
Umfjöllun: ÍBV - Fram 24-27 | Framarar sóttu tvö mikilvæg stig til Eyja
Framarar gerðu sér lítið fyrir og unnu 27-24 sigur á ÍBV þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum í Olísdeild karla í dag. Fram er nú aðeins einu stigi á eftir ÍBV í töflunni.
Framarar gerðu sér lítið fyrir og unnu 27-24 sigur á ÍBV þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum í Olísdeild karla í dag. Fram er nú aðeins einu stigi á eftir ÍBV í töflunni.
FH vann öruggan tíu marka útisigur gegn Herði 30-40. Eftir rólegan fyrri hálfleik skipti FH um gír í seinni hálfleik og Hörður átti engin svör.
Handknattleiksdeild Hauka hefur kært framkvæmd leiksins gegn Gróttu síðastliðinn fimmtudag en þetta hefur HSÍ staðfest í samtali við Vísi.
„Þetta er búið að vera í samtali við þennan klúbb í einhverjar vikur. Endanlega í dag var þetta klárt,“ sagði Jónatan Magnússon, núverandi þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta en í dag var staðfest að hann muni taka við sænska liðinu Skövde í sumar.
ÍR-ingar náðu í einkar mikilvægan sigur í baráttu sinni um að forðast fall úr Olís-deild karla í handbolta þegar liðið mætti Stjörnunni í Skógarseli í kvöld.
Selfyssingurinn Ísak Gústafsson hefur samið við Valsmenn og gengur til liðs við Hlíðarendafélagið í sumar.
„Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá,“ sagði afar óánægður Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir ótrúlegar lokasekúndur í hinum mikilvæga leik liðsins gegn Gróttu í Olís-deildinni í handbolta í gær.
Jónatan Þór Magnússon, fráfarandi þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta, mun taka við sænska liðinu IFK Skövde í sumar.
Ásgeir Örn Hallgrímsson var virkilega ósáttur þegar liðið tapaði með einu marki á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar áttu erfitt uppdráttar allan leikinn en vafasamur dómur á loka mínútunni gerði útslagið.
„Ég er bara gríðarlega ósáttur“, sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir sex marka tap á móti Aftureldingu á heimavelli í kvöld.
Grótta vann eins marks sigur á Haukum er liðin mættust í 19. umferð í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en sigurinn gaf Gróttu sem er í 9. sæti deildarinnar líflínu fyrir úrslitakeppnina.
Afturelding vann þæginlegan sigur á KA mönnum í KA heimilinu í kvöld en leikurinn endaði með sex marka sigri Aftureldingar. Afturelding var með frumkvæðið nánast allan tímann og virtist sigurinn aldrei í hættu.
Nýkrýndi bikarmeistarinn Árni Bragi Eyjólfsson segir að framtíð sín komi í ljós á næstu dögum.
Tandri Már Konráðsson, handboltamaður í Stjörnunni, er úlnliðsbrotinn og verður frá keppni næstu vikurnar.
Marta Wawrzynkowska fær ekki leikbann eftir rauða spjaldið sem hún fékk í úrslitaleik bikarkeppninar í handbolta um helgina. Þjálfari karlaliðs ÍBV er hins vegar á leið í leikbann.
Stiven Tobar Valencia, hornamaður Íslandsmeistara Vals, er á leið til portúgalska félagsins Benfica að yfirstandandi tímabili loknu ef marka má orð handboltasérfræðingsins Arnars Daða Arnarssonar.
ÍBV vann sjö marka sigur á ÍR-ingum 28-35. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en eftir að ÍBV skoraði sex mörk í röð um miðjan fyrri hálfleik tókst ÍR-ingum aldrei að ógna því forskoti og annar sigur Eyjamanna í röð staðreynd.
ÍBV vann sannfærandi sjö marka sigur á ÍR-ingum 28-35. Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með annan sigur Eyjamanna í röð.
Afturelding vann Hauka í úrslitum Powerade-bikarsins með minnsta mun 27-28. Þetta var ótrúlegur endurkomu sigur hjá Mosfellingum þar sem Afturelding komst í fyrsta skipti yfir þegar aðeins átta mínútur voru eftir. Lokasprettur Aftureldingar var magnaður sem tryggði þeim bikarmeistaratitilinn.
Hörður féll í gær úr Olís-deild karla í handbolta á fyrstu leiktíð félagsins á meðal þeirra bestu. Stefnan er sett aftur upp og miklar vonir eru bundnar við ungviðið innan félagsins.
Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var í skýjunum með tveggja marka sigur á Val 33-31. Þetta var fimmti heimasigur Selfoss í röð og var Þórir afar ánægður með frammistöðuna.
Eyjamenn unnu nauman sigur á Herði á Ísafirði í kvöld í Olís-deild karla. Sigurinn var langt frá því að vera auðveldur fyrir Eyjamenn en baráttuglaðir Ísfirðingar voru aldrei langt undan. Hörður leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 18-16, en ÍBV var sterkari aðilinn á síðustu andartökum leiksins og sigruðu Eyjamenn með þremur mörkum, 33-30.
Handboltamaðurinn Símon Michael Guðjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Hann kemur til liðsins frá HK sem verður nýliði í Olís-deild karla á næsta tímabili.
Handknattleiksmaðurinn Gauti Gunnarsson mun snúa aftur til uppeldisfélagsins, ÍBV, eftir eins árs veru á Akureyri.
Rúnar Kárason hefur undirritað tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Fram, og mun ganga til liðs við félagið í sumar.
Handboltamaðurinn Rúnar Kárason gengur til liðs við Fram eftir tímabilið.
Kristján Andrésson, íþróttastjóri Eskilstuna Guif, fylgist vel með Olís-deildinni og hefur augastað á leikmanni Aftureldingar.
Handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hauka. Hann gengur í raðir liðsins frá Selfossi eftir tímabilið.
Valsmaðurinn Arnór Snær Óskarsson hefur verið kallaður inn í A-landsliðið fyrir leiki íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins.
Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli.