Kári Jónsson: Vorum kannski orðnir of þægilegir Árni Jóhannsson skrifar 27. janúar 2023 22:30 Kári Jónsson var stigahæstur á vellinum í kvöld Vísir/Bára Dröfn Kári Jónsson sá alveg hag í því að hafa tapað fyrir Breiðabliki í kvöld þó að hann hafi náttúrlega verið svekktur með frammistöðuna. Leikurinn endaði 89-78 og þrátt fyrir 20 stig frá Kára þá áttu Valsmenn varla möguleika á móti Blikum í seinni hálfleik sérstaklega. Kári var spurður að því hvort hann væri með útskýringu á reiðum höndum fyrir því að þeir hefðu verið jafn ólíkir sjálfum sér í seinni hálfleik eins og raun bar vitni. „Nei ég er ekki með útskýringu. Við bara náðum ekki takti í seinni hálfleik en við vorum ekki frábærir í þeim fyrri heldur en munurinn var að við settum niður nokkur skot þá og náðum nokkrum stoppum. Svo voru þeir bara mikið betri í seinni hálfleik.“ Varnarleikur Blika var mjög sterkur í seinni hálfleik þar sem þeir stigu mjög hátt á Valsmenn sem varð til þess að gestirnir virkuðu hálf ráðalausir á löngum köflum í sóknarleiknum. Kom leikur Blika Kára á óvart? „Það kom ekkert á óvar hjá Breiðablik. Þeir spila sinn bolta og gerðu það vel. Við vorum kannski bara að ofhugsa hlutina í kvöld og þetta er bara einn af þessum leikjum sem erfitt var að komast í takt. Við þurftum kannski á þessu að halda að fá smá spark í rassinn.“ Finnur Freyr Stefánsson sagði í sjónvarpsviðtali eftir leik að hans menn hefðu ekki lagt nógu mikið í púkkið til að vinna þennan leik og var Kári spurður að því hvort tilfinning hans væri svipuð þegar hann kom af velli. „Já, það er góður punktur. Það er hægt að tína til mjög margt sem við hefðum getað gert mikið betur og hefði mátt fara betur. Þetta var ekki næstum því nógu gott hjá okkur og ekki það sem við viljum standa fyrir.“ Að lokum var Kári spurður að því hvort hann hefði einhverjar áhyggjur. „Nei, í raun er ég bara sáttur við þetta. Fínt fyrir okkur að fá smá spark og fá menn aftur upp á tærnar. Við vorum kannski orðnir of þægilegir.“ Valur Subway-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-78 | Heimamenn vaknaðir af værum blundi Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir. 27. janúar 2023 21:55 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Kári var spurður að því hvort hann væri með útskýringu á reiðum höndum fyrir því að þeir hefðu verið jafn ólíkir sjálfum sér í seinni hálfleik eins og raun bar vitni. „Nei ég er ekki með útskýringu. Við bara náðum ekki takti í seinni hálfleik en við vorum ekki frábærir í þeim fyrri heldur en munurinn var að við settum niður nokkur skot þá og náðum nokkrum stoppum. Svo voru þeir bara mikið betri í seinni hálfleik.“ Varnarleikur Blika var mjög sterkur í seinni hálfleik þar sem þeir stigu mjög hátt á Valsmenn sem varð til þess að gestirnir virkuðu hálf ráðalausir á löngum köflum í sóknarleiknum. Kom leikur Blika Kára á óvart? „Það kom ekkert á óvar hjá Breiðablik. Þeir spila sinn bolta og gerðu það vel. Við vorum kannski bara að ofhugsa hlutina í kvöld og þetta er bara einn af þessum leikjum sem erfitt var að komast í takt. Við þurftum kannski á þessu að halda að fá smá spark í rassinn.“ Finnur Freyr Stefánsson sagði í sjónvarpsviðtali eftir leik að hans menn hefðu ekki lagt nógu mikið í púkkið til að vinna þennan leik og var Kári spurður að því hvort tilfinning hans væri svipuð þegar hann kom af velli. „Já, það er góður punktur. Það er hægt að tína til mjög margt sem við hefðum getað gert mikið betur og hefði mátt fara betur. Þetta var ekki næstum því nógu gott hjá okkur og ekki það sem við viljum standa fyrir.“ Að lokum var Kári spurður að því hvort hann hefði einhverjar áhyggjur. „Nei, í raun er ég bara sáttur við þetta. Fínt fyrir okkur að fá smá spark og fá menn aftur upp á tærnar. Við vorum kannski orðnir of þægilegir.“
Valur Subway-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-78 | Heimamenn vaknaðir af værum blundi Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir. 27. janúar 2023 21:55 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-78 | Heimamenn vaknaðir af værum blundi Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir. 27. janúar 2023 21:55