Hyggst setja RÚV „talsverðar skorður“ í þágu einkarekinna fjölmiðla Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en hyggst samt sem áður setja fjölmiðlinum talsverðar skorður í þágu einkarekinna fjölmiðla. Ráðherrann vill einnig stofna íslenska gervigreindarmiðstöð til að koma í veg fyrir skekkjur erlendra mállíkana. Innlent 23. júní 2025 08:07
Réttlæti fyrir þjóðina, framfarir fyrir landsbyggðina Nú hefst þriðja vikan af umræðum um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi. Tilgangur þess er að tryggja að þau 33% sem þjóðin á lögum samkvæmt að fá af hagnaði af fiskveiðum í kringum landið séu reiknuð af raunverulegu markaðsverði en ekki verði sem útgerðin hefur sjálf áhrif á með innri viðskiptum. Skoðun 23. júní 2025 08:00
Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. Innlent 22. júní 2025 20:24
Lakasta þátttakan meðal kynsegin fólks 80,2 prósent einstaklinga á kjörskrá greiddu atkvæði í síðustu Alþingiskosningum eða rúmlega 215 þúsund manns. Lakasta þátttaka var meðal kynsegin fólks en tæp sjötíu prósent greiddu atkvæði. Innlent 21. júní 2025 14:42
Þingkonur hlutu blessun Leós páfa Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona Flokks fólksins hlutu blessun Leós fjórtánda páfa í Páfagarði í dag. Lífið 21. júní 2025 13:30
Samningur í höfn: „Búið að skemma ansi mikið fyrir okkur“ Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær samning milli borgarinnar og íþróttafélagsins Aþenu, um styrk vegna íþróttastarfs. Samningurinn var samþykktur einróma. Þjálfari Aþenu segist sáttur að samningur sé í höfn en bras undanfarna mánaða hafi sett starfið í algjört uppnám. Innlent 21. júní 2025 12:10
Sæki um íslenska vegabréfsáritun til að ferðast annað Starfsfólk lögregluembættisins á Suðurnesjum segist taka eftir því að einstaklingar sæki um vegabréfsáritun hérlendis án þess að hyggjast ferðast um landið. Svar við umsóknum berst hraðar hérlendis og nýta einstaklingar sér það til að komast inn á Schengen-svæðið. Lögreglustjóri kallar eftir skýrari lagaheimild til að afturkalla vegabréfsáritanir. Innlent 21. júní 2025 11:14
Skattgreiðendur látnir borga brúsann Málið varðandi ágreining Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara var leyst af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins og þáverandi dómsmálaráðherra, á faglegan og vandaðan hátt síðasta haust með tilliti til tveggja lögfræðiálita. Skoðun 21. júní 2025 10:01
Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Ekki stendur til að bæta fallvarnir vegna grjóthruns við Holtshnúp þar sem varð banaslys í mars á þessu ári. Ráðherra segir fjármagni forgangsraðað í önnur verkefni. Það hafi komið til greina að setja upp varnir við veginn en það ekki enn komist til framkvæmdar. Íbúi við veginn segir stjórnvöld verða að forgangsraða. Það sé óásættanlegt að ekki séu varnir við veginn. Innlent 21. júní 2025 07:01
Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. Innlent 20. júní 2025 22:02
Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Fulltrúi ríkisstjórnarinnar sat á dögunum fund með utanríkisráðherrum og öðrum fulltrúum fjórtán Evrópuríkja sem hafði það að marki að samhæfa aðgerðir gegn skuggaflota Rússa. Flotann nota Rússar til að komast undan þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja. Innlent 20. júní 2025 20:15
Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Borgarfulltrúar Framsóknar leggja til lækkun álagningarhlutfalls fasteignagjalda íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis, sem myndi skila tæplega tveimur milljörðum króna til borgarbúa. Oddviti Framsóknar í borginni segir tillöguna ekki popúlíska, enda eigi borgarsjóður vel fyrir henni eftir ráðdeild í rekstri borgarinnar undanfarið. Þá segir hann áform ríkisstjórnarinnar um að rukka borgarbúa um auðlindagjald af jarðhita fráleit. Viðskipti innlent 20. júní 2025 16:51
Allir úr stærsta árgangi sögunnar fengu inni Allir nýnemar úr stærsta útskrifarárgangi grunnskóla í sögunni eru komnir með pláss í framhaldsskóla í haust. Innlent 20. júní 2025 15:35
Vandamenn megi ekki lengur hjálpa glæpamönnum Ekki yrði lengur refsilaust fyrir einstaklinga að hindra rannsókn lögreglu á nánum vandamönnum þeirra samkvæmt áformum dómsmálaráðherra. Nýlegt dæmi er um að forráðamenn pilts sem varð ungri stúlku að bana hafi reynt að hylma yfir með honum. Innlent 20. júní 2025 14:47
