Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Þarf fullkominn leik gegn Liverpool

    Unai Emery segist aldrei hafa séð betra Liverpool-lið en það sem að Villarreal, sem Emery stýrir, mætir á morgun í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Neymar: Hættið að baula

    Paris Saint-Germain varð franskur meistari í gær eftir 1-1 jafntefli við Lens. Með stiginu tryggði PSG titilinn þótt það væru fjórar umferðir eftir. Þrátt fyrir að liðið væri að tryggja sér titilinn þá bauluðu stuðninsmenn PSG á þá.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo: Benzema á að fá Ballon d'Or

    Brasilíska goðsögnin Ronaldo Nazario telur að Karim Benzema, framherji Real Madrid, eigi skilið að fá Ballon d'Or verðlaunin sem veitt eru besta knattspyrnumanni heims ár hvert.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Markalaust jafntefli í Madríd

    Manchester City er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 0-0 jafntefli við Atletico Madrid í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum. City fer áfram eftir 1-0 sigur í fyrri viðureigninni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Modric: „Við vorum dauðir“

    Luka Modric átti frábæran leik fyrir Real Madrid er liðið sló Evrópumeistara Chelsea úr leik í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Modric lagði upp markið sem tryggði liðinu framlengingu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Evrópumeistararnir úr leik eftir framlengdan leik

    Real Madrid er á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 3-2 tap gegn Evrópumeisturum Chelsea í framlengdum leik í kvöld. Madrídingar unnu fyrri leik liðanna 3-1 og fara því áfram eftir samanlagðan 5-4 sigur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Villareal sló þýsku meistarana úr leik

    Villareal gerði sér lítið fyrir og sló þýsku meistarana í Bayern München úr leik í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en Villareal vann fyrri leik liðanna 1-0 og er því á leið í undanúrslit.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Atletico Madrid lokar hluta af leikvangi sínum vegna nasista

    Atletico Madrid hefur fengið ákæru vegna óviðunandi hegðunar stuðningsmanna en einhver fjöldi þeirra voru að heilsa leikmönnum og öðrum á Etihad vellinum að hætti nasista í fyrri viðureign liðsins gegn Manchester City í Meistaradeildinni á þriðjudaginn síðastliðinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sjóðheitur Benzema gerði aðra þrennu

    Hinn 34 ára gamli Benzema heldur áfram að sýna allar sínar bestu hliðar en hann skoraði öll þrjú mörk Real Madrid í 1-3 sigri á Chelsea á Brúnni í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Stórt að ná þriðja markinu inn“

    Andy Robertson, bakvörður Liverpool, var hæstánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Benfica í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann segir það hafa verið gríðarlega mikilvægt að skora þriðja markið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    De Bruyne skaut Englandsmeisturunum í forystu

    Kevin De Bruyne skoraði eina mark leiksins er Englandsmeistarar Manchester City unnu 1-0 sigur gegn Spánarmeisturum Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

    Fótbolti