

Menning
Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Eliza Reid efst á bóksölulistanum
Félag íslenskra bókaútgefenda hefur gefið út bóksölulista fyrir aprílmánuð og það kemur eflaust einhverjum á óvarta en fyrrverandi forsetafrú trónir þar á toppi með bók sína Diplómati deyr.
Fréttir í tímaröð

GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi
Forsvarsmenn Rockstar ákváðu á dögunum að fresta útgáfu Grand Theft Auto 6 um meira en hálft ár. Eftirvæntingin er gífurleg og sést það glögglega á því hve margir horfðu á stiklu sem birt var skömmu eftir að tafirnar urðu opinberar. Sú stikla er sögð hafa sett nýtt met.

Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku
Leikkonan og handritshöfundurinn Vala Kristín Eiríksdóttir og leikarinn Hilmir Snær Guðnason eiga von á dóttur á næstu vikum, að því er fram kemur í færslu Völu á Instagram.

Óhræddir við raunverulegar tilfinningar
„Þetta er um smá rugl og smá von en fyrst og fremst um góðar víbrur og raunverulegar tilfinningar,“ segja tónlistarmennirnir Darri og Arnar Gauti, jafnan þekktir sem Háski og Curly. Þeir voru að gefa út tónlistarmyndband við lagið Baby hvað viltu?

Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni
Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi.

Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi
Svissnesk-bandaríski myndlistarmaðurinn Christian Marclay hefur komið víða að í listheiminum og þar á meðal unnið til verðlauna á virtu hátíðinni Feneyjartvíæringnum. Verk hans The Clock er af mörgum talið eitt merkasta listaverk 21. aldarinnar og er nú til sýnis á Listasafni Íslands.

Þau allra nettustu á Met Gala
Stærsta tískuhátíð ársins Met Gala fór fram á listasafninu Metropolitan Museum of Art í New York borg í gærkvöldi, fyrsta mánudaginn í maí. Þar var ekkert gefið eftir í glæsileikanum og frægustu stjörnur heims létu sig ekki vanta.

Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri
Páfinn er dáinn! Kardínálar ferðast til Rómar þar sem þeir eru læstir inni í Sixtínsku kapellunni til að kjósa nýjan leiðtoga kaþólsku kirkjunnar. Kardínálarnir eru breyskir eins og aðrir menn, syndga, slúðra og láta kappið jafnvel bera fegurðina ofurliði.

Blautir búkar og pylsupartí
Margt var um manninn þegar leiksýningin Sund, eftir leikhópinn Blautir búkar, var endurfrumsýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld. Sýningin naut mikilla vinsælda á síðasta leikári og hefur nú snúið aftur á dagskrá fram á sumar.

Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“
Leikstjórinn Baltasar Kormákur segir óvissu ríkja í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs eftir að Bandaríkjaforseti boðaði hundrað prósenta tolla á kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna. Hann hafi áhyggjur af mögulegum áhrifum á eigin verkefni sem og íslenskan kvikmyndaiðnað í heild en að áætlanir forsetans komi fyrst og fremst til með að bitna á Bandaríkjamönnum sjálfum.

Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug
Íslenska stórhljómsveitin Kaleo hefur spilað víða um heim síðastliðinn áratug og stefnir á að vera loksins aftur með tónleika í Vaglaskógi í sumar. Þeir eru að gefa út plötuna Mixed Emotions næstkomandi föstudag og ætla að fylgja henni eftir með stæl bæði erlendis og hérlendis. Er um að ræða fyrstu tónleika sveitarinnar á Íslandi síðan 2015.

Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
„Við viljum kvikmyndir framleiddar í Bandaríkjunum aftur,“ skrifaði Trump í hástöfum á miðli sínum Truth Social í nótt. Þar boðaði hann að kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna yrðu tollaðar um eitt hundrað prósent. Fjögur til sex stór kvikmyndaverkefni eru í undirbúningi á Íslandi á næstu misserum.

The Wire og Sopranos-leikari látinn
Bandaríski leikarinn Charley Scalies sem þekktur er fyrir hlutverk sín í þáttaröðunum The Wire og The Sopranos, er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést fyrsta dag maímánaðar, en hann hafði glímt við Alzheimer-sjúkdóminn um nokkurt skeið.

Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“
„Þetta eru í raun munnælasögur og einna helst að maður reyni að stökkva á eldra fólk þegar það labbar hér framhjá,“ segir Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Bæjarbíós í Hafnarfirði.

Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022
Halldór Armand rithöfundur segist árum saman hafa átt í óheilbrigðu sambandi við sjálfan sig og þegar það hafi breyst hafi allt breyst í skrifum hans. Halldór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa kynnst því á eigin skinni að ákveðnum sjónarmiðum megi helst ekki velta upp í meginstraumsumræðu á Íslandi. Hann óttast þó að viðbrögð við woke-ismanum gæti orðið enn verra en öfga woke.

Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr
Mæðginin Arnhildur og Arnar hafa síðustu daga unnið hörðum höndum að því að koma upp sýningu sinni á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr. Í sýningunni er fjallað um nýjar leiðir til að nota hraun í arkitektúr. Róttæk leið til að takast á við öfgafullar aðstæður segir Arnhildur.

Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð
Það voru prúðbúnir gestir, sem sóttu messu í Fljótshlíð í morgun enda ærið tilefni til því þetta var þjóðbúningamessa þar sem mikill meirihluta kirkjugesta voru í þjóðbúningum. Flesta búningana hefur fólk saumað sjálft á sig.

Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg
Þórhallur Steingrímsson fór ásamt konu sinni, Mariu Gomes Rodrigues, á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga í gær í Rio de Janeiro í Brasilíu. Áætlað er að tvær milljónir manna hafi verið viðstödd tónleikana sem fóru fram í gær. Þórhallur varð ekki var við handtökur vegna sprengjutilræða en segir öryggisgæsluna hafa verið gríðarmikla.

Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar
Fyrsti þáttur af Stóru stundinni á Stöð 2 verður frumsýndur í kvöld klukkan 19 en í þeim fylgir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir eftir viðmælendum í aðdraganda stærstu augnablika lífs þeirra. Í fyrsta þætti, sem verður í opinni dagskrá, fá áhorfendur að fylgjast með fæðingu barns.

Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika
Mikill fjöldi er nú kominn saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að fara á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga. Samkvæmt brasilískum yfirvöldum var búist við allt að 1,6 milljón manns á Copacabana ströndina þar sem tónleikarnir fara fram.

Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda
Þuríður Sigurðardóttir söngkona kallar eftir því að Laugarnes í Reykjavík verði friðlýst sem búsetu- og menningarlandslag. Hún býður upp á sögugöngu um Laugarnes klukkan þrjú á morgun, sunnudag, þar sem hún ætlar meðal annars að fjalla um þá kenningu að landnámsbær Ingólfs hafi verið í Laugarnesi.

Sýningin gott fyrir- og eftirpartý
Hið margrómaða verk Klukkan eða The Clock var opnað í Listasafni Íslands í gær en um er að ræða sólarhringslangt vídeóverk sem samanstendur af þúsundum myndbrota úr kvikmyndasögunni. Hvert þeirra vísar til ákveðins tíma sólarhringsins og eru tímasetningar sem birtast á skjánum í rauntíma.

Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu
Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) á lokaathöfn alþjóðlegu BSFF kvikmyndahátíðarinnar í Brussel í Belgíu. Myndinni er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og hún framleidd af Heather Millard.

Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar
Leikhús í San Francisco setur upp söngleik byggðan á sögu Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana.