Þetta er refsingin sem stjórn bandarísku kvikmyndaakademíunnar hefur ákveðið að hann skuli sæta eftir að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á hátíðinni sem fór fram á dögunum.
Smith sló Rock eftir að sá síðarnefndi grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett-Smith, eiginkonu Will. Hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi, og ljóst að brandarinn féll ekki í kramið hjá Smith. Innan við klukkustund eftir kinnhestinn fékk Smith sín fyrstu Óskarsverðlaun. Þau fékk hann fyrir besta leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni King Richard.
Smith hefur beðist opinberlega afsökunar á kinnhestinum og sagt sig úr kvikmyndaakademíunni. Þá sagðist hann munu taka afleiðingum málsins, sama hverjar þær yrðu. Úrsögn Smith úr akademíunni hefur þau áhrif að hann mun ekki geta greitt atkvæði um Óskarsverðlaunaveitingar framtíðarinnar.
Áður hafði verið greint frá því að akademían væri með til skoðunar að svipta Smith Óskarsverðlaununum fyrir athæfið, en útlit er fyrir að hann fái að halda verðlaununum.