
NBA dagsins: Fór á kostum á gólfinu fyrir neðan treyju föður síns
Tim Hardaway Jr. eyddi mörgum kvöldstundum í að leika sér með körfubolta á gólfinu í íþróttahöll Miami Heat en í nótt mætti hann þangað sem stjörnuleikmaður í NBA-deildinni.
Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.
Tim Hardaway Jr. eyddi mörgum kvöldstundum í að leika sér með körfubolta á gólfinu í íþróttahöll Miami Heat en í nótt mætti hann þangað sem stjörnuleikmaður í NBA-deildinni.
Milwaukee Bucks hefur sýnt styrk sinn á móti hinum toppliðunum í Austurdeildinni að undanförnu í NBA-deildinni í körfubolta og enn eitt dæmið um það var í nótt.
Stephen Curry hefur boðið upp á skotsýningu á endurkomutímabilinu sínu eftir að hann missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla.
Russell Westbrook bauð upp á sögulegar tröllatölur í sigri Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Steph Curry átti enn einn stórleikinn og Los Angeles Lakers vann loksins og það án LeBrons James.
Pressan er að magnaðast á lið þeirra LeBrons James og Luka Doncic á lokakafla deildarkeppni NBA deildarinnar í körfubolta.
Körfuboltastjarnan Robert Horry stóð við loforðið sem hann gaf móður sinni og fór aftur í skóla til að útskrifast.
Los Angeles Lakers, Dallas Mavericks og Boston Celtics eiga öll hættu á því að þurfa að komast inn í úrslitakeppnina í gegnum hina nýju umspilsleiki í lok deildarkeppninnar eftir að hafa tapað leikjum sínum í NBA deildinni í körfubolta.
Að venju var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem tíu leikir fóru fram.
Það var að venju nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Alls fóru átta leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns vann stórsigur á Utah Jazz og hirti þar með toppsæti Vesturdeildarinnar.
Kevin Durant fór á kostum í sigri Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þó að botnlið Houston Rockets hafi ekki að neinu að keppa lét Kevin Porter sig ekki muna um að skora 50 stig gegn Milwaukee Bucks.
Giannis Antetokounmpo lék aðeins 46 sekúndur í tapi Milwaukee Bucks gegn lakasta liði NBA-deildarinnar, Houston Rockets, í nótt. Hinn tvítugi Kevin Porter skoraði 50 stig fyrir Houston.
Zion Williamson virtist vera að tryggja New Orleans Pelicans framlengingu gegn Denver Nuggets þegar Nikola Jokic hóf sig á loft og þverneitaði honum um það með rosalegri vörslu.
Línur eru sífellt að skýrast varðandi úrslitakeppnina í NBA-deildinni í körfubolta. Eftir úrslit næturinnar er ljóst að Phoenix Suns leika í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í rúman áratug.
Grikkinn Giannis Antetokounmpo og Slóveninn Luka Doncic fóru á kostum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Luka Doncic var allt í öllu þegar Dallas Mavericks unnu kærkominn sigur á Golden State Warriors, 133-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
D‘Angelo Russell skoraði eina auðveldustu körfu ferilsins þegar hann tryggði Minnesota Timberwolves 105-104 sigur gegn toppliði Utah Jazz.
Devin Booker undi sér ekki hvíldar fyrr en hann hafði séð til þess að magnaðri níu leikja sigurgöngu New York Knicks lyki í nótt.
Stephen Curry greip frákast á ögurstundu og hélt áfram að fara á kostum í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Brooklyn Nets unnu stórleikinn við Phoenix Suns en Boston Celtics tapaði leik í harðri baráttu um öruggt sæti í úrslitakeppninni. Þetta og meira til í NBA dagsins hér á Vísi.
Eftir að hafa misst af þremur leikjum vegna meiðsla sneri Kevin Durant aftur með Brooklyn Nets í gærkvöld og skoraði 33 stig í 128-119 sigri gegn Phoenix Suns.
Hart er barist á toppi Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta en Philadelphia 76ers urðu af toppsætinu eftir stórtap fyrir Milwaukee Bucks í nótt. Átta leikir voru á dagskrá.
Stuðningsmenn Golden State Warriors gátu stutt við sitt lið af pöllunum í fyrsta sinn í 409 daga í nótt. Þeir studdu sitt lið til sigurs gegn Denver Nuggets.
Leikstjórnandinn Russell Westbrook heimsótti gamlan heimavöll og náði í 28. þreföldu tvennu sína á leiktíðinni er hann fór fyrir Washington Wizards í 129-109 sigri á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt. Sjö leikir fóru fram vestanhafs.
Eftir næstum því tíu vikna fjarveru sneri Anthony Davis aftur í lið Los Angeles Lakers í nótt. Hann átti þó enga draumaendurkomu.
Terrence Clarke, fyrrverandi leikmaður Kentucky háskólans sem ætlaði í nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta, lést í bílslysi í Los Angeles í gær. Hann var nítján ára.
Milwaukee Bucks sigraði Philadelphia 76ers, 124-117, þegar liðin í 1. og 3. sæti Austurdeildar NBA áttust við í nótt.
Anthony Davis er klár í slaginn með Los Angeles Lakers er liðið heimsækir Dallas Maveriks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Það fóru ekki nema tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Julius Randle var í gírnum, Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers þrátt fyrir stórleik Joel Embiid og það var háspenna lífshætta í leik Denver Nuggets og Portland Trail Blazers.
Það fóru ekki nema tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Stephen Curry snöggkólnaði gegn Washington Wizards, Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers þrátt fyrir stórleik Joel Embiid og Luka Dončić var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu.
Brooklyn Nets er í harðri baráttu um austurdeildarmeistaratitilinn, LA Clippers er meðal efstu liða vesturdeildar og New York Knicks eru komnir í 5. sæti austurdeildar. Svipmyndir úr sigrum liðanna í nótt má sjá í NBA dagsins hér á Vísi.