„Heilög skylda“ að málþæfa gegn „dellumálum“ í allt sumar Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur það heilaga skyldu þingflokksins að standa gegn „dellumálum“ eins og veiðigjaldafrumvarpinu. Hann muni gera það í allt sumar ef þörf er á. Innlent 20. júní 2025 13:08
Tomasz tekur við formennsku í innflytjendaráði Tomasz Chrapek hefur verið skipaður nýr formaður innflytjendaráðs og tekur hann við af Paolu Cardenas. Innlent 20. júní 2025 11:34
Bein útsending: Réttlæti og ábyrgð – Vernd barna í Úkraínu „Réttlæti og ábyrgð: Vernd barna í Úkraínu“ er yfirskrift opins fundar á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og UNICEF á Íslandi sem fram fer í Auðarsal í Veröld - húsi Vigdísar milli klukkan 12 og 13:15 í dag. Innlent 20. júní 2025 11:32
„Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. Innlent 20. júní 2025 11:26
Reykvíkingur ársins erlendis en fær að veiða í júlí Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, renndi fyrir laxi í Elliðaánum við opnun ánna í morgun. Síðustu ár hefur verið hefð fyrir því að Reykvíkingur ársins opni árnar með borgarstjóra en samkvæmt svörum frá borginni var hann erlendis og verður því ekki tilkynntur fyrr en í júlí. Innlent 20. júní 2025 11:25
Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. Viðskipti innlent 20. júní 2025 11:20
Mikil réttarbót fyrir fatlað fólk mætir hindrunum Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um lögleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna sem nú bíður afgreiðslu á Alþingi felur í sér gríðarlega réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi. Skoðun 20. júní 2025 08:02
Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum. Þar er sannarlega af nógu að taka eins og fréttir af vandræðum veitingastaða bera vitni um. Skoðun 19. júní 2025 19:01
Hólavallagarður friðlýstur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis,-orku- og loftslagsráðherra, staðfesti í dag friðlýsingu vegna Hólavallagarðs við Suðurgötu. Friðlýsingin tekur til Hólavallagarðs í heild; veggjar umhverfis garðinn, heildarskipulags hans, klukknaports, minningarmarka og ásýndar garðsins. Innlent 19. júní 2025 13:13
Gerir ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir mánaðamót Forseti Alþingis gerir ráð fyrir að þingstörfum ljúki fyrir mánaðarmót. Hún segir þó stefna í langa umræðu um veiðigjöldin sem verði afgreidd fyrir sumarhlé Innlent 19. júní 2025 12:59
Blaður 35 Þegar líður að lokum Alþingi á hverju ári, að hausti og vori, fer fyrir því eins og aðalpersónunni í Umskiptunum eftir Franz Kafka. Það verða s.s. alger umskipti á Alþingi og starfsemi þess. Að minnsta kosti þeim hluta sem við sjáum í útsendingum þess og í fréttatímum fjölmiðla. Að sumu leyti umbreytist Alþingi á þessum tíma yfir í einskonar sandkassa, þar sem gusurnar ganga á víxl. Skoðun 19. júní 2025 12:30
Kaldar kveðjur frá forsætisráðherrra til ferðaþjónustunnar Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætli að leggja áherslu á langtímahugsun í verðmætasköpun næstu misserin. Við þurfum sannarlega skýra langtímasýn, ekki síst núna þegar störf í mörgum atvinnugreinum eru í hættu vegna örra tæknibreytinga og mikil óvissa er í viðskiptakerfum heimsins. Skoðun 19. júní 2025 12:16
Vill banna nikótínvörur með bragði og gera umbúðirnar ljótar Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um lagasetningu sem miðar að því að setja eina heildstæða löggjöf fyrir bæði tóbaks- og nikótínvörur. Meðal þess sem felst í áformunum er að banna sölu nikótínvörur með bragðefnum „sem höfða til barna“. Innlent 19. júní 2025 12:00
Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera er ein sú merkasta í íslenskri náttúruverndarsögu. Hún hefur staðið í áratugi og markað dýrmæt fordæmi um hvernig náttúruverndarhagsmunir geta vegið þungt gegn áformum um virkjanir og aðrar framkvæmdir. Skoðun 19. júní 2025 11:00
„Easy come, easy go“ Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir að lítið fylgi Framsóknarflokksins í borginni samkvæmt nýrri könnun Gallup komi ekki mikið á óvart miðað við sögulegt fylgi flokksins. Framsókn hafi yfirleitt verið með einn eða engan fulltrúa í borgarstjórn, en hafi unnið óvæntan kosningasigur í síðustu kosningum. Innlent 19. júní 2025 10:30
Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar samþykktu tillögu um að gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum í gær. Endugerð gatnanna sem var samþykkt í fyrra frestast þó. Innlent 19. júní 2025 09:08