Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Daníel Guðni: Ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn

    „Við gerðum það sem við áttum að gera, létum pressu á þá og létum þá setja boltann í gólfið. Við komum okkur aftur í vörn og það er mjög mikilvægt gegn þeim,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur liðsins á Breiðablik í Subway-deildinni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Finnur Freyr: Geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir

    Valur vann gífurlega sterkan sigur á Stjörnunni í Mathús Garðabæjar höllinni fyrr í kvöld 79-91. Þjálfari Vals, Finnur Freyr Stefánsson, var ánægður með marga hluti í leik sinna manna en hann má vera það líka. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er fyrsti sigur Vals á útivelli, í þremur tilraunum og í fyrsta sinn sem þeir ná að skora yfir 70 stig í þessum þremur leikjum sem hafa verið leiknir úti.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindvíkingar fá liðsstyrk

    Bandaríski bakvörðurinn EC Matthews er genginn til liðs við Grindavík og mun leika með liðinu út tímabilið í Subway-deild karla í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bjarki: Það eru ótal leikmenn á lausu

    Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Akureyri, var sáttur við liðsframlagið í dag þrátt fyrir stórt stap gegn Stjörnunni í leik sem fram fór á Akureyri fyrr í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en gestirnir stungu af í fjórða leikhluta og endaði leikurinn með 68-94 sigri gestanna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Finnur Freyr: Öll ferðalög byrja á einu skrefi

    Þjálfari Vals, Finnur Freyr Stefánsson, gat leyft sér að brosa eftir að hans menn náðu að bera sigurorð af Vestra 74-67 í fjórðu umferð Subway deildarinnar í körfubolta á heimavelli fyrr í kvöld. Leikurinn varð spennandi en það var vegna þess að bæði lið áttu í miklum erfiðleikum með að skora á löngum köflum eins og stigaskorið ber með sér.

    Körfubolti