Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Heillaði að læra hefðirnar í Húsó

„Það var æðisleg reynsla að fara í Húsó,“ segir hinn nítján ára gamli Ástvaldur Mateusz Kristjánsson sem var að ljúka við ævintýraríkt ár í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík þar sem hann lærði ýmislegt nýtt. Blaðamaður ræddi við hann um nám hans við Húsó, lífið og tilveruna og framtíðardrauma.

Lífið
Fréttamynd

KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eld­borg

Ef íslenska þjóðarsálin væri maður, væri hún líklega gamall sjóari sem syngur tregafull ástarljóð í reykfylltu sjoppukaffi, með bletti á peysu og gleymdar vonir í augunum. Við elskum að finna til og KK hefur veitt þessari hneigð raddbönd og sex strengi.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Þessi þriggja daga há­tíð er al­gjört konfekt”

Kvikmyndahátíðin FILMA verður haldin í annað sinn dagana 27. til 29. maí næstkomandi í Bíó Paradís. Nemendur Kvikmyndalistadeildar Listaháskóla Íslands sýna þar verk sín. Í vor útskrifast fyrsti árgangur deildarinnar og eru þá nemendur að útskrifast í fyrsta sinn með háskólagráðu í kvikmyndagerð frá íslenskum háskóla.

Lífið
Fréttamynd

Sigur Rós í Handmaids Tale

Sjónvarpsserían The Handmaids Tale hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan og segir vægast sagt óhugnanlega sögu um dystópískan heim Gilead. Framleiðendur þáttanna virðast mjög hrifnir af íslenskri tónlist en hljómsveitin Sigur Rós á lag í nýjustu og jafnframt síðustu þáttaröðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Segist hafa neyðst til að vera Lauf­ey í beinni út­sendingu

Eflaust hafa margir endrum og eins velt fyrir sér hve þægilegt það væri að geta klónað sig. Tónlistarkonunni Laufeyju Lín hefur ekki tekist það en býr svo vel að eiga tvíburasysturina Júníu sem er næstum því alveg eins. Það virðist hafa verið heppilegt um helgina ef marka má TikTok myndband sem Júnía birti. 

Lífið
Fréttamynd

Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Mari­lyn Mon­roe

Var Marilyn Monroe, þessi frægasta kvikmyndastjarna heims, myrt? Myrti mafían Marilyn Monre? Eða stóðu Kennedy-bræður kannski að andláti hennar? CIA? Flókið net samsæriskenninga er um dularfullan dauða Marilyn. Mafían, CIA, Kennedy-bræður, ástir, losti, fíkn og svik fléttast saman í víðfeðman sagnavef.

Lífið
Fréttamynd

Reisa styttu af Birni í Kópa­vogi

Handmótuð brjóstmynd af rapparanum Birni, steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi, verður fest á steinstöpul og henni fundinn staður undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari gerði styttuna en hún prýðir plötuumslagið á næstu plötu Birnis. Þórsteinn Svanhildarson, sem gengur undir listamannsnafninu Doddi digital, sá um hönnun og sjónræna útfærslu plötunnar.

Lífið
Fréttamynd

Segja Freddie Mercury eiga laun­dóttur

Freddie Mercury átti dóttur í leyni með eiginkonu náins vinar síns fyrir tæplega fimmtíu árum síðan. Þetta er fullyrt í nýrri ævisögu um breska söngvarann sem nýverið leit dagsins ljós.

Lífið
Fréttamynd

Hjálmar með upp­lyftandi morgunkveðju

Hljómsveitin Hjálmar hefur verið ein ástsælasta hljómsveit landsmanna í áratugi og komið víða fram. Þeir voru í dag að senda frá sér brakandi ferskt lag sem er sannkallaður morgunsmellur.

Lífið
Fréttamynd

Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþrótta­viðburðum

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. 

Innlent
Fréttamynd

Súkku­laði sviðakjammar rjúka út á Sel­fossi

Sviðakjammar eru í miklu uppáhaldi hjá húsmóður á Selfossi en ástæðan er sú að hún galdrar fram dýrindis súkkulaði kökur, sem líta út alveg eins og sviðakjammi. Húsmóðirin hefur varla undan að baka kjammana enda smakkast þeir ótrúlega vel.

Innlent
Fréttamynd

Sigur­vegarinn vill banna Ísrael

Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. 

Lífið
Fréttamynd

Rúrik fellur í skuggann á kyn­þokka­fullum Jóni

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sýnir aðdáendum sínum nýja og kynþokkafulla hlið þar sem hann situr fyrir í nýjustu auglýsingaherferð tískuvöruverslunarinnar Húrra Reykjavík. Á myndunum má sjá hann alvarlegan á svip, ýmist beran að ofan, sem er nokkuð ólíkt þeirri brosmildu týpu sem flestir þekkja.

Lífið
Fréttamynd

Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu

Það var líf og fjör í miðbæ Reykjavíkur þegar markaðstorgið Dunda fór í loftið. Um áttatíu manns komu saman og fögnuðu þessu á barnum Nínu og sólin var heiðursgestur partýsins. 

Lífið
Fréttamynd

Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóð­leik­húsinu

Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.

Lífið
Fréttamynd

Einn heitasti plötu­snúður í heimi á leið til landsins

Það er stöðugt líf og fjör í skemmtanalífinu í Reykjavík og því slær ekki slöku við. Breski plötusnúðurinn Notion er væntanlegur til Íslands næsta vetur og mun troða upp á klúbbnum Auto en hann þykir einn af vinsælustu plötusnúðum heimsins í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Birta Sól­veig fer með hlut­verk Línu Langsokks

Birta Sólveig Söring Þórisdóttir mun fara með hlutverk Línu Langsokks í nýrri uppsetningu Þjóðleikhússins sem verður frumsýnd þann 13. september næstkomandi. Nú þegar hafa hátt í fimmtán þúsund miðar selst og stefnir í að allar 40 sýningarnar verði uppseldar fyrir frumsýningu.

Menning
Fréttamynd

Nauð­syn­legt að gera upp for­tíðina

„Ég áttaði mig á því að það væri tímasóun að trúa ekki á sjálfa mig, það skemmir bara fyrir manni sjálfum,“ segir tónlistarkonan Silja Rós sem var að senda frá sér plötuna Letters from my past. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og listina.

Tónlist
Fréttamynd

Staupasteinsstjarna er látin

George Wendt, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn drykkfengna Norm Peterson í gamanþáttunum Staupasteinn, eða Cheers, er látinn. Hann lést í svefni á heimili sínu í morgun en hann var 76 ára gamall.

Bíó og sjónvarp