
Jón Halldor: Ég taldi sex loftbolta í fyrri hálfleik
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Iceland Express deildinni var allt annað en sáttur með frammistöðu sinna stelpna í tapinu á móti KR í DHL-Höllinni í kvöld.
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Iceland Express deildinni var allt annað en sáttur með frammistöðu sinna stelpna í tapinu á móti KR í DHL-Höllinni í kvöld.
Heater Ezell úr Haukum var valinn maður stjörnuleiks kvenna í dag en hún náði glæsilegri þrennu. Skoraði 29 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.
Stjörnuhelgi KKÍ er nú í fullum gangi í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Kristi Smith, leikmaður Keflavíkur, varð hlutskörpust í þriggja stiga keppninni hjá konunum.
Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Snæfelli í Iceland Express deild kvenna, 77-63, í Stykkishólmi.
Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Hamars, var kampakátur með sigurinn á KR í kvöld. Hamarsliðið er nú komið áfram í átta liða úrslit Subway-bikarsins.
Kvennalið Hamars vann KR með tíu stiga mun í Vesturbænum í kvöld. Þetta var fyrsta tap KR á tímabilinu og er liðið úr leik í Subway-bikarnum en Hamar fer áfram í átta liða úrslit.
Hamar frá Hveragerði komst í kvöld í átta liða úrslit Subway-bikarsins í kvennaflokki. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann virkilega sterkan tíu stiga sigur á KR í Vesturbænum, lokatölur urðu 64-74.
Ingibjörg Jakobsdóttir, bakvörður Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna, verður ekkert meira með á tímabilinu eftir að ljóst varð að hún hafði slitið krossbönd í leik á móti Haukum á dögunum. Ingibjörg hafði ekkert verið með í síðustu tveimur leikjum vegna meiðslanna.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, fór varlega í yfirlýsingarnar eftir að hans lið vann sinn tíunda sigur í röð í Iceland Express-deild kvenna.
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. KR vann stórleikinn vestur í bæ, Hamar lagði Njarðvík og Keflavík valtaði yfir Val.
KR er enn ósigrað í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir sigur á Grindavík á heimavelli í kvöld, 81-56.
Mótanefnd KKÍ hefur ákveðið að fresta leik Snæfells og Hauka í Iceland Express deild kvenna vegna slæmrar veðurspár fyrir kvöldið en það er spáð stormi norðvestan- og vestanlands fram á nótt.
KR-ingurinn Margrét Kara Sturludóttir var með hæst framlag allra leikmanna Iceland Express deildar kvenna í 9. umferð sem lauk í gær. Margrét Kara fékk 38 í framlagi í 81-62 sigri toppliðs KR á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum.
Hamar vann í dag sigur á Val, 68-55, í síðari leik dagsins í Iceland Express-deild kvenna.
Grindavík vann í kvöld góðan sigur á Keflavík, 67-63, í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld.
Njarðvíkurkonur komust í kvöld af botni Iceland Express deildar kvenna með 22 stiga heimasigri á Snæfelli, 74-52. Njarðvík fór þar með upp um þrjú sæti í það fimmta þar sem liðið er með betri innbyrðisárangur á móti Haukum og Snæfelli.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR og Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, hafa nú lokið við að velja Stjörnuliðin sín fyrir árlegan Stjörnuleik kvenna sem fer fram í Dalhúsum Grafarvogi 12. desember næstkomandi.
Kvennalið KR hélt sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna í kvöld með 24 stiga sigri á nýliðum Njarðvíkur í DHL-Höllinni. Njarðvík hélt í við KR í byrjun en KR var þó komið 11 stigum yfir í hálfleik, 59-48.
Grindavíkurkonur unnu sinn þriðja leik í röð þegar þær unnu 95-80 sigur á Íslandsmeisturum Hauka sem töpuðu á sama tíma sínum þriðja leik í röð. Snæfell vann langþráðan og glæsilegan sigur á Val, 73-53 en liðið hafði tapað fimm leikjum í röð í deildinni.
Keflavíkurkonur létu ekki slæma byrjun koma í veg fyrir að þær héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Keflavík vann 72-53 sigur á Hamar en þetta var fjórði sigurleikur liðsins í röð.
Snæfellingurinn Kristen Green var með hæsta framlag leikmanna Iceland Express deildar kvenna í 7. umferðinni sem lauk með þremur leikjum í gær. Green fékk 38 framlagsstig í leik Snæfells og Hamars sem Hamar vann 87-71.
Bryndís Guðmundsdóttir átti flottan leik með Keflavík þegar liðið vann 68-67 sigur á Haukum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Bryndís var með 18 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar en hún spilaði allar 40 mínúturnar í leiknum.
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var léttur á brún eftir 68-67 sigur á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í kvöld. Keflavíkurliðið var þó nærri því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin en hélt út leikinn.
Henning Henningsson, þjálfari Hauka, sagði að slæmur fyrri hálfleikur hafi kostað sínar stelpur tap á móti Keflavík á Ásvöllum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Haukar töpuðu á endunum með aðeins einu stigi, 67-68.
Keflavík vann í kvöld sinn þriðja sigur í röð í Iceland Express deild kvenna er liðið vann Íslandsmeistara Hauka á útivelli, 68-67, í spennandi leik.
„Þetta er allt vonandi að smella saman hjá okkur," segir Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir en hún og félagar hennar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í kvennakörfunni eftir fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum. Keflavík heimsækir Hauka í 7. umferð Iceland Express deildar kvenna í kvöld.
KR er á toppi Iceland Express-deildar kvenna eftir öruggan sigur, 73-43, á Val í kvöld en liðin mættust vestur í bæ.
Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld þar sem hæst bar að KR vann toppslaginn gegn Hamar í Hveragerði og Vesturbæjarliðið er nú búið að vinna alla sex leiki sína í deildinni.
Körfuboltaliðum Hamars virðist líka það vel að spila í Grindavík því stelpurnar í Hamri léku sama leik og strákarnir og nældu í sigur í Röstinni.
Bikarmeistarar KR héldu áfram á sigurbraut í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í dag þegar liðið vann sannfærandi 69-37 sigur gegn Snæfelli í DHL-höllinni.