
Verður fyrsta konan til að dæma í úrslitakeppni NBA í tólf ár
Ashley Moyer-Gleich verður aðeins önnur konan í sögunni og sú fyrsta í meiri áratug sem dæmir í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta.
Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.
Ashley Moyer-Gleich verður aðeins önnur konan í sögunni og sú fyrsta í meiri áratug sem dæmir í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta.
Það vantar ekki sjálfstraustið í Anthony Edwards, leikmann Minnesota Timberwolves. Hann segir að hann verði orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar áður en langt um líður.
Philadelphia 76ers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með eins stigs sigri á Miami Heat í umspilinu í nótt en Miami bíður úrslitaleikur á móti Chicago Bulls um síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar.
Umspilskeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt og þar sendu liðsmenn Sacramento Kings Stephen Curry og félaga í sumarfrí. Los Angeles Lakers vann aftur á móti sinn leik og tryggði sér með því sæti í úrslitakeppni.
Kraftframherjinn Blake Griffin hefur ákveðið að leggja körfuboltaskóna á hilluna. Hann lék með Boston Celtics á síðustu leiktíð en hefur verið án liðs síðan síðasta sumar.
Lögmál leiksins er á sínum stað í kvöld. Þar verður farið verður yfir kostulegt atvik úr leik Los Angeles Clippers og Houston Rockets í lokaumferð deildarkeppni NBA. Boban Marjanović ákvað þá að klúðra vítaskoti viljandi til að gefa stuðningsfólki beggja liða kjúklingavængi.
Serbinn Boban Marjanovic tryggði sínum gömlu stuðningsmönnum hjá Los Angeles Clippers frían kjúkling í gærkvöld, með því að klikka vísvitandi á vítaskoti.
Deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er nú lokið. Boston Celtics fór með sigur af hólmi í Austrinu og Oklahoma City Thunder í Vestrinu. Þá er ljóst hvaða lið mætast í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni.
Dennis Rodman, fyrrum NBA stjarna og margfaldur meistari, var kærður af fyrrum starfsmanni sínum fyrir líkamsárás.
Í kvöld fer 82. og síðasta umferð deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta fram. Eins ótrúlega og það hljómar þá er fjöldi leikja sem skipta enn máli enda gríðarlega margt sem getur breyst eftir lokaumferðina.
Kwame Brown, sem valinn var fyrstur í nýliðavali NBA árið 2001, fullyrti í viðtali á dögunum að enginn leikmaður í NBA telji LeBron James vera besta leikmann allra tíma. James sjálfur stýri umræðunni og afvegaleiði í gegnum ítök sín í fjölmiðlum.
Kyrie Irving var með ákvæði í samningi sínum við Dallas Mavericks en hann skrifaði undir þriggja ára samning síðasta sumar.
Troðslukóngurinn og fyrrverandi NBA-stjarnan Nate Robinson segist ekki eiga langt eftir ólifað finnist ekki nýtt nýra fyrir hann, eftir fjögurra ára leit vegna nýrnabilunar.
Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo meiddist í sigri Milwaukee Bucks á Boston Celtics í NBA deildinni í körfubolta í nótt.
Charlotte Hornets gæti brotið blað í NBA með því að vera fyrsta liðið í sögu deildarinnar til að ráða konu sem aðalþjálfara.
LeBron James átti góðan leik fyrir Los Angeles Lakers sem er á góðri leið að tryggja sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þá er Denver Nuggets komið í efsta sæti Vesturdeildar á nýjan leik.
Það styttist í að deildakeppninni í NBA ljúki en úrslitakeppnin hefst eftir rúma viku. Mesta spennan er í efri hluta Austurdeildarinnar þar sem aðeins tveimur sigurleikjum munar á liðunum í sætum tvö til fimm.
Bronny James, sonur NBA goðsagnarinnar LeBron James ætlar sér að vera á meðal leikmanna í komandi nýliðavali NBA deildarinnnar.
Julius Randle hefur undanfarnar vikur gert allt sem hann getur til að vera klár fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Nú er ljóst að hann þarf að fara undir hnífinn og verður því ekki með New York Knicks fyrr en á næstu leiktíð.
Jerry West er á leiðinni í Heiðurshöll körfuboltans, Naismith Basketball Hall of Fame, en hann ætti að þekkja þá tilfinningu vel. Þessi goðsögn NBA-deildarinnar hefur tvisvar áður verið tekinn inn í Heiðurshöllina.
Joel Embiid skoraði 24 stig fyrir Philadelphia 76ers er liðið vann nauman fjögurra stiga sigur gegn Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Rajon Rondo hefur endanlega staðfest að körfuboltaskórnir eru komnir upp í hillu. Hann varð tvisvar NBA-meistari en segist nú frekar vilja eyða tíma með börnunum sínum.
LeBron James setti niður níu þriggja stiga skot fyrir Los Angeles Lakers og var hylltur af heimafólki í New York í gærkvöld, eftir 116-104 sigur Lakers á Brooklyn Nets í NBA-deildinni.
Tvö heitustu lið NBA-deildarinnar mætast í kvöld klukkan 23:00 þegar Dallas Mavericks sækja Houston Rockets heim. Heimamenn í Houston hafa unnið ellefu leiki í röð en Dallas sex.
Það dugði ekki New York Knicks liðinu í nótt að bakvörðurinn Jalen Brunson skoraði 61 stig á móti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta.
Að skjóta vítaskotum í körfubolta er ákveðin kúnst. Meðan þeir bestu klikka varla af línunni eru aðrir sem eiga í stökustu vandræðum með að viðhalda góðri nýtingu þaðan. Moses Brown, leikmaður Portland Trail Blazers, er sannarlega einn af þeim.
Það má með sanni segja að Stephen Curry hafi umbreytt NBA-deildinni í körfubolta. Síðan hann skaust fram á sjónarsviðið með sínum ótrúlegu þriggja stiga skotum hefur deildin færst meira í þann stíl heldur en það sem áður var.
Kelly Oubre Jr., leikmaður 76ers í NBA-deildinni, vandaði dómurunum í leik 76ers og Clippers aðfararnótt fimmtudags ekki kveðjunnar en hann kallaði hvern og einn þeirra tík og nokkra úr stjórfjölskyldum þeirra einnig.
NBA-bræðurnir LaMelo og Lonzo Ball eru óheppnari en flestir þegar kemur að meiðslum. Sá fyrrnefndi mun ekki spila á meira á leiktíðinni á meðan Lonzo hefur ekki spilað síðan í janúar 2022.
Dejounte Murray, leikmaður Atlanta Hawks, tók 44 skot í óvæntum sigri Hawks á Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Aðeins Russell Westbrook og Kobe Bryant hafa tekið fleiri skot í einum og sama leiknum á undanförnum 20 árum.