Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttamynd

Líf, fjör og ein­mana­leiki

Um áttatíu manns á öllum aldri komu saman í vináttu­hlaupi í Elliðaárdal á dögunum til að fagna forritinu Clyx, sem nú er aðgengilegt á Íslandi. Forritið miðar að því að hjálpa fólki að tengjast og draga úr einmanaleika.

Lífið
Fréttamynd

Heitasta listapar landsins á djamminu

Það var tryllt fjör á næturklúbbnum Auto um síðustu helgi en staðurinn fagnaði fjögurra ára afmæli með pomp og prakt. Plötusnúðurinn Daði Ómars þeytti skífum, rísandi stjarnan Alaska tróð upp og ástin var í loftinu.

Lífið
Fréttamynd

Sveinn Andri og María Sig­rún mættu á frum­sýninguna

Leikritið Íbúð 10B var frumsýnt fyrir fullum sal áhorfenda á stóra sviði Þjóðleikhússins síðastliðið fimmtudagskvöld. Verkið er eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og því leikstýrt af Baltasar Kormáki. Þeir sameina nú krafta sína á nýjan leik eftir velgengni Snertingar.

Lífið
Fréttamynd

Hiti í Hring­ekjunni

Margar af aðalpæjum landsins komu saman í vistvænu versluninni Hringekjunni á dögunum til að skála, klæða sig upp og fagna nýju fatalínunni Hring eftir hring. DJ Sóley þeytti skífum og pæjustemningin tók yfir.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Katrín Odds og Þor­gerður ást­fangnar á frum­sýningu

Það var líf og fjör á skemmtistaðnum Nínu við Hverfisgötu á miðvikudagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Álfgrímur Aðalsteinsson hélt frumsýningarpartý í tilefni af útgáfu fyrsta tónlistarmyndbands síns, við lagið „Hjartað slær eitt“.

Tónlist
Fréttamynd

Trylltust við taktinn í barokkbúningum

Færri komust að en vildu á næturklúbbnum Auto síðastliðinn laugardag þegar tónleikarnir Barokk á klúbbnum fóru fram í annað sinn. Þakið ætlaði að rifna af þegar helstu slagarar barokk tímabilsins 1600-1750 voru fluttir í raftónlistarbúningi. 

Menning
Fréttamynd

Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu

Það var líf og fjör á Tapas Barnum síðastliðið miðvikudagskvöld þegar staðurinn fagnaði tuttugu og fimm ára afmæli sínu með glæsilegri veislu. Lifandi tónlist, sangríur og dansandi senjorítur settu suðrænan svip á kvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Sjáðu-hjónin kunna að halda partý

Hjónin Gylfi Björnsson og Anna Þóra Björnsdóttir héldu glæsilega tónlistarveislu í Háskólabíói síðastliðið mánudagskvöld í tilefni 30 ára afmælis gleraugnaverslunarinnar Sjáðu.

Lífið
Fréttamynd

Kossaflens á klúbbnum

Það var brjálað fjör á næturklúbbnum Auto á dögunum þegar rapparinn Birnir stóð fyrir eftirpartýi eftir stórtónleika sína í Laugardalshöll. Ofurskvísur, áhrifavaldar, stjörnmálafólk og aðrar stjörnur komu saman og stigu trylltan dans.

Lífið
Fréttamynd

Flug­freyja, íþróttakona og ráð­herra breyttu leiknum

Samheldni og kvenorka einkenndi ráðstefnuna Konur sem breyttu leiknum, sem haldin var á Hótel Edition á dögunum. Markmið ráðstefnunnar var að veita þátttakendum innblástur, efla tengslanet þeirra og gefa þeim aukinn kraft til að láta eigin drauma rætast. Salurinn var fullsetinn og komust færri að en vildu.

Lífið
Fréttamynd

Það var bannað að hlæja á Kjarval

Það var líf, fjör og hlátrarsköll á Vinnustofu Kjarvals í gærkvöldi þegar forsýning á annarri þáttaröð af Bannað að hlæja fór fram. Fyrsta þáttaröðin kom út síðasta vetur og vakti mikla lukku.

Lífið
Fréttamynd

Fögnuðu sögu­legum 850 þúsund króna há­talara Ella Egils

Það var margt um manninn á Vinnustofu Kjarval í gærkvöldi þar sem fram fór glæsilegt frumsýningarboð og hulunni var svipt af samstarfi Bang&Olufsen og listamannsins Ella Egilsson Fox. Kynnt var sérútgáfa af Beosound A9 hátalaranum með verki eftir listamanninn en aðeins voru framleidd 50 númeruð og árituð eintök (1/50–50/50).

Lífið
Fréttamynd

Kynfræðingur, rektor og lista­kona styrktu tengslin

Um tvöhundruð konur úr ólíkum áttum samfélagsins komu saman í Sykursalnum síðastliðinn fimmtudag þegar Auðnast hélt kvennaboð undir yfirskriftinni „Hvernig hugar þú að þínu sálræna öryggi?“ Markmiðið var að virkja sameiningarkraft kvenna, styrkja tengsl og kitla hláturtaugarnar.

Lífið
Fréttamynd

Sögu­leg rappveisla í Laugar­dalnum

Það hefur vart farið fram hjá fólki að rapparinn Birnir stóð fyrir stórtónleikum í Laugardalshöll síðastliðinn laugardag. Það var uppselt á viðburðinn og flest allar heitustu stjörnur landsins tróðu þar upp. 

Tónlist
Fréttamynd

Enginn að rífast í partýi á Prikinu

Það var líf og fjör á Prikinu síðastliðinn laugardag þegar tónlistarfólkið Kolbrún Óskarsdóttir og Hrannar Ólafsson, betur þekkt sem Kusk og Óviti, fögnuðu splunkunýrri plötu með útgáfutónleikum og almennilegu djammi.

Lífið
Fréttamynd

Bullandi boltastemning á árs­há­tíð Sýnar

Það var mikið líf og fjör á árshátíð Sýnar sem fór fram á Hótel Nordica síðastliðið föstudagskvöld. Þema árshátíðarinnar var enski boltinn og mættu starfsmenn ásamt gestum sínum í fjölbreyttum treyjum sem settu skemmtilegan svip á kvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Salka Sól og Elísa­bet Jökuls mættu á frum­sýningu

Það var líf og fjör í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld þegar einleikurinn Ífigenía í Ásbrú var frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins fyrir fullum sal áhorfenda. Sýningin var sýnd í Tjarnarbíói allan síðasta vetur.

Lífið
Fréttamynd

Ástin sigrar í nýrri her­ferð gegn of­beldi

„Útkoman var þessi bolur sem táknar það að jákvæðni og skilningur leiði gott af sér og ef maður einbeitir sér að því að sjá það fallega í fólki mun ástin sigra að lokum,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir, sem er hönnuðurinn á bak við nýjan FO-bol UN Women á Íslandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta

Það var líf og fjör í Tjarnarbíói á föstudag þegar dansverkið Flækt, eftir danshöfundinn og flytjandann Juliette Louste, var frumsýnt fyrir fullum sal áhorfenda.

Lífið
Fréttamynd

Troð­full Þorlákskirkja minntist Karls Sig­hvats­sonar

Minningarhátíðin Karlsvaka var haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni og var kirkjan þétt setin.

Tónlist
Fréttamynd

Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt

„Það var líf og fjör í bænum allt frá morgni til kvölds og við finnum hvernig fólk tekur svo sannarlega undir leiðarstefið okkar Saman með ljós í hjarta,“ segir Guðlaug María Lewis, verkefnastjóri Ljósanætur, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar.

Lífið