„Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Dómsmálaráðherra hafnar alfarið gagnrýni þingmanns Pírata á blaðamannafund sem hún hélt með Ríkislögreglustjóra í gær. Hún segir starfsstjórnir geta markað stefnu, og það sem kynnt var á fundinum sé ekki hennar stefna, heldur ráðuneytis hennar. Innlent 16. nóvember 2024 13:33
Skyldan við ungt fólk og framtíðina Á Íslandi stunda um tugir þúsunda nemenda nám á framhaldsskólastigi. Sumir í þessum hópi glíma við andlegar áskoranir í sínu lífi á borð við streitu og depurð. Að mati Flokks fólksins hefur þörfin aldrei verið meiri en núna að grípa inn í og veita ráðgjöf, stuðning eða meðferð eftir því sem við á hverju sinni. Skoðun 16. nóvember 2024 12:45
Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Það vekur athygli að Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem hefur rætt sjávarútvegsmál af fullri alvöru í aðdraganda kosninga. Örfáir flokkar hafa sagst vilja hærri veiðigjöld í ríkissjóð en útfæra það ekkert nánar. Þó liggur fyrir að veiðigjöldin standa ekki fjárhagslega undir lögboðnu hlutverki ríkissjóðs um þjónustu við ríkisstyrktu-einokunar-útgerðina. Skoðun 16. nóvember 2024 12:16
Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. Innlent 16. nóvember 2024 11:56
Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjúkratryggingar Íslands, heilbrigðisráðuneytið og Heilbrigðisstofnun Austurlands undirrituðu í gær samning um augnlækningar á Austurlandi. Innlent 16. nóvember 2024 11:33
Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Í ágúst síðastliðnum skráðu tveir mér óskyldir einstaklingar lögheimili sitt á fasteign minni, þar sem ég bý í með manni mínum. Ég fékk tilkynningu um þessa nýju íbúa í gegnum Island.is og hafnaði skráningunni strax sama dag og ítrekaði 14 dögum seinna. Skoðun 16. nóvember 2024 11:32
Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Eitt af stærstu lýðheilsumálum samtímans snýr að neyslu orkudrykkja, sérstaklega meðal ungmenna. Þetta er ekki aðeins risamál sem snertir svefn og líðan, heldur nær það til margra þátta sem tengjast almennri lýðheilsu þjóðarinnar. Þrátt fyrir vaxandi umræðu um skaðsemi orkudrykkja virðist aðgengi að þeim sífellt verða meira og auglýsingar þeirra oft villandi. Skoðun 16. nóvember 2024 11:01
Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjö umsóknir bárust um embætti nefndarmanns í kærunefnd útlendingamála. Meðal umsækjenda er sitjandi þingmaður, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun og nokkrir lögfræðingar hjá kærunefnd útlendingamála. Innlent 16. nóvember 2024 10:03
Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Stjórnarandstöðuþingmaður segir blaðamannafund ráðherra og lögreglustjóra bera vott um spillingu. Ný stefna og áætlun í landamæramálum voru kynntar á fundinum, þar á meðal áform um að koma á fót miðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem hælisleitendur geti dvalið í allt að viku. Innlent 16. nóvember 2024 10:00
Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Ný bygging fyrir geðþjónustu Landspítala verður staðsett utan Hringbrautarlóðar en þó í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg og eru áætluð verklok 2030. Innlent 16. nóvember 2024 09:38
Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. Innlent 16. nóvember 2024 08:02
Einkavæðing súrefnisins Nú heyrum við oddafólk á listum til Alþingiskosninga síendurtekið víkja sér undan að svara erfiðum og áleitnum spurningum um hvar hinir ráðandi standa í rimmu almennings við stjórnvöld. Rimmu sem hverfist um vexti, verðbólgu og síðast en ekki síst, heimilin í landinu. Skoðun 16. nóvember 2024 07:01
Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Við hjónin höfum rekið búskap hér í Skagafirði um langt árabil og konan mín verið við bústörf nánast frá fæðingu. Búskapur er það sem við lifum á og lifum fyrir. Ég hef aldrei efast um að Miðflokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar standi vörð um hagsmuni bænda og íslensks landbúnaðar. Skoðun 15. nóvember 2024 20:31
Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Kópavogsbær hefur verið rekinn með halla síðustu ár og lánsfjárþörf verið mikil. Kópavogsbær fær ítrekað bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga af því að Kópavogsbær uppfyllir ekki fjárhagsleg lágmarksviðmið. Um þetta fjallar bæjarstjóri Kópavogs ekki í fréttatilkynningum, greinaskrifum og glærukynningum. Skoðun 15. nóvember 2024 20:15
Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. Innlent 15. nóvember 2024 20:00
Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Diljá Mist Einarsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, fagnar því að samþykkt hafi verið á þingfundi í dag að áfram verði heimilt að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól lána. Hún segir það heillaspor fyrir heimili landsins. Innlent 15. nóvember 2024 19:47
Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. Innlent 15. nóvember 2024 18:51
Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að Alma Möller landlæknir verði heilbrigðisráðherra komi Samfylkingin til með að leiða næstu ríkisstjórn. Innlent 15. nóvember 2024 18:00
Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Fyrr í dag birti Hjörtur J. grein hér á Vísi undir fyrirsögninni „Verðbólga í boði Viðreisnar“. Hjörtur hefur ýmislegt frá sér sent, sem illa stenzt það, sem satt er og rétt, og heggur hann hér í sama knérunn. Illþyrmilega. Í raun er með ólíkindum, hvað drengurinn leyfir sér að bera á borð fyrir ágæta lesendur Vísis og nú kjósendur. Hvar er virðingin við lesendur, svo að ekki sé talað um sjálfsvirðinguna? Skoðun 15. nóvember 2024 17:18
Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Sigríður Jóna Kristjándóttir og Einar Hákonarson bætast á lista heiðurslistamanna samkvæmt breytingartillögu meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Menning 15. nóvember 2024 16:49
Höldum áfram með íslenskuna og konuna Ég undrast ekki viðbrögð þeirra sem lifa í bergmálshelli við síðustu grein minni um íslenska tungu. Menn reyna að gaslýsa þjóðina. Ekki eigi að banna nein orð! En til hvers að breyta góðum og gildum orðum í tungumálinu? Orð sem allir vita hvað þýða og 99% manna getur samsamað sig við. Skoðun 15. nóvember 2024 15:18
„Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Hvað vill Viðreisn sem skýst upp í skoðanakönnunum? Sindri Sindrason leit við í morgunkaffi hjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem fór yfir málin með honum. Lífið 15. nóvember 2024 15:01
Ekki láta kaupa atkvæði þitt Það er fyrir neðan allar hellur að lofa fólki peningum fyrir að kjósa sig. Sérstaklega þegar það er verið að lofa fólki þess eigin peningum. Skoðun 15. nóvember 2024 15:01
Afnemum fátæktina Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í Bónus í hverfinu mínu. Þá snéri maður sér að mér og spurði hvort ég gæti hjálpað sér. Er eitthvað sem þú finnur ekki? spurði ég á móti. Þetta var maður um sjötugt, síðskeggjaður og nokkuð tekinn í andliti. Skoðun 15. nóvember 2024 14:45
Hér eru „þessar elskur“ Gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, hafa vakið upp gríðarlega reiði sem enn er ekki hægt að sjá fyrir endann á. Tvímælalaust er hér um að ræða eitt heitasta fréttamál þessarar viku. Innlent 15. nóvember 2024 13:14
Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. Innlent 15. nóvember 2024 12:00
Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Stúdentafélag Háskólans á Akureyri heldur í dag, með aðstoð Landssamtaka íslenskra stúdenta, pallborðsumræður með fulltrúum íslenskra stjórnmálaflokka. Umræðurnar bera nafnið „Hvað á ég að kjósa?“ Innlent 15. nóvember 2024 11:32
Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. Innlent 15. nóvember 2024 11:28
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Komandi kosningar eru þjóðinni mikilvægar, enda verða stórar ákvarðanir teknar á næstu árum sem hafa áhrif á okkar framtíð sem þjóð. Þá skiptir máli hvaða flokkar og einstaklingar, munu sitja við ríkisstjórnarborðið og móta framtíð m.a. samfélaga, byggða og starfsstétta. Skoðun 15. nóvember 2024 11:15
Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 650 milljónir króna verði lagðar í að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Landspítalans svo að sjúklingar þurfi ekki að dvelja á göngum hennar á næsta ári. Þá verði 2,5 milljarðar krónar teknir af framkvæmdafé nýs Landspítala á næsta ári sem ekki er þörf á. Innlent 15. nóvember 2024 10:57