„Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2023 23:30 Ólafur Ólafsson á ferðinni. Vísir/Vilhelm Frammistaða Ólafs Ólafssonar í leik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway deild karla var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hversu mikið mæðir á Ólafi þegar Grindavík spilar og hvernig hans bestu árum hefur í raun verið sóað í meðalmennsku eftir að Grindavík komst í úrslit árið 2017. „Óli Óla átti flottan fyrri hálfleik en kíkjum á hvað hann gerði í seinni hálfleik, því hann var nánast með þessar tölur í fyrri hálfleik. Hér sjáum við að hann sprakk, getum við sagt. Það hvílir ofboðslega mikið á hans herðum. Hann þarf að skapa, hann þarf að passa upp á allar róteringar í vörninni séu réttar, hann er að dekka hávaxnari menn og það er rosalega mikið sem mæðir á honum,“ sagði Kjartan Atli Kjartanssonm þáttastjórnandi um frammistöðu Óla Óla gegn Keflavík. Tölfræði Óla Óla gegn Keflavík.Körfuboltakvöld „Nú eru Grindvíkingar að næla í Zoran Vrkić, hann er að koma í gult. Hverju bætir hann við og hversu mikið léttir hann af herðum Óla,“ spurði Kjartan Atli svo Brynjar Þór Björnsson, sérfræðing þáttarins. „Það er svo erfitt að segja því Grindavíkurliðið er búið að vera síðan 2017 í tómu veseni með útlendingamál og leikmannamál. Alltaf að skipta um, enginn festa og mér finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku þegar þeir gátu farið á eftir Mike Craion, borgað honum alvöru pening. Í staðinn fyrir „Þessi gæi er geggjaður, fáum hann“ þá eru þeir alltaf að taka einhverjar áhættur,“ sagði Brynjar Þór og hélt áfram. „Zoran er góður leikmaður en ég veit ekki hvort hann sé endilega að fara breyta þessu Grindavíkur liði. Hann léttir á liðinu, léttir á Óla en mér finnst of mikið af hrókeringum til að hann sé eitthvað svar við þeirra vandamálum,“ bætti Brynjar Þór við. „Þeir eiga eftir að ná sér í annan Bosman-leikmann. Hann er væntanlega ekki Bosman-leikamaðurinn sem þeir ætla sér að ná í og festa liðið svona,“ skaut Sævar Sævarsson inn í áður en Kjartan Atli benti á að félagið hefði fjóra daga áður en félagaskiptaglugginn lokar. Hér að neðan má sjá þá Kjartan Atla, Brynjar Þór og Sævar ræða Grindavík enn frekar. Liðið situr sem stendur í 7. sæti Subway deildar karla með sjö sigra og sjö töp í 14 leikjum til þessa. Klippa: Körfuboltakvöld: Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
„Óli Óla átti flottan fyrri hálfleik en kíkjum á hvað hann gerði í seinni hálfleik, því hann var nánast með þessar tölur í fyrri hálfleik. Hér sjáum við að hann sprakk, getum við sagt. Það hvílir ofboðslega mikið á hans herðum. Hann þarf að skapa, hann þarf að passa upp á allar róteringar í vörninni séu réttar, hann er að dekka hávaxnari menn og það er rosalega mikið sem mæðir á honum,“ sagði Kjartan Atli Kjartanssonm þáttastjórnandi um frammistöðu Óla Óla gegn Keflavík. Tölfræði Óla Óla gegn Keflavík.Körfuboltakvöld „Nú eru Grindvíkingar að næla í Zoran Vrkić, hann er að koma í gult. Hverju bætir hann við og hversu mikið léttir hann af herðum Óla,“ spurði Kjartan Atli svo Brynjar Þór Björnsson, sérfræðing þáttarins. „Það er svo erfitt að segja því Grindavíkurliðið er búið að vera síðan 2017 í tómu veseni með útlendingamál og leikmannamál. Alltaf að skipta um, enginn festa og mér finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku þegar þeir gátu farið á eftir Mike Craion, borgað honum alvöru pening. Í staðinn fyrir „Þessi gæi er geggjaður, fáum hann“ þá eru þeir alltaf að taka einhverjar áhættur,“ sagði Brynjar Þór og hélt áfram. „Zoran er góður leikmaður en ég veit ekki hvort hann sé endilega að fara breyta þessu Grindavíkur liði. Hann léttir á liðinu, léttir á Óla en mér finnst of mikið af hrókeringum til að hann sé eitthvað svar við þeirra vandamálum,“ bætti Brynjar Þór við. „Þeir eiga eftir að ná sér í annan Bosman-leikmann. Hann er væntanlega ekki Bosman-leikamaðurinn sem þeir ætla sér að ná í og festa liðið svona,“ skaut Sævar Sævarsson inn í áður en Kjartan Atli benti á að félagið hefði fjóra daga áður en félagaskiptaglugginn lokar. Hér að neðan má sjá þá Kjartan Atla, Brynjar Þór og Sævar ræða Grindavík enn frekar. Liðið situr sem stendur í 7. sæti Subway deildar karla með sjö sigra og sjö töp í 14 leikjum til þessa. Klippa: Körfuboltakvöld: Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00