Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Þver­taka fyrir að hafa reynt að stöðva fram­boð Jóhannesar

Miðflokkurinn ákvað að aflýsa félagaprófkjöri á lista frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík í gær. Jóhannes Loftsson, sem hugðist bjóða sig fram fyrir flokkinn, fullyrðir að lög hafi verið brotin með niðurfellingu félagaprófkjörsins. Stjórn flokksins vísar því alfarið á bug.

Innlent
Fréttamynd

Eyþór nýr oddviti í Vestmannaeyjum

Eyþór Harðarson er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum eftir prófkjör flokksins þar í dag. Hann hlaut 597 atkvæði í 1. sætið, eða 67,2 prósent atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla

Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Guðveig Eyglóardóttir leiðir Framsókn í Borgarbyggð

Guðveig Eyglóardóttir sveitarstjórnarfulltrúi leiðir framboðslista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð þriðja kjörtímabilið í röð. Annað sæti á listanum skipar Davíð Sigurðsson sveitarstjórnarfulltrúi og framkvæmdastjóri og Eðvarð Ólafur Traustason flugtjóri og atvinnurekandi situr í þriðja sæti. 

Innlent
Fréttamynd

Stríð gegn al­þjóð­legu sam­starfi

Á þemaþingi Norðurlandaráðs sem haldið var nú í vikunni fór eðlilega mest fyrir umræðu um innrás Rússa í Úkraínu . Sendiherra Úkraínu var sérstakur gestur þingsins auk fulltrúa frá þingum Eystrasaltsríkjanna.

Skoðun
Fréttamynd

Sigurður Torfi leiðir lista VG í Ár­borg

Sigurður Torfi Sigurðsson ráðunautur leiðir lista Vinstri grænna í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 14. maí. Listinn var samþykktur á félagsfundi VG í Árborg í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Hve­nær verða réttindi fatlaðra barna í Garða­bæ virt?

Þjónusta við fatlað fólk skal miða að því að fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og að skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Þetta er ekki bara skoðun Viðreisnar í Garðabæ á góðri þjónustu, heldur eru þessi skilyrði bundin í lög, skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Skoðun
Fréttamynd

Sandra leiðir lista Okkar Hvera­gerðis

Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur og athafnakona skipar efsta sæti lista framboðsins Okkar Hveragerðis sem býður fram í sveitarstjórnarkosningunum í maí næstkomandi. Framboðslisti var kynntur á fundi á Rósakaffi í Hveragerði í gær.

Innlent
Fréttamynd

Lítil breyting færir karpið úr bakherbergjum og í þingsal

Alþekkt er að stjórnarliðar geri fyrirvara um hin ýmsu stjórnarfrumvörp en breytt vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í þinginu gera hins vegar sérstaklega ráð fyrir því að fyrirvararnir verði kynntir opinberlega og skrifaðir út í ræðum og andsvörum í þinginu.

Klinkið