Óskarsverðlaunin

Óskarsverðlaunin

Fréttir af Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles.

Fréttamynd

Óskarsvaktin 2022

Óskarinn fer fram í Dolby leikhúsinu í kvöld þar sem allar stærstu stjörnurnar mæta og vonast eftir gullstyttunni. Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. 

Lífið
Fréttamynd

Alexandra Sif í tökum með lagahöfundi Beyoncé

Alexandra Sif Tryggvadóttir vinnur hjá stórfyrirtækinu Spotify og er búsett í sólríku Los Angeles. Hún er að gera öfluga hluti vestanhafs í ýmsum verkefnum og öðlaðist það eftirsótta tækifæri að fá að sækja sérstakan fjölmiðla dag fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. Blaðamaður hafði samband við Alexöndru og tók púlsinn á stemningunni svona rétt fyrir Óskarinn. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fékk boð á Óskarinn eftir allt saman

Leikkonan Rachel Zegler greindi frá því á samfélagsmiðlum í vikunni að hún hafi ekki fengið boð á Óskarinn og var hún heldur súr yfir því og sagðist hafa reynt allt en nú virðist óskin hafa ræst.

Lífið
Fréttamynd

Hita upp fyrir Óskarinn

Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að fylgja þér í gegnum Óskarinn á sunnudaginn og tóku þær forskot á sæluna með sérstökum upphitunarþætti. Þær ætla að vera með ykkur á vaktinni á Vísi frá því að fyrsta stjarnan mætir og þangað til að sú síðasta fer heim.

Lífið
Fréttamynd

Fékk ekki boð á Óskarinn

Rachel Zegler leikur Maríu Vasquez  í endurgerð West side story sem er tilnefnd sem besta myndin á hátíðinni en hún segist ekki hafa fengið boð á Óskarinn í ár. Hún segist ætla að hvetja myndina áfram af sófanum heima hjá sér en vonast enn eftir kraftaverki.

Lífið
Fréttamynd

Spielberg vill að allir sitji við sama borð á Óskarnum

Leikstjórinn Steven Spielberg er ósammála ákvörðun Óskarsverðlaunanna um að afhenda átta verðlaun áður en beina útsendingin hefst. Honum finnst að allir sem búi til bíómyndir eigi að fá að sitja við sama borð og vera partur af formlegu hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Hjónin Javier Bardem og Penelope Cruz fengu bæði tilnefningu til Óskarsins

Það hefur eflaust verið mikil gleði á heimili hjónanna Javier Bardem og Penelope Cruz í dag þegar þau hlutu bæði tilnefningu til Óskarsins. Javier fékk tilnefningu sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Being the Ricardos og Penelope Cruz fékk tilnefningu sem leikkona í aðalhlutverki fyrir Parallel Mothers.

Lífið
Fréttamynd

Beyoncé tilnefnd til Óskarsins - Allar tilnefningarnar

Tilnefningar til Óskarsins voru gefnar út í dag og sáu þau Tracee Ellis Ross og Leslie Jordan um að kynna þær. Hátíðin mun fara fram þann 27. mars og var spennan fyrir tilnefningunum gríðarlega sérstaklega þar sem Íslendingar áttu möguleika á tilnefningu fyrir Dýrið.

Lífið
Fréttamynd

Miklar get­gátur um kynni Óskars­verð­launanna

Miklar getgátur hafa verið um það hver mun verða fyrir valinu sem kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022, en það verður í fyrsta skipti síðan 2018 sem athöfnin verður með kynni. Tilnefningar til verðlaunanna verða gefnar út 8. febrúar og athöfnin sjálf fer fram 27. mars.

Lífið
Fréttamynd

Dýrið verður fram­lag Ís­lands til Óskars­verð­launanna

Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Með tárin í augunum á Húsavík

Segja má að Íslendingar hafi hringt inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sandén söng lag sitt Husavik - My Hometown með bakröddum úr heimabyggð, stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

Lífið
Fréttamynd

Nomadland valin best á Óskars­verð­launum

Kvikmyndin Nomadland fékk flestar styttur á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt, eða þrjár talsins. Hún var valin besta myndin, Frances McDormand hreppti hnossið sem besta leikkona í aðalhlutverki og Chloé Zhao var valin besti leikstjórinn.

Lífið
Fréttamynd

Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum

Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin.

Lífið