Pep Guardiola hjálpaði Boston Celtics að vinna NBA titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 09:31 Pep Guardiola þekkir ekkert annað en að vinna titla og nóg af þeim. Nú er hann líka farinn að hjálpa vinum sínum í öðrum íþróttum að vinna titla. Getty/Michael Regan Það vakti athygli þegar Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mætti til Boston fyrir fyrsta leikinn á móti Dallas Mavericks í úrslitaeinvíginu um NBA titilinn í körfubolta. Nú er komið í ljós að þessi frábæri knattspyrnuþjálfari kann sitthvað fyrir sér í körfuboltanum líka. Joe Mazzulla, þjálfari NBA-meistara Boston Celtics, talaði um það eftir að titilinn var í höfn að spænski knattspyrnustjórinn hefði hjálpað honum við það að finna leiðir í gegnum vörn Dallas. Boston vann úrslitaeinvígið á móti Dallas mjög sannfærandi 4-1 þar sem varnarleikur liðsins og liðssamvinna var í fyrirrúmi. Dallas burstaði reyndar einn leik og minnkaði þá muninn í 3-1 en í hinum var Boston í mjög góðum málum. Lokaleikinn vann Celtics mjög sannfærandi. Guardiola sást meðal annars vera að útskýra hluti fyrir Mazzulla inn á gólfinu og fyrir framan alla ljósmyndarana. Þar leit út fyrir að hann væri að sýna Boston þjálfurunum hvar væri réttu leiðirnar inn á vellinum. Mazzulla vottaði þær pælingar eftir að titilinn var í höfn því að hann þakkaði Guardiola fyrir góð ráð. „Dallas spilar einn klárasta og besta varnarleikinn í deildinni. Pep var að hjálpa mér með það, með því að búa til pláss inn á vellinum. Það var mjög mikilvægt. Hann hjálpaði mér að sjá hvernig væri best að hreyfa leikmenn okkar í hröðu sóknunum,“ sagði Joe Mazzulla. Er það eitthvað sem Guadriola getur ekki? Hann er búinn að vinna sautján titla á síðustu sex árum með Manchester City og alls 39 titla á þjálfaraferlinum. Hver veit nema að hann skipti bara yfir í körfuboltann þegar hann leitar sér að næstu áskorun. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NBA Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Joe Mazzulla, þjálfari NBA-meistara Boston Celtics, talaði um það eftir að titilinn var í höfn að spænski knattspyrnustjórinn hefði hjálpað honum við það að finna leiðir í gegnum vörn Dallas. Boston vann úrslitaeinvígið á móti Dallas mjög sannfærandi 4-1 þar sem varnarleikur liðsins og liðssamvinna var í fyrirrúmi. Dallas burstaði reyndar einn leik og minnkaði þá muninn í 3-1 en í hinum var Boston í mjög góðum málum. Lokaleikinn vann Celtics mjög sannfærandi. Guardiola sást meðal annars vera að útskýra hluti fyrir Mazzulla inn á gólfinu og fyrir framan alla ljósmyndarana. Þar leit út fyrir að hann væri að sýna Boston þjálfurunum hvar væri réttu leiðirnar inn á vellinum. Mazzulla vottaði þær pælingar eftir að titilinn var í höfn því að hann þakkaði Guardiola fyrir góð ráð. „Dallas spilar einn klárasta og besta varnarleikinn í deildinni. Pep var að hjálpa mér með það, með því að búa til pláss inn á vellinum. Það var mjög mikilvægt. Hann hjálpaði mér að sjá hvernig væri best að hreyfa leikmenn okkar í hröðu sóknunum,“ sagði Joe Mazzulla. Er það eitthvað sem Guadriola getur ekki? Hann er búinn að vinna sautján titla á síðustu sex árum með Manchester City og alls 39 titla á þjálfaraferlinum. Hver veit nema að hann skipti bara yfir í körfuboltann þegar hann leitar sér að næstu áskorun. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NBA Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira