Wall fetar í fótspor Harden og Westbrook | Leitar á ný mið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 23:30 Eftir aðeins hálft ár í herbúðum Houston Rockets mun John Wall leita á önnur mið. Michael Reaves/Getty Images John Wall hefur náð samkomulagi við forráðamenn Houston Rockets um að yfirgefa félagið þegar nægilega gott tilboð berst. Hann mun ekki leika með liðinu í NBA-deildinni í körfubolta í vetur. Lið NBA-deildarinnar eru að skríða saman eftir sumarfrí og eru æfingaleikir eru á dagskrá í upphafi októbermánaðar. Þann 20. október fer boltinn svo á loft er meistarar Milwaukee Bucks mæta Brooklyn Nets. Síðar sömu nótt mætast Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Nets og Lakers eiga það sameiginlegt að vera bæði með fyrrum stórstjörnur Houston Rockets innanborðs, þá James Harden og Russell Westbrook. Nú hefur verið greint frá því að John Wall, núverandi ofurstjarna Rockets, sé á leið frá félaginu og muni ekki spila með því í vetur. Samkvæmt heimildum ESPN ætla Houston að leggja traust sitt á hina ungu og efnilegu Kevin Porter Jr. og Jalen Green í vetur. Það þýðir að Wall, sem kom til Houston í skiptum fyrir Westbrook á síðasta ári, er ekki með neitt hlutverk hjá liðinu. Breaking: The Rockets and John Wall have agreed to work together in an attempt to find a trade destination, sources told @espn_macmahon. https://t.co/hYP02G2KMp pic.twitter.com/2wPttuKw5y— SportsCenter (@SportsCenter) September 14, 2021 Hinn 31 árs gamli Wall er á himinháaum samning og hefur aðeins spilað 113 leiki á síðustu fjórum tímabilum vegna meiðsla. Þar á meðal meiðslum á hásin sem þýddu að hann missti af öllu 2019-2020 tímabilinu með Wizards. Wall náði aðeins 40 leikjum með Houston í vetur en stóð sig vel þegar hann spilaði. Skoraði hann 20,6 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa 6,9 stoðsendingar. Á vef Complex eru alls átta lið nefnd til sögunnar sem mögulegir áfangastaðir fyrir Wall. Líkurnar er þó mismiklar. Philadelphia 76ers kemur til greina, þá mögulega með skiptum á Ben Simmons. Það er þó ekki talið líklegt. Los Angeles Clippers væri mun líklegra ef launapakki Wall væri ekki jafn hár og raun ber vitni. Miami Heat þyrfti einnig að fara í fjármálafimleika til þess að búa til pláss fyrir Wall. Dallas Mavericks gæti virkað þar sem það myndi gefa Luka Doncic þá hjálp sem hann þarf en það er talið ólíklegt þar sem Houston og Dallas eru í sömu deild. Detroit Pistons gæti verið góð lausn. Að fá mann sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu á sínum tíma til að leiðbeina drengnum sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali væri ekki alvitlaus hugmynd. Cleveland Cavaliers hafa verið nefndir til sögunnar en enginn virðist vita af hverju þeir ættu að reyna við Wall. New Orleans Pelicans eru einnig ekki líklegir til að vilja taka á sig þann launapakka sem fylgir Wall þó að liðið þurfi á einhverjum jákvæðum fréttum að halda eftir skelfilegt sumar á leikmannamarkaðnum. Að lokum er Oklahoma City Thunder nefnt til sögunnar þar sem liðið hefur efni á leikmanninum en það eru engar líkur á að leikmaðurinn vilji fara þangað. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira
Lið NBA-deildarinnar eru að skríða saman eftir sumarfrí og eru æfingaleikir eru á dagskrá í upphafi októbermánaðar. Þann 20. október fer boltinn svo á loft er meistarar Milwaukee Bucks mæta Brooklyn Nets. Síðar sömu nótt mætast Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Nets og Lakers eiga það sameiginlegt að vera bæði með fyrrum stórstjörnur Houston Rockets innanborðs, þá James Harden og Russell Westbrook. Nú hefur verið greint frá því að John Wall, núverandi ofurstjarna Rockets, sé á leið frá félaginu og muni ekki spila með því í vetur. Samkvæmt heimildum ESPN ætla Houston að leggja traust sitt á hina ungu og efnilegu Kevin Porter Jr. og Jalen Green í vetur. Það þýðir að Wall, sem kom til Houston í skiptum fyrir Westbrook á síðasta ári, er ekki með neitt hlutverk hjá liðinu. Breaking: The Rockets and John Wall have agreed to work together in an attempt to find a trade destination, sources told @espn_macmahon. https://t.co/hYP02G2KMp pic.twitter.com/2wPttuKw5y— SportsCenter (@SportsCenter) September 14, 2021 Hinn 31 árs gamli Wall er á himinháaum samning og hefur aðeins spilað 113 leiki á síðustu fjórum tímabilum vegna meiðsla. Þar á meðal meiðslum á hásin sem þýddu að hann missti af öllu 2019-2020 tímabilinu með Wizards. Wall náði aðeins 40 leikjum með Houston í vetur en stóð sig vel þegar hann spilaði. Skoraði hann 20,6 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa 6,9 stoðsendingar. Á vef Complex eru alls átta lið nefnd til sögunnar sem mögulegir áfangastaðir fyrir Wall. Líkurnar er þó mismiklar. Philadelphia 76ers kemur til greina, þá mögulega með skiptum á Ben Simmons. Það er þó ekki talið líklegt. Los Angeles Clippers væri mun líklegra ef launapakki Wall væri ekki jafn hár og raun ber vitni. Miami Heat þyrfti einnig að fara í fjármálafimleika til þess að búa til pláss fyrir Wall. Dallas Mavericks gæti virkað þar sem það myndi gefa Luka Doncic þá hjálp sem hann þarf en það er talið ólíklegt þar sem Houston og Dallas eru í sömu deild. Detroit Pistons gæti verið góð lausn. Að fá mann sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu á sínum tíma til að leiðbeina drengnum sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali væri ekki alvitlaus hugmynd. Cleveland Cavaliers hafa verið nefndir til sögunnar en enginn virðist vita af hverju þeir ættu að reyna við Wall. New Orleans Pelicans eru einnig ekki líklegir til að vilja taka á sig þann launapakka sem fylgir Wall þó að liðið þurfi á einhverjum jákvæðum fréttum að halda eftir skelfilegt sumar á leikmannamarkaðnum. Að lokum er Oklahoma City Thunder nefnt til sögunnar þar sem liðið hefur efni á leikmanninum en það eru engar líkur á að leikmaðurinn vilji fara þangað. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira