
Fram og Valur mætast í bikarúrslitum kvenna
Fram og Valur mætast annað árið í röð í bikarúrslitum kvenna í handbolta eftir sjö marka sigur Fram á HK, 32-25, í undanúrslitum Eimskipsbikar kvenna í Safamýrinni í kvöld. Fram komst tíu mörkum yfir í fyrri hálfleik en HK-liðið náði að minnka muninn í fjögur mörk í byrjun seinni háfleiks áður en Fram kláraði leikinn með góðum endaspretti.