá síðarnefndi fiskaði Nasri af velli í leik liðanna í Meistaradeildinni.

Er Monchi sá besti í sínu starfi í fótboltaheiminum í dag?
Sevilla varð að sætta sig við tap á móti Leicester City í Meistaradeildinni í vikunni en það er svo sannarlega ekkert tap á rekstri félagsins síðan að félagið réð Ramón Rodríguez Verdejo til starfa.

Guardiola: Gleymdum að spila fótbolta í fyrri hálfleik
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, horfðu upp á sitt lið falla út úr Meistaradeildinni í kvöld. Hann gagnrýndi liðið fyrri hálfleikinn en hrósaði sínum mönnum fyrir þann síðari.

Guardiola aldrei áður staðið í þessum sporum
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur upplifað margt á sínum ferli en hann hefur aldrei staðið í þeim sporum sem hann stóð í eftir leikinn í Mónakó í kvöld.

Atletico Madrid áfram eftir markalaust jafntefli | Sjáðu samantektina
Atletico Madrid fór örugglega áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að skora ekki á heimavelli sínum í kvöld.

Mónakó sló Manchester City út á fleiri mörkum á útivelli | Sjáðu mörkin
Franska liðið Mónakó er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur á enska liðinu Manchester City í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar.

Torres snýr aftur í kvöld
Það eru aðeins liðnar tvær vikur síðan framherjinn Fernando Torres rotaðist í leik og fólk óttaðist að hann hefði lamast.

Buffon er hræddur við Leicester City
Juventus og Leicester City komust áfram í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni í gær og markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, vill fyrir alla muni forðast að mæta Englandsmeisturum Leicester City í næstu umferð.

Shakespeare: Vorum að slá út eitt besta lið Evrópu
Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, var kátur eftir að lið hans hafði tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Wes Morgan: Við gerðum hið ómögulega aftur
Wes Morgan, fyrirliði Leicester City, átti flottan leik í kvöld og var líka kátur eftir 2-0 sigur á Sevilla sem skilaði enska liðinu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Juventus vann aftur tíu menn hjá Porto | Sjáðu mörkin
Ítalska liðið Juventus tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld eftir 1-0 sigur í seinni leiknum á Porto en leikurinn í kvöld fór fram á Ítalíu.