

Keppni hinna bestu í Evrópu.
Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, var rekinn af velli eftir að það sem hefði reynst sigurmark Tottenham gegn Sporting í Meistaradeild Evrópu var dæmt af. Conte sparaði ekki stóru orðin að leik loknum.
„Skemmtilegt að vita að maður fengi sénsinn í svona stórum leik,“ sagði hinn 18 ára gamli Orri Steinn Óskarsson um innkomu sína í leik FC Kaupmannahafnar og Sevilla í Meistaradeild Evrópu sem fram fór í Andalúsíu á þriðjudagskvöld. Orri Steinn varð þar með yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni.
Napoli heldur áfram sigurgöngu sinni í Meistaradeild Evrópu á meðan dramatíkin var gríðarleg í leikjum Atlético Madríd og Tottenam Hotspur.
Áður en flautað var til leiks á Nývangi í kvöld var ljóst að Börsungar gætu ekki komist í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Liðið hélt upp á áfangann með 0-3 tapi gegn Bayern München í kvöld.
Lærisveinar Jürgen Klopp unnu öruggan 3-0 útisigur á Ajax í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta og tryggðu sér þar með farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar.
Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň.
Ferð Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar til Andalúsíu var ekki til fjár en liðið tapaði 3-0 fyrir Sevilla og situr sem fastast á botni G-riðils Meistaradeildar Evrópu. Gestirnir frá Danmörku skráðu sig hins vegar á spjöld sögunnar þar sem alls voru sex táningar í byrjunarliðinu, þar af tveir frá Íslandi.
Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson voru beðnir að velja á milli Alessandros Del Piero og Francescos Totti í dagskrárliðnum Þessi eða hinn sem er alltaf í lok hvers þáttar af Meistaradeildarmörkunum.
Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, segir meiðsli og óheppni hafa spilað sinn þátt í óstöðugri byrjun liðsins á tímabilinu. Liverpool mætir Ajax í Meistaradeild Evrópu í kvöld og dugir jafntefli til að endanlega tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum.
Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi.
Erling Haaland lék aðeins fyrri hálfleikinn þegar Manchester City gerði markalaust jafntefli við Dortmund í Þýskalandi í gærkvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.
Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar, varð í gær yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu frá upphafi.
Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar sex leikir í næst seinustu umferð riðlakeppninnar fóru fram á sama tíma. Ítalska stórveldið Juventus er úr leik eftir 4-3 tap gegn Benfica og stjörnurnar hjá Paris Saint-Germain léku á als oddi er liðið vann 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa.
Borussia Dortmund og Englandsmeistarar Manchester City skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu markalaust jafntefli í endurkomu Erling Braut Haaland á sinn gamla heimavöll í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.
Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er úr leik í Meistaradeild Evrópu, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Sevilla í næst seinustu umferð G-riðils í kvöld.
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er á leið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-2 útisigur gegn FC Salzburg í kvöld.
Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson eru báðir í byrjunarliði danska félagsins FCK í Meistaradeildinni í kvöld.
Pep Guardiola sagði í gær að Erling Haaland væri enn betri knattspyrnumaður en hann hefði haldið, og jafnframt einbeittur í að bæta sig. Guardiola grínaðist einnig með að Haaland þyrfti að hafa stjórn á mataræðinu í langa fríinu sem hann á fyrir höndum.
Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er vinsælasti tónlistarmaðurinn á streymisveitunni Spotify frá upphafi en þykir ekki eins vinsæll í heimi íþróttanna eftir fjölda óheppilegra atvika undanfarin ár.
Federico Valverde er nýjasta stórstjarnan í liði Real Madrid og er ein af ástæðunum að spænska stórliðið saknar ekki mikið brasilíska miðjumannsins Casemiro.
Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox þegar Liverpool vann stórsigur á Rangers, 1-7, í Meistaradeild Evrópu. Eftir leikinn ræddi Gummi við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool.
Liverpool skoraði sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni í gær og það var að nógu að taka þegar kom að metum og öðrum stórmerkilegum áföngum leikmanna Liverpool liðsins.
Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox í gærkvöldi og sáu Liverpool liðið skora sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni.
Ensku félögin Liverpool og Tottenham unnu bæði leiki sína í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjum þeirra hér inn á Vísi sem og úr miklu markajafntefli Barcelona og Internazionale.
Það eru ekki bara skæruliðadeildir á Íslandi því nú berast fréttir af því að franska stórliðið Paris Saint Germain geri út eina og það meira að segja gegn sínum eigin leikmönnum.
Tottenham Hotspur og Eintracht Frankfurt eru jöfn að stigum í afar spennandi D-riðli í Meistaradeild Evrópu. Bæði þurfa þrjú stig eru þau mætast klukkan 19:00.
Spænska stórveldið Barcelona var úr nánast úr leik í Meistaradeild Evrópu þangað til Robert Lewandowski kom til bjargar með tveimur mörkum í 3-3 jafntefli gegn Inter.
Mohamed Salah skoraði þrennu á sex mínútum í 1-7 útisigri Liverpool á Rangers í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Enginn hefur skorað þrjú mörk í Meistaradeildinni á jafn skömmum tíma.
Napoli og Club Brugge tryggðu sér þátttökurétt í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir úrslit fyrstu tveggja leikja dagsins í keppninni.
Það er óhætt að segja að rekstur fótboltaliðs Barcelona undanfarin ár hafi verið í kennslubók í hvernig á ekki að stýra fótboltafélögum.