Luka ósáttur með dómgæsluna: „Aldrei komið fyrir mig áður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 10:31 Luka skoraði 27 stig í nótt. Tim Heitman/Getty Images Luka Dončić var allt annað en sáttur með dómgæsluna í þriðja leik Dallas Mavericks og Boston Celtics í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta. Boston vann leikinn og þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér titilinn. Leikur næturinnar var gríðarlega jafn allt fram að hálfleik en í þriðja leikhluta settu gestirnir frá Boston í fimmta gír og stungu hreinlega af. Dallas tókst hins vegar að klóra í bakkann og munurinn var kominn niður í þrjú stig þegar Luka, sem var aðeins með tvær villur þegar fjórði leikhluti hófst, var sendur af velli eftir að fá sína sjöttu villu. Þetta var í aðeins þriðja skipti á ferli sínum í NBA sem Luka nælir sér í sex villur og er sendur í sturtu. Alls fékk hann fjórar villur á aðeins átta mínútum. „Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður, ekki svo að ég muni allavega. Við máttum hreinlega ekki spila fast. Ég vil ekki segja neitt en þú veist, sex villur í úrslitum NBA,“ sagði Luka greinilega ósáttur. Dallas var á 20-2 áhlaupi þegar sjötta villan var dæmd á Luka. Hann var talinn hafa brotið á Jaylen Brown þó svo að Jason Kidd, þjálfari Dallas, hafi mótmælt og dómarnir hafi farið í skjáinn. Luka Dončić fouled out in the fourth quarter of Game 3, halting the Mavericks' comeback in a loss to the Celtics.Dallas now trails 3-0 in the NBA Finals, with Dončić expressing frustration over the calls and the team's missed opportunities.More ⤵️https://t.co/cGlmht9kze— The Athletic (@TheAthletic) June 13, 2024 „Þetta var ekki villa fyrir mér, held að enginn okkar hafi haldið að þetta væri villa,“ sagði Dereck Lively II, leikmaður Dallas. „Mögulega hefðum við átt að áfrýja þeim öllum,“ sagði Kidd aðspurður af hverju Dallas mótmælti ekki fimmtu villunni sem Luka fékk en það var einnig eftir að hann var sagður hafa brotið á Brown. „Við munum trúa allt til enda,“ sagði Luka að lokum en ekkert lið í sögu úrslita NBA hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir. Körfubolti NBA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin Sjá meira
Leikur næturinnar var gríðarlega jafn allt fram að hálfleik en í þriðja leikhluta settu gestirnir frá Boston í fimmta gír og stungu hreinlega af. Dallas tókst hins vegar að klóra í bakkann og munurinn var kominn niður í þrjú stig þegar Luka, sem var aðeins með tvær villur þegar fjórði leikhluti hófst, var sendur af velli eftir að fá sína sjöttu villu. Þetta var í aðeins þriðja skipti á ferli sínum í NBA sem Luka nælir sér í sex villur og er sendur í sturtu. Alls fékk hann fjórar villur á aðeins átta mínútum. „Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður, ekki svo að ég muni allavega. Við máttum hreinlega ekki spila fast. Ég vil ekki segja neitt en þú veist, sex villur í úrslitum NBA,“ sagði Luka greinilega ósáttur. Dallas var á 20-2 áhlaupi þegar sjötta villan var dæmd á Luka. Hann var talinn hafa brotið á Jaylen Brown þó svo að Jason Kidd, þjálfari Dallas, hafi mótmælt og dómarnir hafi farið í skjáinn. Luka Dončić fouled out in the fourth quarter of Game 3, halting the Mavericks' comeback in a loss to the Celtics.Dallas now trails 3-0 in the NBA Finals, with Dončić expressing frustration over the calls and the team's missed opportunities.More ⤵️https://t.co/cGlmht9kze— The Athletic (@TheAthletic) June 13, 2024 „Þetta var ekki villa fyrir mér, held að enginn okkar hafi haldið að þetta væri villa,“ sagði Dereck Lively II, leikmaður Dallas. „Mögulega hefðum við átt að áfrýja þeim öllum,“ sagði Kidd aðspurður af hverju Dallas mótmælti ekki fimmtu villunni sem Luka fékk en það var einnig eftir að hann var sagður hafa brotið á Brown. „Við munum trúa allt til enda,“ sagði Luka að lokum en ekkert lið í sögu úrslita NBA hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir.
Körfubolti NBA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin Sjá meira