Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. Innlent 18. maí 2022 22:54
Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna. Innlent 18. maí 2022 19:58
Bjarni óskar eftir hraðri afgreiðslu Alþingis á verðbólguaðgerðum Fjármálaráðherra óskar eftir því að Alþingi afgreiði með hraði frumvarp um sérstakar aðgerðir til að koma til móts við viðkvæmustu hópa samfélagsins vegna aukinnar verðbólgu. Innlent 18. maí 2022 19:21
Oftast strikað yfir nafn Hildar Af þeim ellefu flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík á laugardag var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins eða þeir færðir neðar á lista en nemur röðunartölu. Alls var strikað yfir nöfn frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins eða þeir færðir niður 1.004 sinnum. Þar á eftir kom Samfylkingin, með 422 útstrikanir eða færslur. Innlent 18. maí 2022 18:27
Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. Innlent 18. maí 2022 18:22
Lokaniðurstöður úr Kjósarhreppi Kjörsókn í Kjósarhreppi í sveitarstjórnarkosningunum var 86 prósent. Af þeim 222 sem voru á kjörskrá greiddu 191 atkvæði. Innlent 18. maí 2022 17:51
Lokaniðurstöður úr Árneshreppi Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum í Árneshreppi var 82,9 prósent. Úlfur Eyjólfsson frá Krossnesi er fyrsti aðalmaður í sveitarstjórn. Innlent 18. maí 2022 17:44
Segir Sigurð Inga blessa okrið á leigumarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins mælti fyrir frumvarpi í gær sem miðar að því að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjanda. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti foringi Sósíalista gefur lítið fyrir frumvarpið. Innlent 18. maí 2022 15:38
Mætti í Valsbol í pontu á Alþingi Þótt stuðningsmenn Tindastóls hafi verið meira áberandi á meðan úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla hefur staðið á Valur sína dyggu stuðningsmenn. Meðal þeirra er þingkonan Helga Vala Helgadóttir. Körfubolti 18. maí 2022 15:36
Viðræður Kex-framboðs og Sjálfstæðisflokksins ganga vel Viðræður Kex-framboðs og Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu Hornafirði ganga vel að sögn oddvita Kex-framboðs. Innlent 18. maí 2022 14:48
Stjórnvöld blekki almenning með villandi framsetningu Stjórnvöld blekkja almenning með villandi framsetningu á tölum um markmið sín í loftslagsmálum að mati Ungra umhverfissinna. Allt stefni í að samdráttur í heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá árinu 2005 til 2030 verði aðeins 4,3 prósent en ekki 55 prósent eins og stefnt er að. Innlent 18. maí 2022 12:42
Ísleifur í Kálfholti hlaut flest atkvæði í Ásahreppi Ísleifur Jónasson í Kálfholti hlaut flest atkvæði í óbundnum kosningum til hreppsnefndar í Ásahreppi á laugardaginn. Innlent 18. maí 2022 12:34
Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. Innlent 18. maí 2022 12:25
Flestir íbúar hreppsins vilja sameinast „öllu Snæfellsnesi“ Herdís Þórðardóttir hlaut flest atkvæði í óbundnum kosningum í sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholtahreppi á sunnan- og innanverðu Snæfellsnesi á laugardaginn. Samhliða kosningum til hreppsnefndar fór fram skoðanakönnun meðal íbúa um hug þeirra til sameiningar sveitarfélaga. Innlent 18. maí 2022 11:24
Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. Innlent 18. maí 2022 10:58
Flestir vildu Magnús í hreppsnefnd Skagabyggðar Magnús Björnsson bóndi fékk flest atkvæði til setu í óbundnum kosningum til hreppsnefndar í Skagabyggð á laugardaginn. Innlent 18. maí 2022 10:55
Finnur fékk flest atkvæði í Kaldrananeshreppi Finnur Ólafsson fékk flest atkvæði í óbundnum kosningum sem fram fóru í Kaldrananeshreppi í á laugardaginn. Innlent 18. maí 2022 10:26
Sýnum samstöðu fyrir bæinn okkar! Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega fyrir stuðninginn og að mæta á kjörstað. Skoðun 18. maí 2022 08:30
Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. Innlent 17. maí 2022 21:10
„Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi“ Á morgun kemur líklega í ljós hvort formlegar meirihlutaviðræður geti hafist milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Tilkall Sjálfstæðismanna til bæjarstjórastólsins geti haft áhrif á viðræður. Innlent 17. maí 2022 20:01
Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. Innlent 17. maí 2022 19:20
Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. Innlent 17. maí 2022 18:54
„Af hverju ekki Dóra?“ Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir ekki skrýtið að fylgi Vinstri grænna hafi hrapað í undangengnum sveitarstjórnarkosningum. Róttækni flokksins hafi vikið og aðrir flokkar tekið við. Flokkurinn fór úr 4,6% fylgi í Reykjavík 2018 í 4,0% fylgi nú. Innlent 17. maí 2022 18:06
Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra til Grænlands í 24 ár Forsætisráðherra segir mjög mikilvægt að rækta samskiptin við Grænlendinga, ekki hvað síst í loftslagsmálum þar sem loftslagsbreytingarnar hafi meiri áhrif í Grænlandi en víða annars staðar. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Grænlands í tuttugu og fjögur ár. Innlent 17. maí 2022 17:41
Hluti af vandanum eða hluti af lausninni? Í gær flutti dómsmálaráðherra frumvarp sitt um útlendingamál á Alþingi. Við erum flest meðvituð um að tugir milljónir manna eru á flótta í heiminum í dag. Skoðun 17. maí 2022 16:00
Leigubílsstjórar í Róm svindla alltaf á Tomma Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um leigubíla nú síðdegis og þegar þetta er skrifað er það til umræðu á þinginu. Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, vakti athygli í umræðunni með því að deila með þingmönnum persónulegri reynslu sinni af leigubílum víðs vegar um veröldina. Innlent 17. maí 2022 15:44
Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. Innlent 17. maí 2022 15:30
L-listinn með þrjá af fimm fulltrúum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Samvinnulistinn, eða L-listinn, var sigursæll í sveitarstjórnarkosningum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á laugardag. Listinn fékk þrjá menn inn í sveitarstjórn af fimm fulltrúum sem þar sitja. Innlent 17. maí 2022 15:22
Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. Innlent 17. maí 2022 14:52
Sveitarstjórinn fékk flest atkvæði í Súðavíkurhreppi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, fékk flest atkvæði í óhlutbundnum kosningum í Súðavíkurhreppi síðastliðinn laugardag. Hlutkesti réði því hverjir tóku fjórða og fimmta sætið í sveitarstjórn. Innlent 17. maí 2022 14:39