Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“

Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM.

Innlent
Fréttamynd

Ó­trú­lega al­gengt að styttur séu færðar

Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar.

Innlent
Fréttamynd

Jóla­stöðin komin í loftið

Útvarpsstöðin LéttBylgjan er venju samkvæmt komin í nýjan búning: jólabúninginn. Eins og á hverju ár breytist útvarpsstöðin í Jólastöðina nokkrum vikum fyrir jól þar sem jólalög hljóma allan sólarhringinn.

Jól
Fréttamynd

Ganga­vörður og Rottweil­er-hundur fögnuðu með Bjarna Þór

Það var líflegt í húsakynnum bókaútgáfunnar Sölku þar sem útgáfu bókar Bjarna Þórs Péturssonar, Megir þú upplifa, var fagnað á miðvikudagskvöldið. Í samtali við fréttastofu sagði Bjarni að bókin fjalli um breyskan mann sem býr í Vesturbænum í eilífri leit að fegurð lífsins um leið og hann tekst á við persónulegan harm.

Lífið
Fréttamynd

Taylor Swift orðin milljarðamæringur

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu, sem kallast Eras, og kvikmyndin um þetta ferðalag er að gera góða hluti í kvikmyndahúsum um allan heim. Þar að auki var hún að endurútgefa níu ára gamla plötu, sem talin er að verði með vinsælli plötum ársins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Síðasta lag Bítlanna kemur út

Sextíu árum eftir að þeir stigu fyrst fram á sjónarsviðið munu allir fjórir Bítlarnir gefa út lag. Þetta kann að koma sumum á óvart kannski helst vegna þess að tveir þeirra eru fallnir frá, þeir George Harrison og John Lennon. Það sem virtist ómögulegt er þó orðið mögulegt með hjálp gervigreindar.

Tónlist
Fréttamynd

Fékk fimm­tíu dollara og hand­­­skrifað bréf frá Adele

Alexander Aron Guðjónsson er enn að ná áttum eftir tónleika með Adele í Vegas á dögunum. Hann upplifði ekki aðeins einstakan flutning heldur fór hann heim með dýrmæta minjagripi. Hann tók stóran hluta tónleikanna upp á símann fyrir fylgjendur sína. 

Lífið
Fréttamynd

Enginn drauma­prins sjáan­legur í firðinum

Friðrik Ómar Hjörleifsson var nánast búinn að keyra sig í kaf með mikilli vinnu fyrr í sumar en hann segir haustið hafa sömuleiðis verið hressandi. Framundan taki nú við útgáfa nýrrar plötu, jólatónleikar og flutningar. 

Lífið
Fréttamynd

„Þetta var hans ein­læga ósk“

„Við köllum okkur vini Ragga Bjarna. Við eigum það sameiginlegt að hafa unnið með honum á einhverjum tímapunkti í lífi hans,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason. Hann er einn þeirra listamanna sem stendur að baki viðburði sem haldinn verður í Lindakirkju á morgun, fimmtudaginn 26. október.

Lífið
Fréttamynd

Húsinu fylgdi geðveik kona

Sólveig Pálsdóttir hefur undanfarin ár verið að hasla sé völl sem einn okkar allra besti spennusagnahöfundur. Nýlega sendi hún frá sér bókina Miðilinn sem í sjálfu sér er ekki fréttnæmt ef ekki væri fyrir það að hún skrifaði hluta bókarinnar við nánast óbærilegar aðstæður.

Menning
Fréttamynd

Rúi og Stúi flottir á sviðinu í Aratungu

„Að gera hlutina sjálfur, ekki stóla alltaf á að einhver annar geri þá“, er boðskapur sýningarinnar „Rúi og Stúi“, sem er fyrsta barnaleikritið, sem Leikdeild Ungmennafélags Biskupstunga sýnir nú í félagsheimilinu Aratungu og var frumsýnt um helgina.

Lífið
Fréttamynd

„Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“

„Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates.

Áskorun
Fréttamynd

„Nenni ekki að dvelja í dramakasti”

Leikkonuna Katrínu Halldóru Sigurðardóttur þarf varla að kynna. Hún sló eftirminnilega í gegn í hlutverki söngkonunnar Ellýjar í samnefndri sýningu sem sýnd var 220 sinnum í Borgarleikhúsinu. 

Lífið