Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Búin að brosa mikið þrátt fyrir stórt tap

    Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, spilaði um helgina sinn fyrsta leik síðan hún sleit krossband skömmu fyrir HM í Brasilíu fyrir tæpu ári síðan. Rakel Dögg skoraði 3 mörk í tapleik á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í N1-deild kvenna í Mýrinni. Rakel var ekki búin að vera með í þremur fyrstu leikjum Stjörnunnar á tímabilinu þar sem sjúkraþjálfarinn vildi að hún æfði á fullu í fimm til sex vikur fyrir fyrsta leik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur tóku aftur toppsætið af Fram

    Íslands- og bikarmeistarar Vals eru komnar aftur á toppinn í N1 deild kvenna eftir 11 marka sigur á Stjörnunni í Mýrinni í dag, 32-21. Fram vann Fylki á fimmtudaginn og komst á toppinn en Valsliðið tók aftur toppsætið með þessum sigri.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Tveir sigrar í röð hjá bæði Haukum og FH

    Kvennalið Hauka í handboltanum fagnaði sigri á móti Gróttu í 4. umferð N1 deild kvenna í handbolta í dag. Haukaliðið tapaði illa á móti Val í fyrsta leik en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína. FH-liðið sótti tvö stig á Selfoss og er einnig búið að vinna tvo leiki í röð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Engir leikir hjá Eyjamönnum í dag

    Handknattleikssambandið hefur þurft að fresta tveimur leikjum í meistaraflokki karla og kvenna í dag þar sem ófært er frá Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ en vonir stóðu til að nóg væri að seinka leikjunum fram á kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HSÍ færir bikarúrslitaleikina eftir að mótið er byrjað

    Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að færa bikarúrslitaleiki HSÍ frá 23. febrúar til 9.mars 2013 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ. Bikarúrslitaleikurinn hefur farið fram í febrúar undanfarin ár en nú verður breyting á því.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 21-26 | Öruggt hjá ÍBV

    Eyjakonur sóttu tvö stig í Mýrina í kvöld þegar þær unnu fimm marka sigur á Stjörnunni, 26-21, í lokaleik 2. umferð N1 deildar kvenna í handbolta. Eyjakonur byrjuðu báða hálfleik mjög vel en hleyptu Stjörnuliðinu aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleiknum var hinsvegar aldrei spurning um hvar sigurinn endaði.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram valtaði yfir HK - myndir

    HK kom allra liða mest á óvart í N1-deild kvenna í fyrra og vann góðan sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð N1-deildar kvenna. Liðið brotlenti aftur á móti í Safamýrinni í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK vann sannfærandi sigur á Stjörnunni

    HK-konur komu á óvart í fyrstu umferð N1 deildar kvenna í handbolta með því að vinna sexmarka sigur á Stjörnunni, 25-19, í Digarnesi í dag en Stjörnuliðinu var spáð mun betra gengi en HK í vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fjölmennasta kvennadeildin í þrettán ár hefst í dag

    Fyrsta umferðin í N1 deild kvenna í handbolta fer fram í dag þegar fimm leikir verða spilaðir. Ellefu lið eru í deildinni og verða tíu á ferðinni í dag. Þetta er í fyrsta sinn síðan tímabilið 1999-2000 eða í þrettán ár, sem svo mörg lið eru í úrvalsdeild kvenna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Íslenski handboltinn verður á RÚV næstu fimm árin

    Handknattleikssamband Íslands gerði í gær nýjan samning við RÚV um sýningarrétt frá íslenskum handknattleik. Samningurinn er til næstu fimm ára og tryggir RÚV sýningarrétt á öllum leikjum Íslands- og bikarkeppna karla og kvenna sem og landsleikja Íslands hér á landi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur unnu fyrsta uppgjörið við Fram

    Valskonur urðu í gær Reykjavíkurmeistarar kvenna eftir 21-17 sigur á Fram í úrslitaleik mótsins sem fór fram í Vodafone Höllinni. Þetta kom fram á heimasíðu Handknattleikssambandsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur til Spánar en Framkonur til Noregs

    Íslands- og bikarmeistarar Vals drógust á móti spænska liðinu Valencia Aicequip í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta kvenna en dregið var í dag. Framkonur eru líka með í EHF-bikarnum og mæta norska liðinu Tertnes Bergen.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Simona snýr aftur til ÍBV

    Meistaraflokkur kvenna í handbolta hjá ÍBV hefur fengið góðan liðstyrk en Rúmeninn Simona Vitila leikur á ný með liðinu á næstu leiktíð. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stella framlengir við Fram

    Besti leikmaður N1-deildar kvenna, stórskyttan Stella Sigurðardóttir, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stelpurnar okkar fara á EM eftir allt saman

    Evrópska handknattleikssambandið, EHF, staðfesti í dag að Ísland myndi taka sæti Hollands í lokakeppni EM í handbolta í desember. Einnig hefur verið ákveðið að mótið fari fram í Serbíu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ramune: Nýtt upphaf fyrir mig

    Handboltakonan Ramune Pekarskyte fær á næstunni íslenskan ríkisborgararétt og verður hún gjaldgeng í íslenska landsliðið síðar á árinu. Hún er 31 árs gömul og stefnir á að setjast að á Íslandi eftir að handboltaferlinum lýkur.

    Handbolti