Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segir hlut­verkið hafa bjargað lífi sínu

Stórstjarnan Pamela Anderson hefur sjaldan skinið skærar en nú og sést það langar leiðir. Hún gaf út heimildarmyndina Pamela á Netflix, fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Last Showgirl og hefur setið fyrir í ýmsum hátískuherferðum ásamt því að sitja í fremstu röð á heitustu tískusýningunum.

Lífið
Fréttamynd

Ísraelar þekkja á­sakanir um stuld af eigin raun

Ísraelskur lagahöfundur hefur kvartað yfir meintum þjófnaði sigurvegara Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann krefst þess að lagið verði dæmt úr keppni eða að hann verði titlaður lagahöfundur. Flytjendur sigurlagsins segjast aldrei hafa heyrt lagið áður. Ísraelar hafa áður verið sakaðir um að stela lagi fyrir Eurovision.

Lífið
Fréttamynd

Þessi eru til­nefnd til Ís­lensku tón­listar­verð­launanna

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna hafa nú litið dagsins ljós. Tilkynnt var um tilnefningarnar á veitingahúsinu Jómfrúnni við Lækjargötu en staðurinn hlaut einmitt verðlaun fyrir tónlistarviðburð ársins í fyrra. Tilnefnt er fyrir hljómplötur, lög og tónverk, flutning, söng, tónlistargrafík og -myndbönd, upptökustjórn og textagerð.

Tónlist
Fréttamynd

Bein út­sending: Til­nefningar til Ís­lensku tón­listar­verð­launanna

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2025 verða kunngjörðar á veitingahúsinu Jómfrúnni upp úr kl. 16.00 í dag. Þá kemur það í ljós hvaða verkefni, einstaklingar og hópar það eru sem hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir hið gjöfula ár 2024. Tilnefnt er fyrir hljómplötur, lög, tónverk, flutning, söng, tónlistargrafík og -myndbönd, upptökustjórn og textasmíðar.

Tónlist
Fréttamynd

Vinur Patriks kom upp um hann

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, virðist ekki hafa verið í beinni útsendingu í Söngvakeppni sjónvarpsins í Gufunesi í Reykjavík á laugardagskvöldið. Vinur hans kom upp um hann og upplýsti að Patrik væri á Akureyri.

Lífið
Fréttamynd

Svona skiptust at­kvæðin í Söngva­keppninni í heild sinni

Lagið Róa bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2025 sem fram fór í beinni útsendingu á RÚV síðasta laugardagskvöld. Lagið var hlutskarpast í símakosningu almennings bæði í undankeppninni og lokakeppninni. Þá voru erlendu dómararnir líka ánægðastir með lagið. 

Lífið
Fréttamynd

Ekkert gefið eftir í elegansinum

Stærstu sjónvarps-og kvikmyndastjörnur heims geisluðu á rauða dreglinum í gærkvöldi þegar SAG verðlaunin fóru fram í 31. skipti í Los Angeles. Hátíðin heiðrar það sjónvarpsefni og þær kvikmyndir sem stóðu upp úr á síðastliðnu ári og glæsileikinn var svo sannarlega í fyrirrúmi. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Minnast Árna Grétars á maraþon-minningar­tón­leikum

Mikill fjöldi raftónlistarmanna kemur fram á morgun, þriðjudag, á minningartónleikum um Árna Grétar Jóhannesson sem lést þann 4. janúar. Árni Grétar var tónlistarmaður sem margir þekktu sem Futuregrapher. Hann var 41 árs þegar hann lést og lætur eftir sig tvo drengi. Allur ágóði af miðasölu rennur til þeirra. 

Lífið
Fréttamynd

Setja markið á 29. sætið

Sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins eru alsælir með sigur laugardagskvöldsins, og eru enn að átta sig á því að þeir verði fulltrúar Íslands í Eurovision. Aðalmarkmið þeirra er að gleðja þjóðina og gera hana stolta.

Lífið
Fréttamynd

VÆB keppa fyrir hönd Ís­lands í Euro­vision

VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd.

Lífið
Fréttamynd

Bryan Adams seldi upp á hálf­tíma

Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey ein af konum ársins hjá Time

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir var valin ein af konum ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. Athygli er vakin á því hvernig hún hefur náð að vekja áhuga yngri kynslóða á jazz og klassískri tónlist með því að blanda tónlistarstefnum við nútímapopp og setja í nýstárlegan búning.

Lífið
Fréttamynd

Bezos bolar Broccoli burt frá Bond

Fjölskyldan sem stýrt hefur sögunum um James Bond, ofurnjósnarann heimsfræga, hefur stigið til hliðar. Amazon MGM Studios munu nú hafa fulla stjórn á njósnaranum en Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, höfðu staðið í vegi fyrirtækisins varðandi nýjar kvikmyndir og þætti úr söguheimi Bonds.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Draumurinn rættist að syngja með Bubba

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór situr ekki auðum höndum þessi misserin en á miðnætti kom út nýtt lag með kappanum þar sem hann fær engan annan Bubba Morthens í lið með sér. 

Tónlist