

Nýr aukaþáttur af Seinni bylgjunni hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. Hann nefnist einfaldlega Seinni bylgjan extra en þar tekur Stefán Árni Pálsson leikmenn Olís-deildar karla tali.
Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson ræddu í Seinni bylgjunni um nokkra leikmenn sem annars voru ekki ýkja áberandi í umræðunni eftir síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta.
Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var sendur í kælingu eftir að hafa fagnað marki fyrir ÍBV gegn Fram af miklum móð. Silfurdrengirnir í sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar voru afar ósammála dómaranum.
„Á meðan hún stendur sig á parketinu eins og hún gerði í síðasta leik að þá er þetta þess virði. Þú þarft að vinna svolítið fyrir því að fá þessar pásur frá krakkanum,“ grínast Þorgrímur Smári Ólafsson sem er heimavinnandi húsfaðir á meðan að Karen Knútsdóttir blómstrar á toppi Olís-deildarinnar.
Haukar fóru auðveldlega í gegnum nýliða HK í síðasta leik 6. umferðar. Snemma í seinni hálfleik komust heimamenn tíu mörkum yfir og þá var aðeins spurning hversu stór sigur Hauka yrði. Heimamenn enduðu á að vinna 30-24.
Jónatan Magnússon, þjálfari KA var niðurlútur eftir fjórða tap sinna manna í röð. Tapaði KA 28-21 fyrir FH í kvöld.
Haukar voru í engum vandræðum með nýliða HK í kvöld. Leikurinn endaði 30-24. Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, reyndist sannspár þar sem hann sagði í viðtali eftir síðasta leik að hann myndi ekki reikna með sigri gegnum Haukum.
Í kvöld fór fram leikur FH og KA í sjöttu umferð Olís-deildar karla, í Kaplakrika. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 28-21. Fjórða tap KA í röð staðreynd.
ÍBV er komið með átta stig í Olís-deild karla eftir sigur liðsins á Fram í Safamýrinni í kvöld en lokatölur voru 28-32.
HK-ingar eru enn stigalausir í Olís deild karla í handbolta eftir fimm töp í röð í upphafi tímabilsins. Þjálfarinn var kannski aðeins of hreinskilinn eftir síðasta leik.
Kórónaveiran hefur sett strik í reikning Olís-deildar karla í handbolta eftir að smit greindist í herbúðum Selfyssinga. Leik liðsins gegn Gróttu sem átti að fara fram á morgun hefur verið frestað.
Í kvöld mættust Stjarnan og Valur í svokölluðum toppslag í TM höllinni. Stjarnan leiddi mest allan leikinn og átti sigurinn skilið. Lokatölur 36-33 Stjörnumönnum í vil.
Afturelding sigraði nýliða Víkings sannfærandi í 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Lokatölur 28-19.
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar var að vonum sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir sigruðu Víking í Olís-deild karla í handbolta í dag. Afturelding var með yfirhöndina allan leikinn og sigraði sannfærandi 28-19.
Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir sjöttu umferð Olís deildar karla í handbolta í aukaþætti Seinni bylgjunnar en umferðin hefst í kvöld með tveimur leikjum og lýkur á morgun með hinum fjórum leikjunum.
Túnisbúinn Hamza Kablouti var til umræðu í síðustu Seinni bylgju en hann er á sínu fyrsta tímabili hjá Aftureldingu í Olís deild karla í handbolta.
Guðjón Guðmundsson var í Eurovision fíling í síðustu Seinni bylgju og hitti þar einn virtasta Eurovision sérfræðing íslensku þjóðarinnar sem er líka alveg þrælgóður í marki í handbolta. Hér má finna nýjasta „.Eina“ með Gaupa.
Einar Þorsteinn Ólafsson var í gær valinn í fyrsta skiptið í íslenska A-landsliðið í handbolta en Guðmundur Guðmundsson valdi hann í tuttugu manna æfingahóp sinn sem mun hittast í byrjun næsta mánaðar.
Eftir fremur rólegt fyrsta tímabil hjá Stjörnunni hefur Dagur Gautason byrjað þetta tímabil af miklum krafti og segja má að nýr dagur sé upprisinn í Garðabænum.
Stefán Árni Pálsson og félagar í Seinni bylgjunni buðu upp á nýjan dagskrárlið í þætti gærkvöldsins en sá heitir „Undir radarnum“ og var frumsýndur í gær.
Valsmenn eru með fullt hús á toppi Olís deildar karla í handbolta og það þrátt fyrir að vera missa menn út í meiðsli. Seinni bylgjan fór yfir hvað sé að skila þessu hjá Hlíðarendaliðinu.
HK tapaði í kvöld naumlega gegn Aftureldingu í Kórnum 28-30, en jafnt var 28-28 þegar mínúta var eftir af leiknum. Sebastian Alexanderson, þjálfari HK leit þó á björtu hliðarnar þrátt fyrir fimmta tapið í röð.
Í kvöld fór fram loka leikur fimmtu umferðar Olís-deildar karla þar sem HK fékk Aftureldingu í heimsókn. Leikurinn var æsispennandi allt til loka. Endaði hann með sigri Aftureldingar 30-28.
Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32.
Framarar gerðu góða ferð í Víkina í kvöld og lögðu nýliða Víkings að velli í Olís deildinni í handbolta.
Valur vann afar sannfærandi sigur á KA mönnum á Akureyri í dag. Heimamenn sáu aldrei til sólar. Lokatölur 26-35 þar sem gestirnir léku á alls oddi. Leikurinn var liður í fimmtu umferð Olís deildar karla. Fyrir leikinn hafði gengi liðanna í deildinni verið ólíkt. Valur unnið fyrstu fjóra leiki mótsins á meðan KA hafði unnið tvo leiki en síðan tapað tveimur leikjum.
„Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag.
Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari nýliða Víkings í Olís deildinni í handbolta er ósáttur með dómgæsluna í fyrstu umferðum mótsins.
Þeir Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir leikina sem eftir eru í 5. umferð Olís-deildar karla.
Stjarnan er enn með fullt hús stiga eftir nokkuð sannfærandi fimm marka sigur gegn Selfyssingum í Set-höllinni á Selfossi, 25-20.