Laufey lofuð í Rolling Stone Fjallað er um fyrstu EP-plötuna sem tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi frá sér á dögunum í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. Fram kemur í umfjöllun Rolling Stone að mörg laganna á plötu Laufeyjar hafi hún samið á heimavistinni í Berklee-tónlistarskólanum í Boston, þar sem Laufey stundaði nám. Lífið 1. maí 2021 10:36
Natan Dagur söng á íslensku og komst áfram Natan Dagur Benediktsson komst í gær áfram í norsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum The Voice. Átta keppendur stigu á svið í gær en aðeins fjórir komust áfram. Lífið 1. maí 2021 08:19
Gamalt SSSól lag í nýjum búningi Nú á dögunum sendu þau Eva Björnsdóttir söngkona og Ingvar Valgeirsson gítarleikari frá sér lagið Ef ég væri Guð. Lagið er gamalt SSSól-lag og er nýja útsetningin talsvert frábrugðin þeirri gömlu. Albumm 30. apríl 2021 14:31
Aron Can frumsýnir myndband við tvö ný lög Aron Can frumsýnir í dag tónlistarmyndband við tvö ný lög af væntanlegri plötu. Tónlist 30. apríl 2021 12:01
Stemning á forsýningu Arons Can í Egilshöll Tónlistarmaðurinn Aron Can var með sérstaka forsýningu á tónlistarmyndbandi sínu við lögin Flýg upp og Varlega. Fjölmennt var í Egilshöll þar sem lögin voru spiluð í fyrsta skipti. Lífið 30. apríl 2021 09:46
Reisa styttu af Solskjær í Kristjánssundi Stytta hefur verið reist af Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United, í heimabænum Kristjánssundi í Noregi en hann er einn af stærstu stjörnum bæjarins. Fótbolti 29. apríl 2021 18:00
Superserious frumsýnir myndband Sveitin Superserious frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Let's Be Grown Ups sem er af væntanlegri plötu sem kemur í sumar sem mun heita Let's get serious. Tónlist 29. apríl 2021 16:52
Raven gefur út plötuna 229 Söngkonan RAVEN sendir frá sér EP plötu í dag. Platan heitir 229 og samanstendur af fimm lögum. Albumm 29. apríl 2021 14:31
Tökur hafnar á House of the Dragon Tökur eru hafnar á þáttunum House of the Dragon, sem er úr smiðjum HBO og byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á. Bíó og sjónvarp 29. apríl 2021 13:34
Keeping Faith: Nýtt í maí á Stöð 2+ Þættirnir Keeping faith gerast í friðsælum smábæ í Wales. Þar býr lögfræðingurinn Faith Howells og í fyrstu virðist lífið leika við hana. Hins vegar snýst veröld hennar á hvolf þegar eiginmaður hennar hverfur sporlaust. Lífið samstarf 28. apríl 2021 16:56
Freydís, Jón og Snæbjörn hlutu barnabókaverðlaun Reykjavíkur Freydís Kristjánsdóttir, Jón St. Kristjánsson og Snæbjörn Arngrímsson hljóta Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2021 fyrir bækurnar Sundkýrin Sæunn, Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen 3 og Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf. Menning 28. apríl 2021 16:20
Birgir í nýjasta lagi September Nýjasta lag September er komið út á streymisveitum. Lagið sem nefnist Already Better er sungið af söngvaranum Birgi. Albumm 28. apríl 2021 14:31
Britney mun ávarpa dómara í júní Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi. Erlent 28. apríl 2021 13:59
Tónlistarkonan Anita Lane látin Ástralska söngkonan og lagasmiðurinn Anita Lane er látin, 62 ára að aldri. Á ferli sínum starfaði Lane meðal annars með sveitunum The Bad Seeds og The Birthday Party. Lífið 28. apríl 2021 13:45
John Cleese sannfærður um að Kaupþing hafi komið hruninu 2008 af stað Enski leikarinn fer á kostum í sérstakri afmæliskveðju til Þrastar Leós Gunnarssonar leikara. Menning 28. apríl 2021 11:26
Netverjar flissa yfir nýju skilti Ölfuss Nýtt skilti með nafni sveitarfélagsins Ölfuss, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Kostnaður vegna skiltisins nemur um tíu til tólf milljónum króna, samkvæmt bæjarstjóranum Elliða Vignissyni. Lífið 27. apríl 2021 20:13
Daði fær silfurplötu í Bretlandi Daði Freyr hefur fengið silfurplötu í Bretlandi fyrir lagið Think About Things. Um er að ræða söluviðurkenningu sem vottar að lagið seldist í 200 þúsund eintökum þar í landi. Tónlist 27. apríl 2021 15:31
Rússi fékk loks lausn úr kínverskum sjónvarpsþætti Rússneskur maður er loksins laus úr kínverskum raunveruleikasjónvarpsþætti eftir að hafa beðið um að fá að hætta í þrjá mánuði. Hinn 27 ára gamli Vladislav Ívanóv vann sem túlkur við þættina Produce Camp 2021 og var boðið að taka þátt í leitinni að mönnum í nýja strákahljómsveit. Bíó og sjónvarp 27. apríl 2021 14:30
Sigurður Guðmundsson gefur út Kappróður Tónlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson gefur út lagið Kappróður sem er fyrsta smáskífan af samnefndri sólóplötu hans sem kemur út í byrjun sumars á vegum Record Records. Albumm 27. apríl 2021 14:30
Meint klámhögg Brynjars og meintur grátur Guðmundar Þingmenn takast hart á um umdeild ummæli sem féllu þar sem heiðurslaun listamanna voru notuð til dæmis. Sem segir talsvert um átakalínur í íslenskri pólitík, ef að er gáð. Innlent 27. apríl 2021 13:59
Sýnir frá alls konar leynitrixum við kvikmyndatökur Það getur verið nokkuð flókið að taka upp atriði í kvikmynd eða sjónvarpsþáttum og mikil vinna liggur að baki hverrar sekúndu í tökum. Lífið 27. apríl 2021 13:30
Árni Ólafur er látinn Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri er látinn, 49 ára að aldri, í kjölfar alvarlegra veikinda. Árni lætur eftir sig eiginkonu og son. Innlent 26. apríl 2021 21:43
Geimævintýri byggt upp af leikþáttum Barnaplatan Út í geim og aftur heim eftir Alexander Frey Olgeirsson er nú komin út. Platan er geimævintýri sem er byggt upp af leikþáttum og ellefu glænýjum barnalögum. Albumm 26. apríl 2021 20:01
Barði gerir tónlist fyrir nýja hryllingsmynd Barði Jóhannsson, oft kenndur við Bang Gang, gaf í síðustu viku út tónlist við kvikmyndina Agony. Barði hefur samið og lagt til tónlist í yfir þrjátíu kvikmyndir, leikhúsverk og sjónvarpsþætti en í tónlistinni við Agony læðist hann um stræti trylla og hryllings. Lífið 26. apríl 2021 16:39
Brynjar segir engin heiðurslaun hugsanleg án Samherja og annarra sambærilegra fyrirtækja Brynjar Níelsson alþingismaður sendir Bubba Morthens tóninn í pistli þar sem hann rís upp Samherja til varnar. Innlent 26. apríl 2021 15:41
Nobody: Hæst bylur í tómri tunnu Í kvikmyndinni Nobody leikur Bob Odenkirk hinn frústreraða Hutch Mansell sem umturnast eftir að brotist er inn í húsið hans. Allir (karlmennirnir) í kringum hann sýna honum vanþóknun og eru á því að hann hefði átt að lúskra á innbrotsþjófunum þegar færi gafst. Þetta leggst á sálina á greyinu Hutch, sem verður til þess að litli óöryggi karlinn inni í honum verður að fá útrás. Og hver er sú útrás? Jú, að berja og drepa sem flesta. Gagnrýni 26. apríl 2021 15:02
Stóra prumpumálið reynist babb í bát hjá Abbababb Jón Gnarr er höfundur texta við lag Dr. Gunna og hann hefur lagt blátt bann við notkun hans í kvikmyndinni Abbababb sem nú er í tökum. Menning 26. apríl 2021 12:33
Óperusöngkonan Christa Ludwig fallin frá Þýska óperusöngkonan Christa Ludwig er látin, 93 ára að aldri. Ludwig, sem var ein fremsta messósópran heims, lést á heimili sínu nærri austurrísku höfuðborginni Vín á laugardag. Menning 26. apríl 2021 07:47
Nomadland valin best á Óskarsverðlaunum Kvikmyndin Nomadland fékk flestar styttur á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt, eða þrjár talsins. Hún var valin besta myndin, Frances McDormand hreppti hnossið sem besta leikkona í aðalhlutverki og Chloé Zhao var valin besti leikstjórinn. Lífið 26. apríl 2021 03:40
Íslendingar þurfa að bíða lengur eftir næstu Óskarsverðlaunum sínum Já fólkið, kvikmynd Gísla Darra Halldórssonar, var ekki kvikmyndin sem kom upp úr umslaginu á Óskarsverðlaunahátíðinni eins og Íslendingar vonuðust til. Myndin var tilnefnd í flokknum stuttar teiknimyndir ásamt fjórum öðrum myndum. Lífið 26. apríl 2021 01:23